Leita í fréttum mbl.is

Hver verður innanríkisráðherra?

Val á ráðherrum fer eftir mörgu öðru en getu einstakra þingmanna til að gegna viðkomandi ráðherraembætti. Í prófkjörsflokkunum ræður sú vinsældakosning vali á ráðherrum auk staðsetningu þingmanna eftir kjördæmum. Þá má ekki gleyma kynferði sem hefur oft úrslitaþýðingu.

Sjálfstæðisflokkurinn velur ráðherra í samræmi við ofangreindar viðmiðanir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir ætti því að koma fremst á grundvelli kynferðis. Ragnheiður er auk heldur með hæfustu stjórnmálamönnum landsins. Hún er hins vegar í vitlausu kjördæmi.

Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er í kjördæmi þar sem engin ráðherra er fyrir og hefur farsælan og flekklausan pólitískan feril. Auk þess er Einar K. Guðfinnsson meðal þeirra þingmanna sem rækja starf sitt af hvað mestum dugnaði og natni.

Reykjavíkurkjördæmi suður hefur nú engan ráðherra og þingmenn þess kjördæmis munu vafalaust telja að einn úr þeirra hópi ættí ríkasta tilkallið til ráðherraembættis. Þar yrðu a.m.k. tveir kallaðir og sá með lengri þingsetu yrði fyrir valinu. Þannig er það nú.

Sem betur fer á Sjálfstæðisflokkurinn góðu fólki á að skipa sem fellur inn í alla þessa flokka sem eru forsenda ráðherravals hversu gáfulegir eða vitlausir sem þeir eru.

Gamall baráttumaður í pólitík sagði mér einu sinni að þar sem hann og skoðanabræður hans áttu undir högg að sækja þá skipti höfuðmáli að velja alltaf þann hæfasta til forustustarfa. Horft hefði verið framhjá öllu öðru. Þeir náðu árangri. Sennilega yrði það farsælast fyrir þjóðfélagið ef sama viðmiðunun yrði látin ráða við ráðherraval og vikið yrði til hliðar ómálefnalegum sjónarmiðum eins og kjördæmum, vinsældakosningu og gerð líkamlegs vatnsgangs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikil eftirsjá af Hönn Birnu. Næsti ráðherra ætti að vera Ragnheiður Ríkharðsdóttir eða jafnvel nýr og vaxandi þingmaður Unna Brá Konráðsdóttir. Ef fara á í reynslubankann þá má ekki gleyma Guðlaugi Þór sem hefur bætt ráð sitt eða jafnvel Jóni sjálfum.

Magnus Magnusson (IP-tala skráð) 24.11.2014 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 265
  • Sl. sólarhring: 783
  • Sl. viku: 4086
  • Frá upphafi: 2427886

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 3782
  • Gestir í dag: 242
  • IP-tölur í dag: 234

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband