Leita í fréttum mbl.is

Glćpamannavćđingin og traustiđ.

Fram til 6.október 2008 taldi ţorri ţjóđarinnar allt vera afsakanlegt, vćri hćgt ađ grćđa á ţví eđa ţeir sem röngu hlutina gerđu ćttu mikla fjármuni. Sú peningalega afsiđum sem átti sér stađ í nokkur ár fram ađ hruni var skelfileg.

Ţegar ţjóđin komst ađ ţví ađ hún var ekki rík, en hafđi í besta falli veriđ blekkt til ađ trúa ţví og ţeir sem höndluđu međ milljarđa, milljarđatugi og milljarđahundruđ ýmist áttu ekkert á yfirborđinu eđa höfđu klúđrađ málum međ ţeim hćtti ađ vogunarsjóđir ţeirra, bankar og önnur fjármálafyrirtćki fóru á hausinn hófst glćpamannavćđing ţjóđfélagsins.

Ţađ var eđlilegt ađ fólki yrđi brugđiđ og gleymdi á svipstundu peningalegri afsiđun sinni og leitađi ađ sökudólgum. Fremstir í för fóru tveir háskólakennarar ásamt Agli Helgasyni sem mćrđu síđan ţann sem tók viđ Fjármálaeftirlitinu sem forstjóri fyrir ađ henda ónýtum málum í haugum í hausinn á Sérstökum saksóknara. Báđir háskólakennararnir vörđu forstjórann síđan ţrátt fyrir ađ íljós hafi  komiđ ađ hann hafđi gerst sekur um afbrot sem hann hefur nú veriđ dćmdur til refsingar fyrir.

Egill Helgason einn helsti talsmađur glćpamannavćđingarinnar fékk fjölda fólks í viđtöl sem glćpamannavćddu stofnanir og fyrirtćki eđa íjuđu ađ ţví og nćgir í ţví sambandi ađ nefna Sigurbjörgu stjórnsýslufrćđing og Evu Joly, auk ýmissa minni spámanna sem gátu eftir hrun allan vanda leyst og töldu sig hafa séđ allt fyrir ţó engin hefđi orđiđ var viđ ţađ áđur.

Glćpamannavćđingin náđi til ţess ađ allt ađ 3% fullorđinna íslenskra karlmanna lá undir grun hjá Sérstökum saksóknara um árabil. En svo er nú komiđ ađ mest var ţađ á fölskum forsendum. Enn sem komiđ er hefur ekki veriđ sýnt fram á neinn glćp sem leiddi til bankahrunsins hvort sem okkur líkar betur eđa verr.

En hluti af glćpamannvćđingunni og sú stađreynd ađ hún var röng hefur leitt til mikils vantrausts ţjóđarinnar á stofnanir og stjórnmálamenn. Ţess vegna er mikilvćgt ađ vinna úr ţví til ađ eđilegt ţjóđfélag geti ţrifist á Íslandi

Ef til vill var ţađ óheppilegt vegna vantrausts ţjóđarinnar,  ađ leikendur í viđskiptalífi fyrir hrun skyldu veljast til helstu forustustarfa í íelenskri pólitík en ţá er ţeim mun nauđsynlegra ađ sýna fram á ađ ţeir hinir sömu séu traustsins verđir og góđir hagsmunagćslumenn almannahagsmuna.

Ţess vegna skiptir miklu fyrir ríkisstjórnina nú ađ kaupa ţau gögn um meint skattsvik íslendinga og fjármálaleg undanskot í gegn um erlend fjármálafyrirtćki, sem henni standa til bođa hratt og örugglega.

Til ađ viđ getum sem fyrst unniđ í eđlilegu ţjóđfélagi ţarf fólkiđ í landinu ađ ná ađ höndla aftur ţađ meginatriđi ađ hver mađur er saklaus ţangađ til sekt hans er sönnuđ og hćtta ađ glćpamannavćđa samfélagiđ ađ ósekju. Ráđamenn ţjóđarinnar hafa mikiđ verk ađ vinna og ţađ er ekki til auđveldunar ţessu mikilvćga atriđi ađ skipa ć ofan í ć ţá til verka í stjórnsýslunni sem voru međ báđar hendur í hunangskrukkunni fyrir hrun.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Sammála síduhöfundi um flest, en thó sér í lagi thad er vardar nálgun hins opinbera á gögnum um skattaskjól og hverjir áttu thar fé. Hvad svo sem thaer upplýsingar gefa vitneskju um, er naudsynlegt ad fá thaer í hendur hins opinbera til rannsóknar. Thad gaeti ordid sársaukafullt fyrir einhverja, en adalatridi málsins er ad komast til botns í thessu, ef kostur er, svo haegt sé ad byrja ad horfa fram á veginn á ný.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 12.2.2015 kl. 03:49

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ţađ finns tmér líka Halldór. Takk fyrir innleggiđ.

Jón Magnússon, 12.2.2015 kl. 11:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 499
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annađ

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband