Leita í fréttum mbl.is

Heiðra skaltu skálkinn svo hann skaði þig ekki.

Dagur B. Eggertsson hefur undanfarin fjögur ár verið raunverulegur borgarstjóri á meðan leikarinn og sjónhverfingamaðurinn Jón sem kallar sig Gnarr hefur stjórnað uppákomum og almannatengslum á borgarstjóralaunum.

Dagur tók þá ákvörðun,  fyrst hann var rúinn trausti eins og aðrir helstu leikendur í borgarstjórn á kjörtímabilinu 2006 til 2010, að best væri að starfa í anda spakmælanna  "Heiðra skaltu skálkinn svo hann skaði þig ekki." og  "Sá vinnur sem kann að bíða."  Nú hefur Dagur fengið verðuga umbun æðruleysis og þýlyndis síns og er orðinn borgarstjóri bæði í orði og á borði.

Ástæða er til að óska Degi B. Eggertssyni til hamingju með að vera orðinn borgarstjóri í annað sinn og vonandi tekst betur til nú en í hið fyrra skiptið. 

Óneitanlega hefur Dagur sýnt stjórnvisku á þeim tíma sem liðinn er frá borgarstjórnarkosningunum í anda rómverskra yfirgangsmanna fyrir um 2000 árum í þýlendum sínum þegar þeir störfuðu eftir meginreglunni að  "Deila og drottna"  Dagur byrjaði á því að bjóða Pírötum og Vinstri grænum til meirihlutasamstarfs með sér og Bjartri Framtíð, sem þeir þáðu  með þökkum. Síðan bauð hann Sjálfstæðisflokknum dúsu sem að Sjálfstæðisflokkurinn þáði með þökkum, en með því tókst Degi að reka fleyg á milli stjórnarandstöðuflokkana í borgarstjórn.

Í ljós umræðu um lóð undir Mosku ákvað Dagur í samræmi við boðun spámannsins Múhammeðs að Samfylking, Björt framtíð, Píratar og VG væru í félagsskap útvaldra. Sjálfstæðisflokkurinn væri í Dhimmi stöðu þ.e. megi vera með, þó þeir njóti ekki nema takmarkaðra réttinda. Framsókn er hins vegar  með öllu útskúfað.

Vissulega er fólgin stjórnviska í að deila og drottna. En sú stefna gengur ekki upp nema skammsýnt fólk láti það yfir sig ganga og taki þátt í því.  Því miður féll Sjálfstæðisflokkurinn á fyrsta prófinu í nýrri borgarstjórn.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ótrúleg valdníðsla, sem ég hélt reyndar í einfeldni minni að væri ekki leyfileg. Verða kjósendur Framsóknarflokksins að una því að D.B.E. og hans nótar komi í veg fyrir að rödd þeirra fulltrúa heyrist í nefndum og ráðum borgarinnar? Ekki beint í anda lýðræðis.

Kjartan Sigurgeirsson, 16.6.2014 kl. 20:35

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott kvöld Jón. Þetta er góð færsla hjá þér.

Kveðja úr Stafneshverfi.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.6.2014 kl. 20:39

3 identicon

Sammála. Þetta er hneyksli, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Ég skil ekkert í borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins að hafa látið koma sér út í þessa vitleysu.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 22:08

4 identicon

Köld þoka læðist yfir borgina og má búast við að svo verð næstu 4 árin.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 22:37

5 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg sammála Kjartan. Ég sé ekki betur en það sé verið að neita ákveðnum hópi kjósenda að njóta eðlilegra lýðræðislegra réttinda og það er slæmt að Sjálfstæðiflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur skuli taka þátt í því.

Jón Magnússon, 17.6.2014 kl. 11:33

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Sigurbjörg.

Jón Magnússon, 17.6.2014 kl. 11:33

7 Smámynd: Jón Magnússon

Nei það skil ég ekki heldur Guðbjörg.

Jón Magnússon, 17.6.2014 kl. 11:33

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vona nú að hin hnattræna hlýnun vinni gegn því Valdimar.

Jón Magnússon, 17.6.2014 kl. 11:34

9 Smámynd: Svanur Guðmundsson

Það er nokkuð beitt af þér að segja að Sjálfstæðismenn í borgarstjórn séu í Dhimmi stöðu.  Þ, V, Æ, S eru þá andhverfan. 

Svanur Guðmundsson, 17.6.2014 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 275
  • Sl. sólarhring: 369
  • Sl. viku: 4491
  • Frá upphafi: 2450189

Annað

  • Innlit í dag: 250
  • Innlit sl. viku: 4179
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband