Leita í fréttum mbl.is

Pólitískt nýmál.

Við sem erum fædd um og fyrir miðja síðustu öld eigum stundum erfitt með að átta okkur á að orð sem hafa verið okkur töm eins og öðrum af okkar kynslóð flokkast nú sem dónaleg, óviðurkvæmleg, særandi og jafnvel niðurlægjandi.

Nokkrir hafa farið hamförum yfir því að ritstjóri Morgunblaðsins skuli ekki hafa tileinkað sér pólitískt nýmál og sagt múlatti um mann sem á svartan fyrirgefið litaðan nei fyrirgefið aftur negra ó nei, nei  nú sagði ég eitthvað ljótt og meiðandi. Alla vega var verið að tala um Obama sem á föður fæddan í Afríku og er ekki með sama litarhátt og móðir hans sem hefði verið hægt að segja fyrir 20 árum að væri WASP, en Guð veit hvort það er réttlætanlegt í dag. Leyfir pólitískt nýmál að tala um hvítt fólk eða á að segja eitthvað annað. Má e.t.v. ekki tala um litarhátt lengur?

Tíu litlir negrastrákar gengur alls ekki lengur. Ég er búinn að stinga þeirri bók efst úti í horni á barnabókaskápnum svo barnabörnin rekist ekki á þetta subbulega heiti og fari að bulla einhverja vitleysu. 

Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell um alræðisríkið þar sem tekið var upp pólitískt nýmál og þar segir: "Ætlunin var að þegar Nýmál hefði verið tekið upp og Gamalmál gleymt að þá væru trúvillukenningar óhugsanlegar alla vega að því leyti sem orð tækju til þeirra."

Á grundvelli pólítísks nýmáls má ekki segja neitt ljótt og mynd Clint Eastwood sem hét á sínum tíma "The good, the bad and the ugly."  Heitir í dag "The good, the client of the correctional system and the cosmetically different."

Nú er engin leiðinlegur heldur öðruvísi áhugaverður. Feitabolla er ekki lengur til heldur maður með annað vaxtarlag. Harmur mikill verður síðan kveðinn að hagfræðinni því nú má ekki segja lengur að maður sé fátækur heldur hagrænt fórnarlamb.  Spurning hvað við fáum lengi að halda órökræna nýyrðinu áfallastreituröskun sem fellur  þó einkar vel að ruglhyggju pólitíks réttmáls.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er semsé allt í lagi að tala um júða (eins og séra Hallgrímur) ?

Jón (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 08:35

2 identicon

Ástæðan til þess að bókin "Tíu litlir negrastrákar" er ekki talin börnum bjóðandi lengur, er ekki fyrst og fremst n-orðið, heldur að í henni er illkvittinn rasískur húmor, og í henni, eins og í "Litla svarta Sambó", er dregin upp niðurlægjandi staðalímynd af blökkumönnum. Ekki vildi móðir mín heitin fá svona bækur inn á sitt heimili, og væri hún þó orðin meira en 100 ára nú. Það er misskilningur að meðvitund um og gegn rasisma sé alveg splunkuný hér á landi. Enda verða femínistar sem eru samkvæmir eigin prinsípum, eins og hún var, að vera líka andvígir neikvæðum staðalímyndum um kynþætti, og mismunun á slíkum grundvelli.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 12:49

3 Smámynd: Jón Magnússon

Fólk verður að fá að ráða því hvaða orðfæri það notar og nú sem fyrr þá dæma aðrir hvort það er viðeigandi.

Jón Magnússon, 29.7.2014 kl. 13:53

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki minnist ég þess Ingibjörg að ég hafi fengið einhverja staðalímynd í hugann af lestri 10 lítilla negrastráka eða svarta sambó.  Ég vorkenndi þeim og fann til samkenndar svo langt sem ég man. Ég held að það sé rangt að börn byggi upp fullorðinslegar staðalímyndir af ævintýrum.

Jón Magnússon, 29.7.2014 kl. 13:55

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta er ömurlegt!

Það er búið að TAKA FRÁ OKKUR orð eins og fáviti, negri, aumingi, kynvillingur og júði.

Nú á að taka orðið múlatti líka!!

Bráðum verða engin orð eftir!!!!

Skeggi Skaftason, 29.7.2014 kl. 14:11

6 identicon

Því fer fjarri að ég ætli að gera lítið úr fólki af erlendum uppruna eða af öðrum kynþætti. En hver ákvað hvað væri rétt og hvað ekki á síðunni wikipedia.is. Samkvæmt wikipedia.com þá er orðið "mulatto" ekki talið vera við hæfi í enskumælandi löndum en á málsvæði spænskumælandi þá telst það ekki niðrandi. Nú er töluverður fjöldi íbúa í mið-ameríku og karíba-svæðinu af blönduðum kynþætti og þeir virðast ekki taka þetta sérstakleg nærri sér.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 547
  • Sl. sólarhring: 1372
  • Sl. viku: 5689
  • Frá upphafi: 2470073

Annað

  • Innlit í dag: 510
  • Innlit sl. viku: 5218
  • Gestir í dag: 505
  • IP-tölur í dag: 491

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband