Leita í fréttum mbl.is

Eyðum

Við eigum meiri pening en við héldum sagði formaður fjárlaganefndar Alþingis. Þess vegna ætlum við að eyða þeim pening öllum saman í alls konar góð mál.

Góð mál eru ekki af skornum skammti og auðveldlega mætti eyða mun meiri pening í ámóta góð mál og þau sem fjárlaganefnd leggur nú til að bæta við ríkisútgjöldin.

Hvað skyldi stjórnarandstaðan segja við þessu? Hún lýsir ánægju með málið og finnst ekki nóg að gert heldur eigi að eyða meiri pening á kostnað skattgreiðenda.

Svo bregður nú við að full samstaða alþingismanna er um að eyða annarra fé þ.e. skattgreiðenda,  til viðbótar við það sem áður var lagt til, af því að greiðslustaðan er betri en haldið var.

Stjórnarandstaðan orðar það ekki nú að það væri viturlegra að greiða niður ríkisskuldir. Það er bara þegar leiðrétta á ranglæti verðtryggingar sem stjórnarandstöðunni finnst það við hæfi.

Af hverju dettur engum á þessari samkundu við Austurvöld í huga að spara, greiða upp skuldir eða lækka skatta finnst greiðslustaðan er betri en haldið var?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 271
  • Sl. sólarhring: 774
  • Sl. viku: 4092
  • Frá upphafi: 2427892

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 3788
  • Gestir í dag: 247
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband