Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegur fundur um sjávarútvegsmál.

Það var góður fundur og velsóttur í kosningamiðstöðinni okkar að Skeifunni 7 í Reykjavík í gær. Frjálslyndi flokkurinn mun ekki kvika í baráttunni gegn gjafakvótakerfinu.

Ég lít á það sem mikilvægasta  byggðamálið að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu. Sú stefna Frjálslynda flokksins að berjast fyrir því að einstaklingarnir fái aukið frelsi til að bjarga sér og setja undir sig fæturnar við fiskveiðar er stefna einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis.

Sjálfstæðismenn sem nú sitja á Landsfundi ættu að athuga það að á sama tíma og flokkur þeirra er búinn að koma upp sósíalísku kvótakerfi í landbúnaði og sjávarútvegi þá berst Frjálslyndi flokkurinn fyrir einstaklings- og athafnafrelsinu í þessum greinum.

Kvótakerfi er óvinur bygðanna hvort heldur í landbúnaði eða fiskveiðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sæll Jón. Já þetta var glæsilegur fundur hjá okkur í gærkvöld. Það var eftirminnilegt að hlusta á Guttorm Jónsson fyrrverandi þingmann Borgaraflokksins lýsa því þegar kvótalögin voru sett á þingi 1990 og minna á sérálit hans við frumvarpið þar sem hann spáði með réttu fyrir um það hvernig þróunin myndi verða.

En óskaplega er það nú dapurlegt að sjá og heyra um kvótaflokkinn "Íslandshreyfinguna" og fund þeirra í Iðnó samanber þessa frétt á Mannlífsvefnum. Ég hélt ég ætti ekki eftir að lifa að frétta af Sverri Hermannssyni sitjandi bljúgum undir ræðuhöldum LÍÚ eftir allar skammargreinarnar sem hann hefur skrifað gegnum árin, - en svona er þetta.

Byltingin étur stundum börnin sín....

Magnús Þór Hafsteinsson, 13.4.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já þetta var góður fundur, vantaði kannski andmælendur. Eftir öll þessi ár framsalsins eru nefnilega æði margir sammála unga manninum þarna,sem bar svo mikla umhyggju fyrir "eigendum auðlindarinnar." Áhyggjur vegna þeirra sem rændir voru í upphafi eru ekki háværar í dag. Ég bið ykkur um að lesa innskot mitt á blogg Eyþórs Arnalds frá í gær, þasr sem hann lýsir áhyggjum af nýjustu skoðanakönnun í Suðurlandskjördæmi. Ætli hann vilji ekki ræða þetta meira? 

Árni Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 516
  • Sl. sólarhring: 576
  • Sl. viku: 5455
  • Frá upphafi: 2426089

Annað

  • Innlit í dag: 477
  • Innlit sl. viku: 5031
  • Gestir í dag: 463
  • IP-tölur í dag: 444

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband