Leita í fréttum mbl.is

Stjórnsýsla og pólitík

Stundum telja stjórnmálamenn nauðsynlegt að hafa afskipti af stjórnsýslunni þegar þeir telja að ekki sé gætt sanngirni, meðalhófs eða annars sem tillit eigi að taka til.

Það er slæmt ef stjórnmálamenn þurfa ítrekað að grípa fram fyrir hendurnar á embættismönnum hvað þá heldur sömu embættismönnunum og afleitt ef stjórnmálamenn láta feykjast undan hverjum goluþyt sem andar á þá.

Ítrekað hafa stjórnmálamenn haft afskipti af aðgerðum Útlendingastofnunar þegar  einstaklingar hafa mótmælt. Ef til vill eru þessi afskipti viðkomandi ráðherra réttlætanleg. En þá verður ekki séð að embættisfærsla Útlendingastofnunar sé eðlileg og þeir sem þar ráða séu vanda sínum vaxnir.

Sé embættisfærsla Útlendingastofnunar eðlileg og lögum samkvæmt, sem og gætt sé ítrustu sanngirni o.s.frv. þá eru afskipti ráðherrans óeðlileg.  

Út frá eðlilegum leikreglum í lýðræðisþjóðfélagi og til að fram geti farið upplýst umræða, þá er mikilvægt að fá upplýst hvort það eru stjórnendur Útlendingastofnunar sem fara ekki að lögum eða ráðherrann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 1217
  • Sl. viku: 6273
  • Frá upphafi: 2470809

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 5757
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband