Leita í fréttum mbl.is

Umskipti í ríkisfjármálum

Í nýjasta hefti peningamála  sem Seðlabankinn gefur út segir að líklegt sé að rekstrarafgangur ríkissjóðs snúist í halla strax á næsta ári og horfurnar fyrir árið 2009 séu enn verri.

Það hefur verið ljóst um nokkurt skeið að gleðileikurinn sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir gæti ekki staðið til langframa. Uppsveiflan í hagkerfinu hefur tryggt ríkissjóði miklar tekjur en ríkisstjórnin hefur verið versta óráðssíustjórn sem nokkru sinni hefur verið í landinu og ríkisútgjöld hafa margfaldast. Engin vinstri stjórn hefur nokkru sinni í Íslandssögunni aukið útgjöld ríkisins jafn hratt og fjölgað ríkisstarfsmönnum jafn mikið og þessi.

Nú er kosningaár og daglega spilar ríkisstjórnin út nýjum tilkynningum um gjafir til félaga eða hópa sem kosta skattgreiðendru milljónatugi eða hundruð. Af hverju er það gert núna? Sumt af þessu er eðlilegt og nauðsynlegt en annað ekki. Ljóst er að kosningabarátta Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins verður aðallega fjármögnuð af skattgreiðendum. Þar hlaupa útgjöld ekki á tugum milljóna heldur hundruðum.

Það er kominn tími til að víkja þessu eyðslu- og ríkishyggjufólki burt úr stjórnarráðinu og fá ábyrga aðhaldssama stefnu. Draga úr ríkisútgjöldum en auka velferð fyrir þá sem þurfa á henni að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Jón eg verða vara þer sammla þarna þetta getur ekki gengið lengur/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 30.3.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 33
  • Sl. sólarhring: 861
  • Sl. viku: 4667
  • Frá upphafi: 2468332

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 4306
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband