Leita í fréttum mbl.is

Stríð og friður í Palestínu

Ítrekað hefur verið reynt að ná viðunandi samkomulagi í deilum Ísraelsmanna annars vegar og Palestínu-Araba, Líbana og Sýrlendinga hins vegar. Í friðarviðræðum sem Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseti stóð fyrir nokkru áður en hann lét af embætti munaði sárgrætilega litlu að varanlegir samningar næðust.

Öfgafólk á alla bóga hafa ítrekað afrekað að koma í veg fyrir að leið friðarins yrði valin í stað áframhaldandi ófriðar milli Palestínu-Araba og Ísrael.

Það er andstætt hugmyndum lýðræðissinna og einstaklingshyggjufólks að ákveðinn hópur eða þjóð undiroki aðra. Við sem þannig hugsum getum því ekki samþykkt að Írael haldi áfram að halda stórum hópum fólks í herkví, undiroki það og haldi því í gíslingu. 

Á sama tíma hafa Hamas liðar það á stefnuskrá sinni að drepa hvern einasta Gyðing. Ekki bara Gyðinga sem búa í Ísrael heldur alla. Heimurinn hefur um áratugaskeð fordæmt kynþáttahyggju og útrýmingabúðir Adolfs Hitlers og þýsku nasistana. Hamas liðar hafa á stefnuskrá sinni að ganga enn lengra, en heimurinn fordæmir það ekki með sama hætti og framferði þýsku nasistana. E.t.v. vegna þess að þýsku nasistanarnir komu illvirkjum sínum í framkvæmd.

Hvernig mundi ástandið vera ef Hamas liðar hefðu mátt til að framkvæma það sem þeir boða og hlutverkum væri snúið við þannig að þeir byggju yfir hernaðarmætti, en Gyðingar væru innikróaðir?

Ísraelsmenn réðu Gasa svæðinu fram á þessa öld. Þeir yfirgáfu svæðið og Palestínumenn tóku við stjórn þess. Stjórnendur í Ísrael þurftu að flytja meir en tíuþúsund svonefnda landnema Gyðinga nauðuga í burtu frá Gasa af þessu tilefni. Nokkru síðar fór sprengjum að rigna yfir Ísrael frá Hamas liðum. Ítrekað hafa Ísraelsmenn svarað þessum linnulausu árásum Hamas og heimurinn hefur fordæmt þá en gleymt að gera kröfur til að Hamas láti af  flugskeytaárásum, sjálfsvígssprengingum og fleiri illvirkjum. Samið hefur verið um vopnahlé en sprengjur frá Hamas rignir samt áfram yfir Ísrael

Vænir vestrænir stjórnmálamenn sögðu í framhaldi af því að Ísraelsmenn svöruðu þessum árásum Hamas að þeir ættu rétt á að verja sig en þetta væri allt of mikið. En hvað þýðir það að Ísraelsmenn hafi rétt til að verja sig fyrir hryðjuverkaárásum? Mega þeir beita lofthernaði? Mega þeir fara inn með her og leggja undir sig svæðið á ný? Mega þeir senda drápssveitir til að drepa foringja Hamas? Ef svarið við þessum spurningum er ávallt nei þá liggur fyrir að frasinn um að Ísraelsmenn eigi rétt til sjálfsvarna eru innantóm orð.

Vilji góðviljað fólk um allan heim og ráðamenn þeirra ríkja sem hafa mest áhrif á deiluaðila í Palestínu leggja sín lóð á vogaskálina til að stuðla að friði þá er fyrsta skrefið að samið verði tafarlaust um vopnahlé sem allir aðilar virða.  Í framhaldi af því verður að koma á sjálfstæðu ríki Palestínumanna á Gasa og á svonefndum vesturbakka í Ísrael. Jafnframt verða báðir aðilar að lýsa yfir og virða tilverurétt hvors annars.

Á sínum tíma voru ítrekað framin hermdarverk af IRA liðum frá Írlandi í London og víðar. Breska ríkisstjórnin samdi um frið við IRA, en ekki fyrr en þeir höfðu samþykkt að láta af hryðjuverkaárásum. Deilan milli IRA og Breta virtist óleysanleg ekkert síður en ágreiningurinn nú í Palestínu. Samt sem áður var hægt að leysa þá deilu.

Það er líka hægt að leysa deiluna milli Ísrael og Palestínu-Araba með sama hætti á grundvelli sanngirni á forsendum hugmyndafræðinnar um jafnt gildi allra einstaklinga og rétt til mannréttinda og sjálfstjórnar.  Nú er e.t.v. betri möguleiki en nokkru sinni áður til að semja um slíkan frið og réttindi fólks vilji Ísrael,  Bandaríkin, Egyptaland, Jórdanía og Al Fatah samtökin og framsýnir forustumenn Palestínu-Araba leggja allt á sig til að ná slíkum friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eftir að hafa skoðað málið frá öllum hliðum undanfarið, trúi ég ekki á tveggja ríkja lausnina.Til þess eru ísraelsmenn búnir að koma sér of vel fyrir á vesturbakkanum.

Það eina, trúi ég, sem gæti virkað, er eitt Ísrael/Palestína. Eitt ríki þar sem allir eru jafnir fyrir lögum. Í dag gilda "venjuleg" lög um gyðinga, en herlög um araba. Það er óásættanlegt.

Því miður eru litlar líkur á að eitt ríki geti orðið til, því zionistar (ekki gyðingar almennt) trúa því að Guð hafi gefið þeim þetta land. Á meðan þær kreddur ráða, getur ekki orðið friður.

Það má margt slæmt segja um Hamas og ég er ekki að verja þau samtök, en þau eru afleiðing ástandsins, ekki orsök.

Villi Asgeirsson, 25.7.2014 kl. 09:46

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/756507/

Sigurbjörn Sveinsson, 25.7.2014 kl. 15:28

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Tragða Ísraela til að semja um frið var komin til löngu áður en Hamas samtökin voru stofnuð. Þeir hafa heldur engan áhuga á að semja um frið því fyrst ætla þair að ræna öllu landi Palestínumanna. Þeir eiga ekki mikið eftir í því efni.

Vandamálið er einmitt ólöglegt hernám Ísraela og stöðugt landarán þeirra í formi stöðugt fleiri og fleiri landránsbyggða um allan Vesturbakann. Þessar landránsbyggðir sínar vilja þeir ekki lát af hendi og þar stendur hnífurinn í kúnni.

Ísraelar hafa aldrei boðið neitt sem flokkast getur undir sanngjarna friðarsamninga. Það besta sem þeir hafa nokkru sinni boðið getur í besta falli flokkast undir niðurlægjandi uppgjafarskilmál gagnvart Palestínumönnum. Þeir vildu ekki einu sinni skila öllu því landi sem þeir hernámi árið 1967 sem er þó aðeins helmingur þess lands sem þeir hafa ólöglega hernumið. Hinn hlutan hernámu þeir á árunum 1948 og 1949.

Þeirra tilboð snerist um að skila aftur Gasa og 95% hernámssvæðisins á Vesturbakkanum. Þessi 5% sem þeir ætluðu að halda eftir voru landránsbggðir þeirra og leiðirnar að þeim sem hefðu skorið ríki Palestínumanna þvers og kruss þannig að útilokað hefði verið að vera þar emð starfhæft ríki. Það tilboð gerði líka ráð fyrir að Ísraelar héldu öllum þeim stöðum sem deilt er um í Austur Jerúsalem. Og að lokum gerði tilboðið ekki ráð fyrir því að palestínskir flóttamenn erlendis fengj að snúa aftur til fyrri heimkina þrátt fyrir skýlausan rétt þeirra til þess samkvæmt bæði alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjoðanna.

Það er því frekja og yfirgangur Ísraela sem fyrst og fremst stendur í vegi friðar. Það eru þeir sem hafa verið gerendurnir í felstum ofbeldisverkum á þessum slóðum alla tíð. Það eru þeir sem eru hernámsliðið en Palestínumenn eru að berjast fyrir frelsi sínu og því að fá land sitt aftur. Það eru Ísraelar sem eru Þjóðverjar Miðaustulanda svo tekin sé samlíking við Evrópu síðari heimstyrjaldar.

Sigurður M Grétarsson, 25.7.2014 kl. 17:02

4 identicon

Með því að viðurkenna ekki Palestínu jafnhliða Ísraelsríki var ísraelsmönnum í raun gefið frítt spil til frekari landvinninga og útrýmingar á palestínumönnum.

The declared State of Palestine has received diplomatic recognition from 134 states.[34] The proclaimed state has NO agreed territorial borders.

S.Þ. bera upphaflega og alfarið ábyrgð á þessu ástandi sem fer sífellt versnandi.

United Nations Security Council resolution 446, adopted on 22 March 1979

"that the policy and practices of Israel in establishing settlements in the Palestinian and other Arab territories occupied since 1967 have no legal validity and constitute a serious obstruction to achieving a comprehensive, just and lasting peace in the Middle East"

Aðgerðalaus S.Þ. og vesturlönd eru líklega því miður að falla á tíma um ástandið í mið-austurlöndum, ný bylgja haturs gagnvart vesturlöndum mun rísa innan skamms.

L.T.D. (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 297
  • Sl. sólarhring: 695
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2427918

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3809
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband