13.11.2014 | 23:43
Ranglæti skammsýninnar
Við bankahrun var ákveðið að skattgreiðendur ábyrgðust allar innistæður Íslendinga í íslenskum bönum. Þá gerði VG og Samf ekki athugasemdir. Fulltrúar fjármagnsaflanna réðu sér lítt fyrir gleði. Ekki var talað um að það hefði mátt fara betur með skattfé eða eyða því í annað.
Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar segir að stökkbreytt verðtryggð lán einstaklinga almennt skuli leiðrétt að hluta, til að ná fram örlitlu réttlæti. Þá brá svo við að VG og Samfylkingin ákváðu að vera á móti réttlátri leiðréttingu og fengu til liðs við sig helstu fulltrúa fjármagnsaflanna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, Pétur Blöndal og Vilhjálm Bjarnason. Þeir Pétur og Vilhjálmur greiddu síðan atkvæði á móti eins og stjórnarandstaðan þrátt fyrir að hafa samþykkt þetta við stjórnarmyndun. Óneitanlega sérkennilegt bandalag sósíalistanna í VG og Samfylkingunni og fjármagnsfurstana.
Þegar meginhluti gengislána til einstaklinga reyndust ólögmæt þá fengu þeir sem þau tóku leiðréttingu. Talsmenn VG og Samfylkingarinnar lýstu ánægju með það. Afskriftir skulda fyirrtækja og rekstraraðila upp á hundruðir milljarða nutu líka velvilja fjármagnsfurstana, VG og Samfylkingarinnar.
Þá átti eftir að leiðrétta verðtryggð lán venjulegs fólks sem hafði ekki farið offari í fjárfestingum en tapað miklu vegna galinna verðtryggðra lánakjara og óráðssíu annarra.
Við umræðu um neyðarlögin 2008 og síðar benti ég ítrekað á það sem hlyti að gerast í kjölfar bankahruns og gengisfellingar væri: Í fyrsta lagi mundi þjóðarframleiðsla dagast saman með tilheyrandi tekjuskerðingu. Í öðru lagi yrði verðhrun á fasteignum. Í þriðja lagi mundu verðtryggð lán hækka þó engin væri virðisaukinn í þjóðfélaginu. Af þeim sökum vildi ég láta taka verðtrygginguna úr samabandi. Allt þetta gekk eftir en vegna skammsýni mallaði verðtryggingin áfram og át upp eignir venjulegs fólks. Það var óréttlátt. Ranglæti.
Venjuleg fasteign lækkaði við Hrun um 65% í Evrum, pundum eða dollurum talið, en verðtryggðu lánin hækkuðu verulega á sama tíma. Það er sú stökkbreyting sem verið er að litlum hluta að leiðrétta hjá venjulegu fólki.
Þessi leiðrétting er lágmarksleiðrétting og kostnaðurinn er þeim Jóhönnu Sigurðardóttur, Gylfa Arnbjörnssyni og öðru áhrifafólki að kenna sem stóð á móti því að verðtryggingin væri tekin úr sambandi á sínum tíma. Sá kostnaður sem ríkissjóður þarf að bera vegna þess að reynt er að ná fram skrefi í réttlætisátt er þeim að kenna sem neituðu að horfast í augu við staðreyndir við Hrun og gera raunhæfar ráðstafanir.
Þessar leiðréttingar kosta mikið fé en eru hluti sanngirnisbóta þar sem galið lánakerfi verðtryggingar fær að viðgangast á neytendalánum.
Mér er með öllu óskiljanlegt að þeir sem hæst gala um félagslegt réttlæti VG og Samf o.fl. skuli í þessu máli samsama sig með fjármagnsöflunum í landinu gegn fólkinu á sama tíma og foringjar þeirra sækja allir um að fá að vera með og njóta sanngirninnar sem þau eru samt á móti.
Þeir eru margir Hamletarnir í íslenskri pólitík þessa dagana.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 30
- Sl. sólarhring: 823
- Sl. viku: 5766
- Frá upphafi: 2472436
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 5251
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Pétur Blöndal var ekki á móti leiðréttingum og höfuðstólslækkunum, heldur á móti því að einnig þeir voru með eldri lán sem ekki sátu uppi með stökkbreytt húsnæðislán nytu líka góðs af. Þ.e. húseigendur sem ekki hefðu lent í neinum harðindum þegar kreppan skall á. Þess vegna greiddi hann atkvæði á móti.
Pétur D. (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 01:09
Hvað sem því liður Pétur D þá hefur Pétur Blöndal snúið við blaðinu núna og telur framkvæmdina góða og ég get ekki annað séð en að hann styðji þetta núna. Fott hjá honum.
Jón Magnússon, 14.11.2014 kl. 09:21
Þegar neyðarlögin voru sett með nauðsynlegu forgangshraði og ákveðið að sparifé fólks yrði tryggt, var því miður enginn tími til að skoða málið nema í sjónhendingu.
Mig grunar að flestir þingmenn hafi haft venjulegt sparifé og innistæður í huga.
Hvað verðtrygginguna snertir voru margir fletir á því máli, og skerðing hennar eins og þú lagðir til hefði sennilega verið ein skásta lausnin.
Ómar Ragnarsson, 14.11.2014 kl. 09:51
Hún var besta lausnin Ómar og var fær á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett en ekki löngu síðar. Það var rangt að tryggja allar innistæður. Það var líka rangt að tryggja ýmislegt annað sem var gert með vafasömum tilfærslum í kjölfar Hrunsins. Þingið var aldrei spurt um tyggingu á innistæðunum.
Verðtryggingin er eitur Ómar sem viðheldur galinni peningamálastjórn í landinu þar sem þeir ábyrgu tapa alltaf. Ef við getum ekki tryggt eðlilegt lánakerfi með krónunni verðum við að skipta um gjaldmiðil.
Jón Magnússon, 14.11.2014 kl. 13:09
Ég hef aldrei getað skilið hvers vegna gerður var greinarmunur á því hvar fólk geymdi sitt sparifé, þegar ákveðið var að tryggja innistæður landsmanna, haustið 2008.
Sumir áttu innistæður í bönkum og fengu þær tryggðar, aðrir og sennilge flestir, áttu innistæður í sinni fasteign, höfðu valiða að setja sitt sparifé frekar í fasteign en að geyma það á bankabók. Sú innistæða var ekki tryggð.
Aðgerðirnar nú er vissulega plástur á þann mismun, sem vissulega má þakka og gleðjast yfir. Þó vantar mikið uppá að eignarhluti fólks í þeirra fasteignum nái því að verða samur og fyrir hrun.
Gleðjumst yfir því að loks skuli þessi hópur fá smá leiðréttingu á sínum innistæðum, sínum sparnaði.
Gleðjumst yfir því að stjórnvöld hafi sýnt að þau hafa kjark til verka.
Gunnar Heiðarsson, 14.11.2014 kl. 14:57
Hvað er forsendubrestur?Hvenær er forsendubrestur?Ef fjármálastofnun veldur slíkum bresti á þá að leiðrétta það en ekki ef það er í boði ríkisvaldsins(eftir 1980).Hvað þarf til svo að aftur verði hrópað"Forsendubrestur"?Verður það hlutverk komandi kynslóða að borga lán annarra með sköttum sínum eins og nú er staðreynd?Það vakna ýmsar spurningar, Jón.
Hallgrímur Viktorsson (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 15:05
Ég held, Ómar, að þingheimur hafi nú ekki verið svo vitlaus að halda, að tryggja þyrfti innstæður upp í topp til að verja venjulegt sparifé og innistæður. Ég hef bent á það áður og get alveg endurtekið það hér. Ástæðan fyrir þessari víðtæku vernd innstæðna var líklegast innlán lífeyrissjóða, stéttarfélaga og ekki síst fyrirtækja. Innlán lífeyrissjóðanna í bankakerfinu námu minnst 50 ma.kr. (tala sem fyrrverandi formaður Landsamtaka lífeyrissjóða nefndi einhvern tímann), þegar maður skoðar svo reikninga stéttarfélaganna, þá eru milljarðar, ef ekki milljarðatugir á innlánsreikningum þeirra, sjúkrasjóða þeirra, orlofssjóða og hvað þessir sjóðir heita allir. Nú innstæður fyrirtækja var í raun meiri nauðsyn að verja en almennings (þó ekki muni miklu). Ástæðan er einföld. Þjóðfélagið hefði stöðvast á stundinni, ef fyrirtæki hefðu misst innlán sín.
Við eigum hins vegar ekki að agnúast út í það sem var gert vel, en skoða hvað hefði verið hægt að gera betur. Ef við drögum ekki lærdóm af því sem fór úrskeiðis, þá verðum við ekki viðbúin næst (sem vonandi verður ekki).
Marinó G. Njálsson, 14.11.2014 kl. 16:40
Líkt og svo oft áður er ég þér 100% sammála!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.11.2014 kl. 13:27
Já Guðbjörn ég hef ekki orðið var við annað en við værum það í flestum málum.
Jón Magnússon, 17.11.2014 kl. 16:04
Það er með ólíkindum að fullyrðingar um að þessi kostnaður sé Johönnu og Steiongrími að kenna af því að þau neituðu að taka vístiöluna úr sambandi komi frá Lögfræðingi. Lögfræðingar vita að meðan verðtrygging hefur ekki verið dæmd ólögleg þá er þessi vísitöluhækkun eignarréttarvarin eign lánveitaenda og það var því ekki hægt að taka vísitöluna úr sambandi vegna þess að slík aðgerð hefði aldrei staðist eignarréttarákvæði stjórnasrskrárinnar. Og það er líka lítilmannlegt að kenna slökkviliðinu um tjón í eldsvoða. Það eru brennuvargarnir sem eru akkrúrat þeir flokkar sem nú eru í ríksstjórn sem eiga þá sök og þá skömm skuldlaust.
Hvað varðar tryggingar innistæða þá báru skattgreiðendur ekki kostnað af því nema í tilfelli Sparisjóðs Keflavíkur sem fór svo kyrfilega á hausin vegna glæpsamlegrar hegðunar stórnar hans sem jafnaðist fyllilega á við hegðan þeirra sem stjónruðu viðskiptabönkunum. Síðan kom til allt of hátt verðmat á eignum hans sem lét líta svo út fyrir að hann ætti fyrir skuldum sem villti stjórnvöldum sýn. Hann var allan tíman ógjaldfær.En lylilatriðið er þó það að fyrir utan Sparisjóð Keflavíkur var ekki um að ræða útgjöld úr ríkissjóði sem hægt hefði verið að nota í annað.
Það sama á við um gengislánin. Þar sem kaup nýju bankanna á skuldabréfaöfnum gömlu gankanna voru háð ndurskoðunarákvæði þá lenti tapið af því að gengislánin voru dæmd ólöglega á þrotabúum gömlu bankanna en hvorki skattgreiðensum né nýju bönkunum.
En niðurgreiðsluaðgerðir núverandi stjórnvalda eru á kostnað skagreiðenda og þar með er val um að setja peningana í annað. Það að megin hluti 100 milljarða greiðslan úr ríkissjóð skuli fara til fólks með góðar tekjur og góða eiginfjárstöðu sem þar að auki er með sín húsnæðisviðskipti í hagnaði og varð því aldrei fyrir neinum forsdndubresti segir allt sem segja þarf um þessa glórulausu aðgerð.
Sigurður M Grétarsson, 17.11.2014 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.