Leita í fréttum mbl.is

Vín í hvaða búðir?

Enn einu sinni er deilt um hvort að selja eigi vín í matvörubúðum eða ekki. Rök þeirra sem segja að slíkt muni auka drykkja voru gild fyrir nokkru síðan en halda tæpast lengur. Ástæðan er sú að vín er til sölu í mörgum stórmörkuðum iðulega við hliðina á matvörubúðinni. Auk þess er vín venjulega til sölu á kaffistöðum og í greiðasölum meðfram þjóðvegi 1 og víðar. Aðgengi að áfengi er því nánast ótakmarkað.

Úr því sem komið er yrði því engin héraðsbrestur þó áfengi yrði selt í matvörubúðum, þó mér finnist það í sjálfu sér ekki æskilegt.

Meðan fólk deilir um hvort selja eigi áfengi í matvörubúðum eða ekki, þá er horft framhjá því að vínbúðirnar eru opinber fyrirtæki með opinberu starfsfólki. Ríkisstarfsmenn sem vinna við að afgreiða áfengi og eru í BSRB en ekki VR. Er einhver glóra í því að ríkið sé að reka þessar verslanir.

Af hverju má ekki draga úr ríkisumsvifum með því að selja vínbúðirnar til einstaklinga sem mundu þá reka þær eins og hvert annað fyrirtæki með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.   Ég hef aldrei skilið af hverju það þurfi ríkisstarfsmenn til að afgreiða áfengi í sérverslunum með áfengi. Á sama tíma eru unglingar að ganga um beina og selja vín á veitingastöðum. Af hverju eru þeir ekki í BSRB. Þarf ríkisstarfsmann til að selja rauðvínsflösku út úr vínbúð en venjulegt verslunarfólk til að selja rauðvínsflöskuna á vetingastað.

Vilji einhver reyna að rökfæra það að eðlilegt sé að ríkið reki sérverslanir með áfengi þá má með sama hætti rökfæra að ríkið eigi að sjá um alla sölu og dreifingu áfengis hvort sem er í verslunum eða vegasjoppum.

Nú skora ég á Vilhjálm Árnason hinn vaska unga þingmann Sjálfstæðisflokksins sem ætlar að flytja frumvarp um að áfengi verði selt í matvöruverslunum, að fylgja stefnu flokks síns um að draga úr ríkisumsvifum og flytji í kjölfarið frumvarp um að opinberu vínbúðirnar verði einkavæddar strax.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hræðist að verðið hækki - smásöluálgning ÁTVR er jú bara um 10% með annarsstaðar eru hún minnst 40%.

Vörutegundum fækki - það er ekki allt fáanlegt á Íslandi stóru keðjurnar ákveða hvað er í boði - dæmi Findus barnagrautur sem aldrei hefur verið á boðstólum a Íslandi, góður þýzkur grænmetissafi sem ég drakk talsvert af en bara hvarf og eitthvað danskt óæti í fernum kom í staðinn.

Grímur (IP-tala skráð) 20.7.2014 kl. 07:19

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er þetta ekki bara kjarni málsins:

Úr þínu bloggi:

"Úr því sem komið er yrði því engin héraðsbrestur þó áfengi yrði selt í matvörubúðum, þó mér finnist það í sjálfu sér EKKI ÆSKILEGT".

Hvers vegna þá að stíga skrefið að aunku aðgengi?

Jón Þórhallsson, 20.7.2014 kl. 10:21

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ef verð á áfengi hækkar þá leiðir það til minni neyslu.  Miðað við reynslu t.d. í Bretlandi og Danmörku þá virðist frekar því miður að verð á ýmsu léttvíni hafi lækkað en ekki hækkað.

Jón Magnússon, 20.7.2014 kl. 14:04

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er margt sem mér finnst ekki æskilegt sem viðgengst í þjóðfélaginu sem ég vil ekki banna af því að það mundi leiða af sér meiri vandamál. Reykingar eru t.d. eitt dæmi. Mér finnast þær óæskilegar en vil ekki banna þær. Spil í spilakössum finnst mér óæskilegt en vil ekki banna. Ég vil að einstaklingurinn taki ábyrgð á sjálfum sér en við reynum ekki að setja þjóðfélagið í spennitreyju hafta og banna á grunvelli einræðis meirihlutans.

Jón Magnússon, 20.7.2014 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 294
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 4115
  • Frá upphafi: 2427915

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 3806
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband