Leita í fréttum mbl.is

Tilbúinn útúrsnúningur Hræðslubandalagsins.

Í Silfri Egils í dag vorum við báðir ég og Ágúst Ólafur Ágústsson. Í þættinum sagði Ágúst Ólafur að grundvöllur væri fyrir stjórnarsamstarfi Frjálslynda flokksins og Samfylkingarinnar. Í þættinum gerði hann ekki athugasemdir við minn málflutning en sagði að Frjálslyndi flokkurinn mætti ekki fara yfir línu sem hann taldi flokkinn ekki hafa farið yfir.

Hræðslubandalagið gegn Frjálslynda flokknum reynir hvað það getur til að afflytja hugsjónamál flokksins. Við viljum gjafakvótann burt. Við viljum að íslendingar ráði sjálfir landamærum sínum og hverjum þeir bjóða í heimsókn eða taka til sín. Við viljum afnema lánaokrið og verðtryggingu á útlánum. Við erum í andstöðu við okurflokkana og þau sérhagsmunaöfl sem vilja viðhalda okrinu á almenning í landinu. Þess vegna er Hræðslubandalag stóratvinnrekenda, kvótagreifa og vinstrirétttrúnaðarsinna svo mikið í nöp við okkur.

Samfylkinginn ræður ekki áherslum og stjórnmálastefnu Frjálslynda flokksins. Í öðru lagi þá hefur Frjálslyndi flokkurinn rekið sín mál með málefnalegum hætti fyrir hagsmuni íslensku þjóðarinnar og annarra sem hér búa. Í þriðja lagi á Frjálslyndi flokkurinn á meiri hugmyndafræðilega samleið með Samfylkingunni en Vinstri grænir eiga með Samfylkingunni. Í fjórða lagi eru stjórnendur Morgunblaðsins og ýmsir sérhagsmunaaðilar þeim tengdir að gera sitt ítrasta til að gera lítið úr og afflytja málflutning okkar Frjálslyndra. Það mun þeim ekki takast.  Við stöndum fyrir okkar málstað og þorum þegar aðrir þegja. 


mbl.is Telur skoðanir oddvita frjálslyndra ekki góðan grundvöll til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Nákvæmlega!!!

Magnús Þór Hafsteinsson, 25.3.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Einar Ben

Þið vitið hvernig þetta er strákar, óttinn (hræðslubandalagið) blindar, raunsæið hverfur og vitundin mengast. Við þetta byrjar hræðsluáróðurinn og margir snúast á sveif með hræðslubandalaginu einfaldlega vegna þess að flestir þora ekki að segja og standa við það sem þeir meina. Þið félagar, ÞORIÐ að segja hlutina eins og þeir eru, úti í þjóðfélaginu er haugur af fólki sem er sömu skoðunnar og við, en er hrætt við að láta hana uppi, einfaldlega af ótta við að vera dæmt rasistar.....

kv. af skaga.

Einar Ben, 25.3.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvernig dettur ykkur í hug að Frjálslyndiflokkurinn nái manni á þing aftur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.3.2007 kl. 17:46

4 identicon

Sælir piltar !

Heimir ! Með því, að menn eins og þú, hver hefir verið talsmaður hins óíslenzka Sjálfstæðisflokks vakni, já vakni til vitundar um, að fleirri búa meðal þjóðar okkar, en feitu kapítalízku burgeisarnir, hverjir af makræði og sjálfshyggju skara eld að sinni köku. Hugsjónum frumherjanna, Jóns Þorlákssonar og eftirmanna hans löngu kastað fyrir róða, en hinn sjálfumglaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, og hans nótar hafnir upp til skýjanna. Ja, svei attan, Heimir minn. Vona, að þú ígrundir þá framtíð, hverri þú vilt að afkomendur þínir, og frændgarður allur fái notið, hér úti á Íslandi. 

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 18:07

5 Smámynd: Hreinn Hreinsson

Það er nánast fyndið að lesa þennan pistil og ég segi bara: Ef þetta er upplifun þín af stöðu frjálslynda flokksin þá er ekki von á öðru en að fylgið haldi áfram að dala. Þið eruð bara ekki að fatta hvernig þið fælið fólk frá ykkur með þessum málflutningi. 

Sem er bara fínt því kynþáttahyggja á ekkert erindi inn í okkar samfélag.

Hreinn Hreinsson, 25.3.2007 kl. 18:46

6 identicon

Hreinn. Hvaðan hefur þú þær tölur að meirihluti nauðgara séu útlendingar? Hefur þú einhverja tilvísun í tölfræðilega úttekt á uppruna nauðgara á Íslandi?

Á hvern hátt er verið að kaffæra okkur?

Á hvern hátt eru kristin gildi betri en önnur gildi þannig að ástæða sé til að hindra frelsi fólks til búsetu til að varðveita þau?´

Á hvern hátt ógnar það kristnum gildum að kristnir íbúar frá Austur Evrópu setjist hér að?

Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 20:05

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jón þú varst mjög góður í Silfrinu.

Flestir sem ég hef heyrt í eru sammála um að þú hafir skorað mikið og komið út sem sigurvegari.  Varaformaðurinn , sem virkaði vankaður , hefur eflaust heyrt að þessu líka og  orðið spældur.

Sigurður Þórðarson, 25.3.2007 kl. 20:57

8 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það á ekki að taka Ágúst Ólaf alvarlega. Hann er nefninlega nýorðinn þrítugur  og af því tilefni sagði hann í blaðaviðtali að héðan í frá lægi leiðin bara niður á við og það ber ekki vott um skýra hugsun.

Þóra Guðmundsdóttir, 25.3.2007 kl. 21:59

9 identicon

Hvernig ætla Frjálslyndir að stjórna landamærunum?  Ætlið þið að segja upp EES samningnum?  Ég heyrði í þér í útvarpinu ekki alls fyrir löngu og þá vísaðir þú í bókun síðan samningurinn var samþykktur.  Hvaða bókun er þetta?

Ásthildur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 81
  • Sl. sólarhring: 161
  • Sl. viku: 5278
  • Frá upphafi: 2416299

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 4883
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband