Leita í fréttum mbl.is

Seinheppni Bandaríkjamanna ríður ekki við einteyming

Saudi Arabar ríkasta Arabaríkið gera nú loftárásir á Yemen fátækasta Arabaríkið. Meðan hinn spakvitri forseti George W. Bush jr.  var við völd í Washington áttu Bandaríkjamenn og Sádar hauk í horni að því er þeir töldu í Saleh forseta Yemen og létu mynda sig með honum í bak og fyrir. Saleh forseti lét Bandaríkjamönnum eftir aðstöðu fyrir Dróna sína svo þeir gætu herjað með nýjustu tækni á svæðinu og fékk vel launað fyrir.

Á sama tíma samdi þessi sérstaki vinur Bandaríkjanna við Al Kaída um æfingasvæði í Yemen. Saleh var því beggja handa járn og e.t.v. sýnir fátt betur hvað allur þróttur er horfinn úr CIA en að strákarnir þar skyldu ekki átta sig á þessu, en þjóðaröryggisstofnunin var á sama tíma upptekin við að hlera það em gerðist í svefnherbergi Angelu Merkel Þýskandskeisara þó sennilega hafi verið meiri tilþrif í svefnherbergi franska forsetans.

Nú þegar Sádar gera loftárásir á liðsmenn Houthi fylkingarinnar sem hafa náð völdum í landinu og Bandaríkjamenn taka til fótanna, þá skýtur upp kunnuglegu andliti eða engin einkavínar Bush jr. sjálfur Saleh, sem er nú í tygjum við liðsmenn Houthi fylkingarinnar.

Á sama tíma hafa Sádar, Tyrkir og Bandaríkjamenn verið uppteknir við að vopna vígasveitir Íslamista til að herja á Íraka og hafa við haldið við borgarastyrjöld í Sýrlandi í mörg ár. Engum verður frekar kennt um hörmungar fólks í Sýrlandi og Írak en Bandaríkjamönnum.

Svo er það kaldhæðni örlaganna að þessi mesta lýðræðisþjóð veraldar að eigin mati skuli eiga sem besta vin á svæðinu Sádi Araba þar sem ekkert lýðræði er. Mannréttindi eru þar brotin meir en víðast hvar annarsstaðar í heiminum. Mesta harðlínukenning Íslam er þar við lýði.

Það er skelfilegt að þessi stóra þjóð Bandaríkin skuli ekki lengur eiga stjórnmálamenn og greinendur sem hafa alemnna þekkingu á mismunandi landssvæðum og mismunandi menningu, en þó enn verra að þeir skuli ekki vera samkvæmir sjálfum sér og fordæma mannréttindabrot með sama hætti hvort heldur þau eru unnin í Sádi Arabíu eða Sýrlandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband