Leita í fréttum mbl.is

Hvika þeir nú allir nema Eiríkur.

Flestir eru sammála um að leið ríkisstjórnarinnar til að aflétta gjaldeyrishöftum sé vel heppnuð og betri en nokkur þorði að vona. Svo góður árangur hefur náðst við undirbúning lagafrumvarpa ríkisstjórnarinnar og saminga við kröfuhafa að stjórnarandstaðan hefur tekið undir að hér sé vel að verki staðið - nema einn Eiríkur Bergmann prófessor í Evrópufræðum.

Stjórnarandstaðan með Steingrím J í broddi hefur sammælst um að tillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun þeirra tillögur sem hafi verið fullbúnar árið 2011 þó engin hafi nokkurn tíma séð þær tillögur enda þær ofnar úr sama vef og "nýju fötin keisarans" í sögu H.C. Andersen.

Svo afkáraleg er þessi tilraun forustumanna VG og Samfylkingarinnar við að reyna að slá höfundarrétti á tillögur ríkisstjórnarinnar að það væri eins og Æri Tobbi segðist hafa kveðið Lilju, sem þá þótti það ljóð sem hafði verið dýrast kveðið hér á landi.

Samt er það einn sem hvikar ekki og það er garmurinn hann Skammkell í líki Eríkis Bergmanns prófessors í Evrópufræðum. Hann segir að það hefði mátt ná mun betri samningum en þeim sem ríkisstjórnin náði og átelur ríkisstjórnina fyrir aðför að kapítalismanum. Raunar kemur á óvart skyndileg ástúð Eíríks Bergmann á kapítalismanum en batnandi mönnum er best að lifa.

Í þessu sambandi er e.t.v. ekki úr vegi að benda á að þessi sami Eiríkur hélt því fram að samþykkja yrði fyrsta Icessve samninginn (Svavarssamninginn) annars mundi þjóðin einangrast frá öllu alþjóðlegu samstarfi- eða næsti bær við kenningar Kúbu Gylfa Magnússonar.

Með aukinni lífsreynslu hef ég orðið þess áskynja að háskólasamfélagið hefur tekið upp þá himnesku lífsspeki sem Davíð Stefánsson gerði svo einstök skil í "Sálinni hans Jóns míns" að kasta aldrei neinu á glæ hversu guðlaust sem það er. Að breyttum breytanda þá kastar háskólasamfélagið engu á glæ hversu óvísindalegt sem það þó kann að vera ef það á annað borð er komið inn fyrir hið Gullna hlið fræðamannasamfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja... Egill Helgason hefur beðið Sigmund Davíð að þegja um að árangur Íslands megi helst rekja til þeirrar staðreyndar að landið er frjálst og fullvalda, með innlenda mynt.
Þessi þögn Sigmundar á víst að tryggja að tilfinningar ESB sinna verði ekki særðar með óhóflegum staðreyndum og sannleik.

Kannski verður þessi ánægjulega niðurstaða í haftamálum til þess að blaðamenn ESB miðlana fari nú að vinna vinnu sína, sem er að uppfræða almenning og veita stjórnmálamönnum aðhald. Kannski fara þeir á stúfana og spyrji Árna Pál um hans ummæli, að ekki sé hægt að afnema fjármagnshöft nema með evru, og þ.a.l. innan ESB.

Og varðandi Steingrím, þá má kannski minnast þess að hann hrakti Lilju Mósesdóttur úr VG, af því að hún hafði mótaðar tillögur um afnám hafta, með svipuðum leiðum og nú hafa verið farnar.

Vinstrimenn gerðu ekkert yrir þjóðina þau rúmu fjögur ár sem þeir voru við völd. Frægastir urðu þeir fyrir "Skjaldborg heimilanna" sem reyndust hin mestu öfugmæli.
Nú kemur þetta fólk fram í hrönnum, og lýgur því áreynslulaust, að þessar aðgerðir séu þeirra hugverk.
Í besta falli hlægilegt, en í versta blygðunarlaus sögufölsun pólitískra svikahrappa.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 11:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt þess vegna er afstaða þessa fólks svo aumkunarvert, erfitt að viðurkenna að menn hafi gert góða hluti og vilja endilega eiga sína Lilju út af fyrir sig, en eins og einn ágætur maður sagi í dag, málið er að þó einhverjir hafi mótað einhverjar tillögur, þá var það einmitt efndinn sem skipti máli hitt er bara draumar í dós.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2015 kl. 17:57

3 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála Ásthildur það er mergurinn málsins.

Jón Magnússon, 10.6.2015 kl. 22:47

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Garmurinn hann Skammkell  í líki Eríkis Bergmanns prófessors í Evrópufræðum. " Enn er hann kallaður til sem álitsgjafi.

Sigurður Þórðarson, 11.6.2015 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband