Leita í fréttum mbl.is

Leiđrétting og mótmćli

Á sama tíma og ríkisstjórnin kynnir langţráđa leiđréttingu á stökkbreyttum höfuđstólum verđtryggđra lána er bođađ til mótmćlafundar á Austurvelli til ađ mótmćla einhverju.

Leiđrétting höfuđstólanna sem hćkkuđu svo mikiđ í efnahagslegum ólgusjó banka- og gengishruns á árunum 2008 og 2009 var sjálfsögđ, en hefđi veriđ einfaldari og deilst međ réttlátari hćtti hefđu stjórnendur ţessa lands samţykkt ađ taka verđtrygginguna úr sambandi strax viđ bankahruniđ eins og ég lagđi til eđa ţá fljótlega á eftir.

En betra er seint en aldrei. Ríkisstjórnin er nú ađ framkvćma ţađ sem lofađ var fyrir kosningar og er ađ ţví leyti ólík ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur, sem lofađi og sveik.

Einhverjir munu gagnrýna ţessa millifćrslu fjármuna, sem međ einum eđa öđrum hćtti kemur frá skattgreiđendum hvađ sem hver segir. En ţeir hinir sömu hefđu ţá frekar átt ađ gagnrýna ţađ ţegar ríkiđ tók á sig hundrađa milljarđa skuldbindingar međ ţví ađ ábyrgjast allar innistćđur á innistćđureikningum í bönkum langt umfram skyldu.

Hefđi skuldaleiđréttingin ekki veriđ gerđ á óréttlátum ímynduđum virđisauka verđtryggingarinnar, en bara borgađ fyrir ţá sem áttu, en ţeir sem skulda látnir liggja óbćttir hjá garđi ţá yrđum viđ áfram ţjóđfélag sem ekki gćtti neins réttlćtis.

Međ ađgerđum ríkisstjórnarinnar er stađfest algjör skömm og svik ţeirra Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingríms J. Sigfússonar og skjaldborgar ţeirra um skuldsett heimili.

Í stađ ţess ađ fagna ţví jákvćđa sem ríkisstjórnin er ađ gera, ţá finnst sporgöngufólki Samfylkingar og Vinstri grćnna rétt ađ mótmćla viđ Alţingishúsiđ, jafnvel ţví sem Alţingi kemur ekkert viđ og hefur ekkert međ ađ gera. 

Lánleysi mótmćlandanna sem koma saman til ađ mótmćla einhverju af ţví bara er í besta falli grátbrosleg viđ ţessar ađstćđur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Kastljós kvöldsins var vćgast sagt sorglegt, ţar sátu hvor á móti öđrum Sigmar spyrill og Sigmundur Davíđ ađ munnhöggvast um hlut sem hvorugur virtist hafa hiđ minnsta vit á, ţ.e. greiđslujöfnunarreikninga.  Á tali Sigmundar virtist ţađ vera ađ kasta peningum út um gluggann ađ greiđa fyrst inn á greiđslujöfnunarreikninga ţví ţeir séu ekki til ţess gerđir ađ greiđa af ţeim og forsćtisráđherrann virtist ekki vita neitt meira um fyrirbrigđiđ. 

En skemmst er frá ţví ađ segja ađ Greiđslujöfnun á verđtryggđar skuldir er ekki neitt sem Á.P.Á. fann upp og ekki heldur Jóhanna. Greiđslujöfnun var fyrst sett á verđtryggđar skuldir í byrjun níunda áratugs síđustu aldar ţegar mismunur var hvađ mestur í ţróun Lánskjaravísitölu og Launavísitölu. Í sem stystu máli virkar ţetta ţannig ađ ef hćkkun Lánskjaravísitölu er meiri en hćkkun Launavísitölu safnast mismunur á svokölluđu greiđslumarki og hćkkun höfuđstóls á greiđslujöfnunarreikning. Ţegar hallinn er á hinn veginn snýst ţetta viđ og mismunur lćkkar greiđslujöfnunarreikning, sem er allan tímann vaxtareiknađur og verđbćttur eins og ađrir hlutar lánsins, ţannig ađ greiđsla inn á jöfnunarreikningi minnkar í raun höfuđstól lánsins eins og greitt sé beint inn á hann.

Ég held ađ nánast allir greiđslujöfnunarreikningar sem stofnuđust á níunda áratugnum hafi tćmst áđur en lánstímanum lauk eđa mjög fljótlega eftir lok umsamins lánstíma.  Ţađ er alls ekkert lögmál ađ Lánskjaravísitala hćkki meira en Launavísitala, yfirleitt eru ţćr mjög nálćgt pari og mér segir svo hugur um ađ ef ţróun vísitalna heldur áfram á ţann veg sem veriđ hefur ađ undanförnu verđi ekki langt ađ bíđa ţess ađ skuldarar fari ađ greiđa inn á greiđslujöfnunarreikninga sína.

En ţađ var augljóst ađ bćđi „Ísland í dag“ og Kastljós hömruđu á bullinu í stjórnarandstöđunni án ţess ađ nenna ađ kynna sér málin, ţví spyr ég fyrir hvern eru eiginlega ţessir fréttaskýringaţćttir?  Ţađ er allavega ljóst ađ ţeir eru ekki til ađ leiđa sannleikann í ljós.

Kjartan Sigurgeirsson, 10.11.2014 kl. 20:49

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Kjartan.

Jón Magnússon, 11.11.2014 kl. 00:18

3 identicon

They are not giving anything they are returning what was stolen,but at the wrong time.Trying to create an angelic image but with priorities in wrong order.

Deane Júlían Scime (IP-tala skráđ) 11.11.2014 kl. 00:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annađ

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband