Leita í fréttum mbl.is

Kvennréttindi og tildur

Þessa daganna fer fram í Kanada heimsmeistarakeppni í knattspyrnu kvenna. Nokkuð annað er upp á teningnum hjá ríkisfjölmiðlinum vegna þeirrar keppni en heimsmeistarakeppni karla í fótbolta eða handbolta þar sem leikir voru nær undantekningarlaust sýndir í beinni útsendingu og fréttatímar færðir til sem og önnur dagskrá til að láta áhugafólk um þessar líkamshreyfingar ekki missa af neinu.

Heimsmeistarakeppni kevnna í fótbolta fer nánast alveg framhjá Ríkisútvarpinu. Engin leikur er sýndur í beinni útsendingu sem komið er. Samt segja fjölmiðlafræðingar erlendis að aldrei fyrr hafi verið jafnmikill áhugi almennings á þessari keppni og nú. Þó mikilvægt sé að fjölmiðlar virði jafnstöðu kynjanna þá verða þeir að taka mið af vilja og óskum neytenda, en slíkar óskir og vilja er erfitt að vita um meðan neytendum er ekki boðið upp á efnið. Vonandi sér RÚV að sér og sýni kvennaknattspyrnunni eðlilega virðingu með því að sýna úrslitaleikina.

Á sama tíma samþykkti Alþingi nánast samhljóða þ.19.júní að taka hálfan milljarð frá skattgreiðendum til að búa til sjóð varðandi konur og kvennabaráttu en gætti þess að það fjármagn rynni ekki til hluta sem skiptu máli til að auka réttindi kvenna þar sem þess gerist mest þörf. Þar sem tildursjóðurinn hafði jafn óljósa og ómarkvissa þýðingu þá er ekki hægt annað en taka ofan fyrir Sigríði Andersen fyrir að standa fast á sínu og greiða ekki atkvæði með sjóði með jafn ómarkvissa skipulagsskrá.

Er það í þágu kvennabaráttunnar að taka hálfan milljarð frá skattgreiðendum til að gera eitthvað sem með einhverjum hætti e.t.v. gæti tengst konum og kvennabaráttu.  Jafnvel þó að meiri líkur en minni séu á því að það skipti þessa baráttu engu máli en gæti útvegað nokkrum háskólakonum tekna við að skrifa lærðar úttektir og rit um kvennabaráttu liðinnar aldar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband