Leita í fréttum mbl.is

Það er svo auðvelt að líta undan

Þessa daganna er verið að fremja svívirðileg hryðju- og níðingsverk á minnihlutahópum og fleirum í Írak. ISIS samtökin ráðast m.a. á kristið fólk, jasida og shia múslima allt vegna trúarskoðana.

Þúsundir eru innikróaðir á flótta undan glæpamönnunum. ISIS liðar hafa þegar framið fjöldamorð á kristnum, jasídum og shia múslimum og nauðgað og selt kristnar konur í ánauð og stolið öllu.

Hver eru viðbrögð hins svonefnda frjálsa heims? Dögum saman sat Obama Bandaríkjaforseti aðgerðarlaus og það gerði Cameron, Merkel, Hollande og aðrir Evrópuleiðtogar einnig. Svo var farið í takmarkaðar aðgerðir með hangandi hendi. 

Skortur á viðbrögðum hins svokallað frjálsa heims við verstu mannréttindabrotum, þjóðar- og fjöldamorðum á þessari öld eru okkur öllum til skammar.

Í göngu samkynhneigðra síðustu helgi, mannréttindagöngu eins og það heitir, var ekki minnst á þessa svívirðu og hefði þó sumum átt að renna blóðið til skyldunar því að dauðarefsing er lögð við samkynhneigð af hálfu ISIS liða.

Ekkert heyrist frá biskupnum yfir Íslandi eða öðrum prelátum værukæru þjóðkirkjunar.  Kemur þeim þetta ekki við? Íslenskir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn segja ekkert. Ekki er boðaður fundur í utanríkismálanefnd Alþingis til að fordæma hryðjuverkin og kalla eftir aðgerðir eins og í mörgum öðrum minni háttar málum. Þetta mál er greinilega svo minni háttar að það er ekki einnar messu virði hvorki meðal andlegra né veraldlegra leiðtoga þjóðarinnar.

Kristnir Írakar voru nokkrar milljónir þegar Bandaríkjamenn hófu herhlaup sitt inn í Írak. Þeim hefur flestum verið útrýmt eða þeir flúið land.  Þetta hefur í engu raskað værukæru makráðu þjóðkirkjunni hér á landi. En biskupinn yfir Íslandi leggur lykkju á leið sína til að hafa skoðun á og fordæma ýmislegt annað sem skiptir kristni þó litlu eða engumáli. Í þessu máli ríkir þögn. Grafarþögn. 

Þessi afstaða minnir á það sem gerðist í Þýskalandi upp úr 1930. Þá lánuðu þýskir bankastjórar af Gyðingaættum stjórnmálamanni að nafni Adolf Hitler og flokki hans verulegar fjárhæðir í þeirri von að Adolf og níðingar hans létu þá og fjölskyldur þeirra í friði skítt með það hvað yrði um hina trúbræður þeirra.  Þessir sömu bankastjórar lentu síðar í bræðsluofnum útrýmingabúða nasista ef þeim tókst ekki að flýja land.

Sagan kennir okkur hvað ber að varast. Lærdómurinn er sá að standa alltaf af öllu afli gegn öfgahópum og hvika hvergi í baráttunni gegn þeim sem brjóta grundvallarmannréttindi.

Það verður eftir því tekið ágætu stjórnmálamenn og kirkjunar þjónar hvort og hvernig þið látið í ykkur heyra í þessum málum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt sem þarf til að illskan nái yfirhöndinni er að góðir menn sitja hjá.

Magnus Magnusson (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 09:14

2 identicon

Sá viðtal við Steven Seagal í gærkveldi og hann sagði að eini leiðtoginn á jarðríki í dag, sem ekki er með ákvörðunarfælni, sé Pútin og jafnframt að það hafa allir rétt til að lifa frjálsir á þessari jörð og þessvegna á að drepa alla terrorista, hvar sem til þeirra næst.

Ákvörðunarfælni leiðtogana er óttinn við viðbrögð almennings.

Það er rétt sem Seagal segir og það á að láta Pútin stýra aðgerðunum gegn terroristunum. Ég skal vera fyrstur að taka í gikkinn, saði Seagal.

Obama og NATO bíta í skjaldarendur gagnvart Pútin og Úkraníu, af því menn vita að hann hefur vit á að svar þeim ekki. Minnir á kjölturakka sígeltandi í kringum björn, en er fljótur að hlaup, þegar bangsi rís á afturfæturnar. Það væri nær að snúa sér að terrorristum, en að vera með viðskiptabann, sem kemur gjaldþrota Ameríku fullkomlega í skítinn og Evrópuþjóðum í enn meira eymdarástand en verið hefur.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 2
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 1476
  • Frá upphafi: 2488162

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1352
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband