Leita í fréttum mbl.is

Spáð fyrir um bankahrun?

Ítrekað halda fjölmiðlungar því fram að Lars Christiansen hafi spáð fyrir um bankahrunið í skýrslu sinni "Iceland Geysir crisis" árið 2006. Það gerði hann ekki. Skýrslan fjallar um ofhitnað efnahagskerfi og hvaða bankana varðar að þeir gætu lent í mótvindi og þurft að selja hluta eigna sinna erlendis. En ekkert bankahrun var í spilunum hjá Lars

Það ber ekki vott um góð vinnubrögð hjá fjölmiðlafólki þegar það heldur ítrekað fram að eitthvað sé með allt öðrum hætti en það er og það jafnvel þó búið sé að leiðrétt það oftar en einu sinni.

Þeim varnaðarorðum sem Lars Christiansen kom með í skýrslu sinni árið 2006 var vísað út í hafsauga af ráðandi stjórnmálamönnum og útrásarvíkingum sem töldu skýrsluna sína afbrýðisemi Dana út í viðskiptalegu ofurmennin með hið sérstaka viðskiptagen sem forseti lýðveldisins talaði um.

Það væri e.t.v. mikilvægara fyrir þjóðina að skoða það hvað Lars sagði í raun og veru árið 2006, hvernig brugðist var við og hverjir andmæltu því sem hann sagði og hverjir tóku undir með honum og vöruðu við. 

Í framhaldi af varnaðarorðum Lars Christiansen árið 2006 um ofhitnað efnahagskerfi ákváðu þáverandi stjórnarflokkar að hækka útgjöld ríkisins um rúm 20% að raunvirði til að ofhita það ennþá meira. Slík var hagspekin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband