16.2.2015 | 10:04
Gegn Guði
Eftir að Jón Ásgeir helsti skuggastjórnandi 365 miðla hf gerði mágkonu lögmanns síns að yfirstjórnanda miðilsins var það eitt fyrsta verkið að láta fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins hætta með laugardagspistla sem hann hafði skrifað um árabil. Þeir pistlar voru skrifaðir á vandaðri íslensku og fjölluðu jafnan um Evrópusambandið.
Í staðinn var Jón sem kallar sig Gnarr fenginn sem pistlahöfundur. Stílbrögð hans eru til muna einfaldari og fjalla um pistlahöfundinn sjálfan upplifanir hans og baráttu. Síðasti pistillinn sem hefði eins getað heitið "Barátta mín" fjallar um átök pistlahöfundar við Guðdóminn og þá niðurstöðu hans að Guð sé ekki til.
Raunar eru þessar hugleiðingar borgarstjórans fyrrverandi léleg eftiröpun á heimspeki Friedrich Nietsche sem sagði m.a. á næst síðustu öld: "Faðirinn í Guði hefur verið rækilega afsannaður" Niðurstaðan var síðan hin sama og hjá Jóni Gnarr að afneita allri tilvist æðri máttar af því að Guð væri dauður eða ekki til.
Þó pistlar ritstjórans fyrrverandi hafi á stundum verið einsleitir þar sem hann fjallaði nánast eingöngu um Evrópusambandið, þá er þar þó af meiru að taka og mun víðtækra, mikilvægaara og flóknara viðfangsefni en umfjöllun Jóns Gnarr um sjálfan sig.
Hætt er við að fljótlega þrjóti Jón Gnarr örendið ef hann ætlar eingöngu að einbeita sér að umfjöllun um þetta takmarkaða viðfangsefni,sjálfan sig og barátttu sína. Þó er dæmi þess að stjórnmálamaður fyrir miðja síðustu öld í Þýskalandi hafi um árabil haldið úti skrifum um sjálfan sig og baráttu sína og endað með því að gefa út bók um efnið, sem hét einmitt því merka nafni
"Barátta mín."
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjölmiðlar, Trúmál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 286
- Sl. sólarhring: 740
- Sl. viku: 4107
- Frá upphafi: 2427907
Annað
- Innlit í dag: 265
- Innlit sl. viku: 3801
- Gestir í dag: 258
- IP-tölur í dag: 247
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Það er hægt að skoða þetta út frá tveimur sjónarhornum:
1.Að sálarneisti GUÐS búi í okkur öllum og þess vegna sé GUÐ á lífi.
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1484453/
--------------------------------------
2.Kannski mætti segja að að "guð sé dauður" ef að staðgengill guðs (Biskupinn) sé óvirkur= Ef að hann stendur ekki lengur vörð um heilaga ritningu og fordæmir sambönd fólks af sama kyni eins og BIBLÍAN kveður á um:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1356315/
Jón Þórhallsson, 16.2.2015 kl. 10:28
Þess má geta að norski rithöfundurinn Knausgard gaf nýlega út sjálfsævisögulega skáldsagnaröð sem hann kallar Min Kamp.
Wilhelm Emilsson, 16.2.2015 kl. 10:29
Svo var það stjórnmálamaðurinn sem skrifaði pistilinn "Ísland fyrir íslendinga" fyrir nokkrum árum. Sumir myndu segja að hann hafi ekki efni á að kenna aðra við hugmyndafræðina sem hann vísar til í lokaorðum þessa pistils.
Matthías Ásgeirsson, 16.2.2015 kl. 10:33
Er þráhyggja þín gagnvart nafna þínum, Jón, ekki að nálgast hámark ? - Fer þetta ekki alveg að kallast gott ? - Þetta er að verða svolítið "aulahrollslegt" hjá þér, en hver og einn má að sjálfsögðu hafa sínar skoðanir. Mér finnst þú persónulega setja þig á ákveðinn stall sem þráhyggjumaður sem daðrar við einelti í skrifum þínum. - Það er hins vegar þitt mál að eiga við. - Persónulega sakna ég Þorsteins Pálssonar líka úr Fréttablaðinu en finnst hugleiðingar Jóns Gnarr alveg eiga rétt á sér og get alls ekki lesið það sama út úr hugleiðingum hans eins og þú. - Ég kem kannski jákvæðari að þessu og hleyp ekki í manninn heldur skoða frekar innihaldið þess betur. - Þetta er mín skoðun -
Már Elíson, 16.2.2015 kl. 10:35
Heil Gnarr !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2015 kl. 10:40
Það er ekki hægt að fara gegn guði, þar sem guð er ekki til!
DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 11:26
Þessir tveir pistlahöfundar Fréttablaðsins eru reytandi og eru svokallaðir þráhyggjublaðamenn. Þorsteinn gat um ekkert annað talað en Evrópusambandið og Gnarrinn talar aðeins um Guð og sjálfan sig !
Gunnlaugur I., 16.2.2015 kl. 12:21
"Mágkonu lögmanns síns..." Ég verð að segja að þar skellti ég uppúr.
Fannstu ekkert bitastæðara til að gera þetta starfsmannahald tortryggilegra. :D
Jón Steinar Ragnarsson, 16.2.2015 kl. 14:03
Góðar athugasemdir Jón Þórhallsson
Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 14:50
Það hafa ýmsir notað þetta í gegn um tíðina Wilhelm. Stundum er það bara skondið þegar menn gera það með vísan til sögunnar. Eins og í þessu tilviki.
Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 14:51
Hvað var að þeirri grein Matthías. Þar var bent á að allir sem væru komnir inn í landið ættu rétt á sömu mannréttindum. Það var varað við að það kæmu of margir innflytjendur á stuttum tíma þannig að við réðum ekki við að búa fólki mannsæmandi lífskjör og aðstöðu. Það var varað við Íslömskum öfgamönnum og gagnrýnt að þáverandi ríkisstjórn hefði ekki nýtt sér undanþáguákvæði í EES samningi. Heitið á greininni var raunar stolið frá Bubba Morthens úr samnefndu ljóði. Þú ættir að lesa greinina Matthías áður en þú fordæmir. Alltaf betra að kynna sér málin.
Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 14:54
Það verður hver að hafa sína skoðun Már. Ég er ekki í neinu einelti gagnvart Jóni Gnarr en finnst óneitanlega að þær tvær greinar sem hann hefur skrifað í Fréttablaðið vera mjög skondnar. Ég leyfi mér að vekja athygli á því með sama hætti og ég mundi gera ef þú skrifaðir slíkar greinar. Ég er semmála þér með Þorstein hans greinar voru mjög málefnalegar.
Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 14:56
Er það nú ekki aðeins of mikið Prédikari er það ekki annar foringi sem hempuklæddur Prédikari færir sérstakar kveðjur.
Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 14:56
Doctor E ég vissi að þú mundir láta til þín taka í þessari umræðu. Þú og Jón Gnarr hafið ykkar skoðun á því ég hef aðra .
Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 14:57
Það er alveg rét Gunnlaugur alla vega hvað varðar þann síðarnefnda.
Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 14:58
Jón Steinar ég var ekkert að gera neitt tortryggilegt varðandi starfsmannahaldið.
Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 14:59
> "Hvað var að þeirri grein Matthías."
Hvað var að grein Jóns Jón?
Ekki neitt.
Ég las greinina Jón. Málflutningur þinn er og hefur alltaf verið skammarlegur, þú höfðar til lægstu hvata.
Matthías Ásgeirsson, 16.2.2015 kl. 15:56
Takk fyrir hólið og skætinginn Matthías. Er það að höfða til lægtu hvata að benda á nauðsyn þess að allir njóti mannréttinda sem eru hér á landi?
Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 16:19
Jú vissulega kæri Jón.
Ég er nú að vísa í það sem þú nefnir í lokin um þann þýska og bók hans sem útleggst réttilega hjá þér á íslensku sem „Baráttan mín“ - í því ljósi sneri ég heilsaninni upp á Gnarrinn.
Hann er kannski að stefna að því með hugleiðingum Fréttasnepilsins og sjálfs sín á forsetaframboði því sem sífellt er migið utan í. Honum myndi ekki leiðast að fá hrópað
Heill Gnarr !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2015 kl. 16:45
Jón Kristjánsson hefur hingað til haft frítt spil og ekki þurft að hafa skoðun á neinu.
Ég vona að hann skrifi sem flestar greinar sem fólk getur vitnað til þegar hann tilkynnir að hann ætli að flytja til Bessastaða
Grímur (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 18:35
Ef til vill kann það að vera Prédikari.
Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 20:11
Ég vona það líka Grímur. En það er nú einu sinni þannig að þeir sem koma fram sem algóðir og mæla með öllum góðmálum án þess að bera nokkra ábyrgð geta róið ansi lengi í gruggugu vatni. Eða eins og Abraham Lincoln sagði "You can fool all of the people some of the tima. Some of the people all of the tima o.sfr.v" Spurningin er hvað margt fólk all of the time.
Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 20:13
Matthías Ásgeirsson ég hafði ekki áttað mig á hvaða erinda þú gekkst með skrifum þínum. En mér hefur verið sagt og síðan kannað sjálfur að þú ert helsti forvígismaður Vantrúar, sem virðist leggja sérstaka fæð á kristna trú og fylgjendur hennar. Ekki skrýtið að þú skulir gefa palladóma eins og þú sitjir í háhæðum. Það á við þig greinilega það sama og hrútaberin sögðu á sínum tíma þegar þau sögðu: Við erum epli.
Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 20:16
> "virðist leggja sérstaka fæð á kristna trú og fylgjendur hennar."
Það eru auðvitað bara dylgjur, jafnvel ærumeiðandi rógburður, að fullyrða að ég beri sérstaka fæð á fylgjendur kristinnar trúar. Þú mátt alveg endurhugsa þetta og taka til baka þegar þér hentar.
Matthías Ásgeirsson, 16.2.2015 kl. 22:50
Mér hentar það ekki Matthías nema þú sýnir það í verki. Hingað til hefur félagsskapurinn Vantrú beint spjótum sínum sérstaklega gegn kristinni trú og það á sama tíma og viðmótið gagnvart Íslam virðist allt annað. En svo ætla ég ekki að eiga frekari orðaskipti við þig hér og sækist í sjálfu sér ekki eftir þeim. Ef þér finnst þannig vegið að æru þinni með ummælum mínum þá átt þú þá borgaralegu réttarvernd að láta reyna á það fyrir dómi.
Jón Magnússon, 17.2.2015 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.