Leita í fréttum mbl.is

Mátturinn og dýrðin.

Obama Bandaríkjaforseti heldur að hann sé enþá alráður í heiminum eða "master of the universe".

Í gær tilkynnti Obama að Bandaríkjamenn ætluðu að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna baráttu aðskilnaðarsinna í Úkraínu og hvatti aðrar þjóðir til hins sama. Í sömu tilkynningu lét Obama hins vegar hjá líða að tilkynna um það hvenær hann ætlaði að senda 50 milljónir dollara til Íslamista til að herja í Sýrlandi sem er þó meiri ógn við heimsfriðinn en átökin í Úkraínu og meiri ógn við frjálsa og fullvalda þjóð en allar aðgerðir Rússa vegna aðskilnaðarsinna í Úkraínu.

Garmurinn hann Ketill, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands, sem dvalið hefur með klumbufótinn í Úkraínu frá því í vor lætur sér vel líka og telur hertar refsiaðgerðir eiga fullan rétt á sér.

Yfirlýsing Obama um hertar viðskiptaþvinganir og áskorun til heimsbyggðarinnar að fara að fordæmi Bandaríkjanna í því efni eru vægast sagt broslegar þegar það er skoðað að fyrir tveimur dögum undirrituðu BRIC þjóðirnar svokölluðu þ.e. Brasilía, Rússland, Indland og Kína sérstakan vináttu og viðskiptasamning sín á milli sem felur í sér betri kjör og áheit um meiri og öflugri viðskipti milli þessara landa. Lætur nærri að íbúar þessara þjóða séu nærri helmingi jarðarbúa.

Fyrir okkur vini Bandaríkjanna er dapurlegt að horfa upp á að forseti Bandaríkjanna geri sig hlægilegan með þessu og öðru. Nú styttist í að síðara kjörtímabili Obama ljúki. Hann gæti e.t.v. náð því að komast úr einu neðsta sætinu um lélega forseta Bandaríkjanna ef hann einbeitti sér nú að því að leysa deilu Ísraelsmanna og Palestínumanna og lokað haturs fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu í stað þess að skipta sér af málum sem hann hvorki skilur né ræður við.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Obama leysir ekki neitt, hann er vindbelgur og spreðabassi.

Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2014 kl. 03:41

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"So much power, but so little brain´s what to do with it", var einhvern tíma sagt um Bandaríkjamenn. Sennilega sjaldan átt eins vel við og um þessar mundir, því miður.

Halldór Egill Guðnason, 18.7.2014 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 549
  • Sl. sólarhring: 1373
  • Sl. viku: 5691
  • Frá upphafi: 2470075

Annað

  • Innlit í dag: 512
  • Innlit sl. viku: 5220
  • Gestir í dag: 507
  • IP-tölur í dag: 493

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband