Leita í fréttum mbl.is

Innihaldslaust kosningaloforð Samfylkingarinnar

Á meðan Jón Gnarr borgarstjóri hefur heillast af verkefnum sem þjóna sýniþörf hans t.d. á hinsegin dögum, degi fatlaðra, einhverfra, blindra o.s.frv. þar sem hann er samkynhneigðasti einstaklingurinn á hinsegin dögum, fatlaðastur allra og blindastur þegar það á við og tjáir sig um eigin reynslu af  einelti  þegar það á við, hefur Dagur Eggertsson farið sínu fram sem borgarstjóri í pilsfaldi dragdrottningarinnar.

Samfylkingin undir forustu Dags ber því ábyrgð á stjórn Borgarinnar. Nú þegar rignir sést t.d. vel hveru illa viðhaldi gatna hefur verið sinnt, en sumar götur eru beinlínis hættulegar til aksturs. 

Viðhaldi og uppbyggingu hefur verið frestað á meðan verkefni fáránleikans hafa fengið meira vægi eins og sást best á Hofsvallagötunni þegar öruggri götu var breytt í furðufyrirbæri, fuglahúsa og götumynda.

Dagur B. Eggertsson ætlar nú að reisa önnur hús en fuglahús. Eftir að hafa setið í fjögur ár og látið hjá líða að gera eitthvað í húsnæðismálum Reykvíkinga, þá er helsta kosningaloforðið að fjölga leiguíbúðum í Reykjavík um 2500 til 3000.

Þegar ráðandi stjórnmálaflokkur kemur með svona ábyrgðarlaust yfirboð þá er rétt að spyrja hvað margar leiguíbúðir urðu til á kjörtímabilinu. Svarið við því sýnir í hnotskurn að fáránleiki Dags og Samfylkingarinnar nær út yfir þjófamörk  furðulegheitanna á Hofsvallagötunni. 

Nægir að minna á að Samfylkingin telur skuldaleiðréttingu verðtryggðra lána ofviða efnahagskerfinu á sama tíma og Samfylkingin setur fram kosningaloforð sem kostar miklu meira en skuldaleiðréttingin. Ef skuldaleiðréttingin veldur erfiðleikum í efnahagskerfinu þá er ljóst að kosningaloforð Dags er innihaldslaust.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borgin ætlar ekki að reisa 2500 leiguíbúðir heldur aðeins skipuleggja borgina þannig að það verði hægt að byggja þær og úthluta lóðum í þeim tilgangi.

Byggingarsamvinnufélög, búseturéttarfélög og aðrir munu byggja íbúðirnar. Þetta verða ekki neinar bæjarblokkir.

Það er fráleitt að bera þetta lofsverða framtak við skuldaleiðréttinguna. Þessar íbúðir eru hvorki á kostnað ríkisins né borgarinnar auk þess sem þær munu gefa af sér tekjur.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 14:01

2 Smámynd: Jón Magnússon

Orðrétt segir Ásmundur: Á næstu árum ætlum við að fjölga leigu-og búsetuíbúðum í Reykjavík um 2500-3000. Við ætlum að tryggja að íbúðirnar verði fjölbreyttar og henti öllum. Við ætlum að gæta þess að stutt sé í strætó og gott aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun.

Orðalagið bendir ekki til annars en að Samfylkingin ætli að standa fyrir þessu. Hver á þá að byggja þetta. Þarf einhverja stjórnmálaályktun um að frjálsa framtakið byggi leiguíbúðir. Var það meiningin. Hafi svo verið þá er það ekkert sem pólitíkusar hafa með að gera nema hvað varðar lóðaúthlutun og þá er þetta orðagjálfur Samfylkingarinnar enþá meira rugl og látið í veðri vaka eitthvað sem á ekki að vera og borgarstjórn hefur lítið með að gera.  

Jón Magnússon, 26.5.2014 kl. 17:36

3 identicon

Ég heyrði Dag segja í viðtali að borgin ætlaði ekki að byggja þessar íbúðir (nema kannski lítinn hluta þeirra).

Að sjálfsögðu getur borgin stuðlað að byggingu leiguíbúða í skipulagsvinnu og með lóðaúthlutunum sérstaklega þegar eftirspurnin er mikil eins og núna. 

Borgin getur hvatt til stofnunar eins konar byggingasamvinnufélaga að skandínavískri fyrirmynd þar sem fólk greiðir tiltölulega lága upphæð fyrir íbúðarrétt og greiði síðan sanngjarna leigu.

Dagur nefndi að borgin gæti komið til móts við þessa byggingaraðila með því að fella niður gatnagerðargjöld (enda um gróin hverfi að ræða).

Ef tekst að búa svo um hnútana að mikill fjöldi hagkvæmra leiguíbúða verður til á kjörtímabilinu, skiptir minnstu máli hver á þær. Án pólitískrar stefnu er hætt við að vandinn haldi áfram. Leiga á vera raunhæfur valkostur ekki síður en eignarhald.

Það er greinilegt að þetta á að vera liður í þéttingu byggðar. Ungt fólk vill búa miðsvæðis þar sem það getur jafnvel sleppt því að eiga bíl.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 67
  • Sl. sólarhring: 809
  • Sl. viku: 6266
  • Frá upphafi: 2471624

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 5717
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband