Leita í fréttum mbl.is

Hyskið á landsbyggðinni og útældi skíturinn á gólfinu

Rithöfundur sem ég held töluvert upp á talar í dag um hyskið á landsbyggðinni. Um daginn talaði skipuleggjandi mótmælafundar á Austurvelli um útældan skít á gólfi. Er svona orðfæri viðeigandi í umræðu siðaðs fólks?

Sýnir þetta ekki skort á að fólk gæti hófs í almennri umræðu og sýni hvort öðru tilhlhýðilega virðingu.

Fólkið á landsbyggðinni er ekki hyski heldur almennt gott fólk. Með sama hætti og það fólk sem býr í Reykjavík og foringi Framsóknarflokksins kallaði einu sinni "Grimsbýlýðinn" er líka almennt gott fólk. Að nota orðið hyski eða lýður er því orðanotkun sem lýsir hroka þess sem notar það og lítilsvirðingu gagnvart þeim sem hljóta þessar einkunnir.

Þegar stærstu viðskiptabankarnir urðu gjaldþrota árið 2008 varð þjóðin fyrir verulegu áfalli og þurfti að horfast í augu við að við vorum ekki með sérstök viðskiptagen sem gerðu okkur að "übermenschen"(ofurfólki) í viðskipta- og fjármálalífi eins og forseti lýðveldisins talaði iðulega um. Við vorum í besta falli fyrirhyggjulítið fólk í fjármálum.

Í framhaldi af því virðist eins og annað Hrun hafi orðið, sem birtist oft í illvígri umræðu, illmælgi gagnvart mönnum og málefnum þar sem stöðugt er verið að kenna einhverjum um það, sem ef til vill var, ef betur er að gáð ansi mörgum að kenna.

Það skiptir máli fyrir þjóðina til að komast áfram í tilverunni og skapa sér og afkomendum sínum betri tilveru og betri lífskjör að sýna hvort öðru virðingu og gaumgæfa hvað horfir til framfara.

Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja er orðtæki sem er alveg rétt. En það má hins vegar ekki láta fortíðina skyggja svo á framtíðina að hún verði ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ord í tíma tölud.

Halldór Egill Guðnason, 9.11.2014 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 52
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 4235
  • Frá upphafi: 2296025

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 3881
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband