Leita í fréttum mbl.is

Svefngengill í forsetastóli

Heimspekingurinn George Santayana sagði "Americans don´t solve problems they leave them behind"  (Bandaríkamenn leysa ekki vandamál þeir skilja þau eftir). Í sjálfu sér er þetta vel sagt, en staðhæfing er röng skoðuð í ljósi sögunnar. Hún á þó meiri rétt á sér á síðustu árum en áður.  Vitnað er í þessa staðhæfingu í góðri grein sem Matt Lewis skrifar í Daily Telegraph í dag undir heitinu "Obama sleepwalks into history".

Í greininni er vikið að því að á unanförnum dögum hafi:  A. Malasískri farþegaflugvél var grandað yfir Úkraínu  B. Þúsundir verið drepnar á Gasa svæðinu. C. Kristið fólk hrakið frá Mósul þar sem það hefur búið í meir en 2000 ár og hryðjuverkasamtökin ISIS sæki fram. D. Gríðarlegt flóttamannavandamál og mannlegir harmleikir séu á landamærum Bandaríkjanna við Mexícó, þar sem ungt fólk streymir að frá Mið- og Suður-Ameríku.

Meðan þessu hefur farið fram  þá hefur Obama:  A. Spilað golf  B. Staðið að fjársöfnunum fyrir Demókrata C. Borðað á grillstað í Texas og hamborgarabúllu í Delaware.

Obama ætti að læra eitthvað af fyrirrennara sínum er sagt og eyða minni tíma í að spila golf, en George W.Bush jr. sem sagði eitt sinn eftir hryðjuverkin 11. september " Ég skora á allar þjóðir að gera það sem í þeirra valdi stendur til að stoppa þessa hryðjuverkamenn. Þakka ykkur fyrir".  Hafið síðan golfkylfuna á loft og sagt. "Jæja takið eftir þessu höggi."

Greininni lýkur  síðan " Ef Neró lék á fiðlu meðan Róm brann, þá er Obama í matarboðum, að spila golf og safna peningum í pólitíska sjóði á meðan heimurinn hrynur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið búsettur á vinstri ströndinni í hartnær 30 ár og því ágætlega kunnugur hérna megin við Atlantshafið. Þegar Obama bauð sinn fram fyrsta sinni voru þónokkrir sem leyfðu sér að spyrja hvaða hæfileika og reynslu hann hafði í þetta starf sem að ósekju má kalla eitt hið mikilvægasta í heimi. Fyrir það vorum við upp nefndir rasistar.

Fjölmiðlar hafa algerlega brugðist skyldu sinni og fór hann í gegn um framboðs ferlið án nokkurrar rannsóknar eða athugunar. Og enn eru fjölmiðlar hér ytra flestir við sama heygarðshornið.

Heimurinn hefur oft óskað eftir því að BNA hafi sig minna í frammi, og það hefur Obama svo sennilega efnt. Nú er bara að sjá hvað setur og hversu lengi þessi bál koma til með að brenna þvi nógir eru brennuvargarnir.

Erlendur (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 20:15

2 identicon

“divide and rule strategy”?

L.T.D. (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 708
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband