Leita í fréttum mbl.is

Flokkur verðtryggingar og banka

Sigríður Inga Ingadóttir sem býður sig fram til formanns í Samfylkingunni sagði í framboðsræðu að Samfylkingin ætti ekki að vera flokkur verðtryggingar og banka í hugum fólks.

Á þessari dyggu stuðningskonu Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrum forsætisráðherra mátti skilja að það væri bara í hugum fólks sem Samfylkingin væri flokkur verðtryggingar og banka. Furðulegt að þingkonan skuli ekki vita að Samfylkingin er einmitt flokkur verðtryggingar og banka og engin hefur staðið betri vörð um þetta tvennt en foringi hennar og leiðtogi Jóhanna Sigurðardóttir með fylgi flokksins í heild, líka Sigríðar Ingu.

Sigríður Inga Ingadóttir sat á þingi síðasta kjörtímabil. Þá neitaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ítrekað að gera nokkrar lagfæringar á verðtryggingunni en bauð ofurskuldugu fólki upp á 110% leið sem fól í sér að kaupa húsin sín á 10% yfirverði. Hún sat líka á þingi sem stuðningsmaður ríkisstjórnar þegar erlendum hrægammasjóðum voru færðir bankarnir á silfurfati án þess að svigrúm til skuldaleiðréttingar fyrir almenning væri nýtt.

Hafi þessi formannskandídat Samfylkingarinnar fylgst með þjóðmálum í lengri tíma en hún hefur setið á þingi þá hefur hún sennilega vitað af því að ég vildi að verðtryggingin væri tekin úr sambandi strax við hrunið og þáverandi forsætisráðherra vildi skoða þá hugmynd, en málið stoppaði hjá Jóhönnu Sigurðardóttur.

Án efa veit Sigríður Inga þetta allt saman en telur líklegt til fylgisaukningar að þykjast og reyna að slá ryki í augun á auðtrúa sálum Samfylkingarinnar. Eitt má Sigríður Inga eiga, en það er að hún hefur lipran talanda og nú kemur einnig í ljós varðandi Sigríði Ingu það sem skáldið sagði:

Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Á að sjálfsögðu að vera Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Biðst velvirðingar á þem mistökum þ.e. kalla hana Sigríði Ingu í stað Sigríði Ingibjörgu.

Jón Magnússon, 20.3.2015 kl. 17:20

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Her er fyrirlestur sem vert er að horfa á til að fá innsýn í stöðu og framtíð evrunnar og sambandsins og það frá strategista, federqlista og evrókrata með sjalgæft raunsæi. Mæli með þessu fyrir báðar fylkingar að horfa á sem einhverskonar reality check.

http://youtu.be/RV_r7qVcIVA

Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2015 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 263
  • Sl. sólarhring: 782
  • Sl. viku: 4084
  • Frá upphafi: 2427884

Annað

  • Innlit í dag: 245
  • Innlit sl. viku: 3781
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 233

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband