Leita í fréttum mbl.is

Allt er betra en íhaldið

Hermann Jónasson mun einhverntímann hafa sagt um stjórnarmyndun og meirihlutasamstarf að allt væri betra en íhaldið.  Steingrímur sonur hans orðaði það líka en var í reynd pólitískt kamelljón. Sú dýrategund skiptir litum eftir aðstæðum með sama hætti og Steingrímur.

Afabarnið og sonurinn Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar hefur nú hafnað þessum pólitíska þanka afa síns og föður. Sem betur fer er Guðmundur vaxinn frá gömlu bábiljunni hans afa síns og pabba þannig að heimur fer alls ekki versnandi hvað það varðar heldur batnandi.

Sem betur fer er Björt framtíð annað en Framsóknarflokkurinn gamli og það var gaman að hlusta á Guðmund Steingrímsson í morgun velta fyrir sér hugmyndafræðilegum grundvelli Bjartrar Framtíðar. Samkvæmt því gera þau í Bjartri Framtíð ekki greinarmun á vinstri og hægri í pólitík, en telja sig samt vera til hægri við Samfylkinguna. Þá hafa þeir engin grundvallarprinsíp önnur en þau að vera ekki á móti neinum og ógna ekki neinum en gera eitthvað nýtt.

Athyglisvert var að orðræðan sem formaðurinn setti á um það nýja var efnislega það sama og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði til málanna þegar hún hóf innreið  sína í landsmálin eftir að hafa setið á borgarstjórastóli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hermann Jónasson átti hlut að ríkisstjórnarsamstarfi í alls 26 ár, þar af í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum í alls 15 ár með Sjálfstæðisflokknum eða í tæp 60% af þessum stjórnarárum.  

Eftir að Steingrímur Hermannsson fór í sitt fyrsta framboð 1991 átti hann hlut að ríkisstjórnarsamstarfi í alls 20 ár, þar af með Sjálfstæðisflokknum í helming þess tíma, ef við metum samstarfið í stjórn Gunnars Thoroddsens þannig að skipta því í tvennt af því að minnilhluti þingmanna Sjallanna studdi hana.

Síðan má bæta því við að það var Tryggvi Þórhallsson sem setti fram kjörorðið að allt væri betra en íhaldið, en Hermann tók það síðan upp eftir honum.   

Ómar Ragnarsson, 10.6.2014 kl. 20:26

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón.

Ég beið í ofvæni eftir þessu viðtali við Guðmund í morgun, vildi, eins og kannski einhverjir fleiri, vita fyrir hvað Björt framtíð stendur. Fram til þessa hefur verið erfitt að átta sig á stefnu þessa flokks, utan auðvitað ást á ESB.

Því miður fengust lítil svör við þeirri spurningu og enn situr maður eftir með spurningarmerkið fyrir augunum.

En, eins og fram kemur hjá þér, þá vill Guðmundur engann styggja og vera vinur allra. Hann bennti réttilega á að aldrei hafi því verið lofað að ekki yrði hægt að vinna með Sjálfstæðisflokk, fyrir kosningar, þó málflutningur flestra frambjóðenda væri á þann veg að ekki sæust beinlínis væntingar í þá átt frá þeim. Kannski hafði sú staðreynd að nokkur staðbundin félög BF hafa  þegar gengið til liðs við Sjálfstæðisflokk, áhrif á orðræðu hanns í morgun.

Það stakk kannski svolítið í eyru að heyra þennan geðþekka mann, sem ekki vill neinn styggja, engum vilja ógna og engann útiloka, segjast ekki vilja vinna með Framsóknarflokknum.  

Gunnar Heiðarsson, 10.6.2014 kl. 21:16

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sem sagt.: Kamelljón, eins og forverar sínir.

Halldór Egill Guðnason, 11.6.2014 kl. 00:01

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það var nú ekki Hermann heldur flokksbróðir hans Tryggvi Þórhallsson sem sagði þetta.

Vésteinn Valgarðsson, 11.6.2014 kl. 03:40

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Meginmarkmið BF er að trufla engan, hafa loðna stefnu og geta verið " memm " allsstaðar.   Getur gengið um tíma en varla til langframa ef kjósendur vilja hafa valkost um flokk með stefnu.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.6.2014 kl. 11:51

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það var Tryggvi Þórhallsson sem sagði að allt væri betra en íhaldið.

Vésteinn Valgarðsson, 11.6.2014 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 434
  • Sl. viku: 3846
  • Frá upphafi: 2428067

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 3557
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband