26.6.2015 | 11:09
Hjartað í Vatnsmýrinni
Hjarta mitt slær hvorki í Vatnsmýrinni né annarri mýri. Hvað sem því líður þá er með ólíkindum að nokkur skuli eyða vinnu og peningum í að hugsa um aðra valkosti fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu en þann núverandi.
Flugvöllur í Hvassahrauni sem Rögnunefndin svokölluð leggur til er dæmi um háskólaspeki til lausnar einhvers ímyndaðs vanda sem ekki verður leystur með nýjum flugvelli með margra milljarða tilkostnaði fyrir skattgreiðendur mitt á milli núverandi Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar.
Tímasparnaður fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu við að fara á flutvöll í Hvassahrauni í staðinn fyrir að fara til Keflavíkur er í hæsta lagi 20 mínútur. En þann tíma mætti ná upp með því að auðvelda afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli og breyta reglum varðandi komutíma farþega fyrir brottför.
Kostnaður við byggingu nýs flugvallar og rekstur hans er það mikill að hvort sem einhverjum líkar betur eða verr þá verður flugvöllur innanlandsflugs áfram í Vatnsmýrinni nema hann verði fluttur til Keflavíkur. Valkostirnir eru ekki aðrir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Samgöngur | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 292
- Sl. sólarhring: 716
- Sl. viku: 4113
- Frá upphafi: 2427913
Annað
- Innlit í dag: 268
- Innlit sl. viku: 3804
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 249
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Það var ekki fyrir tilviljun að flugvöllurinn sem byggður var af Bretum var settur í Vatnsmýri. Þeir áttu engra hagsmuna að gæta en tóku þetta svæði undir flugvöll vegna þess hve heppilegt það var. fyrst og fremst vegna veðurskilyrða en ekki vegna drullumýrarinnar sem þar var og er enn en létu sig hafa það. Svo talar Rögnunefndin um að það kosti 22 milljarða að byggja völl í Hvassahrauni. Sá ágæti Halldór Jónsson hefur fundið það út að opinberar kostnaðaráætlanir fari oftast fram úr áætlun um pí, þ.e.a.s.margfalda með 3,17. Þá kostar völlurinn um 69 milljarða og efast ég ekki um þá tölu. Svo þarf að flytja allt starfsfólk þangað, en á Vatnmýrarflugvelli starfa hundruðir manna, er það frítt, á hverjum degi. Degi B, þessum sem leist svo vel á skílslætin á 17. júní, er sama um það, gerandi ráð fyrir að skattborgararnir borgi þessa tölu en Rvkborg og Valsmenn hirði gróðan af lóðarsölu. Það er fróðlegt að skoða verðlaunatillöguna frá 2007 um byggingu 6700 íbúða á svæðinu án þess að umferðamannvirki verði í nokkru bætt frá núverandi kerfi, sjá vatnsmýri.is. Þvílíkir draumórar þar á ferð. Ódýrast fyrir þjóðina er að völlurinn verði eins og hann er. Svo má ekki gleyma blessuðum öndunum á tjörninni sem mun þorna upp við þessar framkvæmdir nema að stór vatnsleiðsla verði sérstaklega lögð frá Gvendarbrunnum. Hver á að borga hana? Svona má endalaust halda áfram. Málið er allt í skötulíki hjá þessari Rögnunefnd. Henni var t.d. ekki falið að kanna með eignarnámsbætur vegna þeirra bygginga sem eru í Vatnsmýri, sem nema milljörðum og svo verður eina vel sjáanlega byggingin frá stríðstímanum, gamli flugturninn, jöfnaður við jörðu. Mikil er reisnin yfir þessari borg!
Örn Johnson, 26.6.2015 kl. 15:21
Sæll Jón,
Mér virðist þetta grundvallast á því að ráðamenn sem ekki eru reglulegir notendur þessara almenningssamgangna, sjái tækifæri í Vatnsmýrinni sem þeir telja vega þyngra en þessi þjónusta.
Hagsmunamatið nær ekki til þeirra sem nota þjónustuna (sem mun vera ríflega mannfjöldi þjóðarinnar á ári), þeir eru hreinlega "fyrir". Ef þeir vilja endilega halda áfram að nota innanlandsflug, þá geti þeir bara gert það einhvers staðar annars staðar (eða jafnvel sleppt því).
Verði Reykjavíkurflugvelli lokað, tel ég að innanlandsflug muni leggjast af í núverandi mynd. Hærri flugfargjöld og umtalsvert (jafnvel tvöfalt) lengri heildarferðatími mun ekki geta keppt við einkabílinn - einmitt það sem okkur vantar; fleiri bíla (ja, eða reiðhjól) á þjóðvegi landsins.
Borgarstjórn Reykjavíkur ætti að prófa að fara með innanlandsflugi frá Reykjavíkurflugvelli að morgni og fljúga síðan til Keflavíkur síðdegis (helst að vetrarlagi).
Þá sem telja að innanlandsflug muni nýtast betur vegna tengingar við millilandaflug í Keflavík spyr ég hvort þeir sjái þá fyrir sér að innanlandsflug utan af landi verði að mestu á næturnar og ferðir út á land verði aðallega síðdegis?
Það vill reyndar þannig til að yfirgnæfandi meirihluti farþega í innanlandsflugi á einmitt erindi í eða úr höfuðborginni.
Að loka Reykjavíkurflugvelli er álíka gáfulegt og að láta strætisvagna aka vestur á Seltjarnarnes og setja þar út farþega sem ætla í 101 Reykjavík. Þeir eru kannski hvort eð er búnir að sitja í strætó í hátt í 20 mínútur til hálftíma, þá munar ekkert um að taka leigubíl þessar örfáu mínútur í miðborgina.
Það kæmi sér þó óneitanlega vel fyrir þann tíunda hvern farþega (eða svo) sem var einmitt á leið þangað vestur eftir. Hver veit, það myndi jafnvel fjölga þeim sem gera sér erindi þangað - þótt reyndar muni líklega fækka stórlega þeim farþegum sem ætluðu sér í miðborgina.
Kveðja,
TJ
TJ (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 18:26
Það er varla stætt að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni út frá öryggissjónarmiði. Vera má að flugvöllurinn hafi efnahagslega þýðingu en mér finnst það eigi að vega minna heldur en öryggisþátturinn. Ef menn ætla að byggja upp Landsspítalann á þessu svæði þá finnst mér að flugvöllurinn þurfi að víkja. Þar fyrir utan er ein flugbrautin í beinni línu við Ráðhúsið, Alþingishúsið og fleiri mikilvægar byggingar.
Ég hef ekki myndað mér persónulega skoðun varðandi Hvassahraun en miðað við punktinn sem þú leggur fram - þá sýnist mér eins gott að flytja bara innanlandsflugið til Keflavíkur. Það gæti jafnvel orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið vegna beintengingar við utanlandsflugið. Ég stórlega efast um að kennsluflug leggist niður. Það er kennt bæði í Keflavík og á Akureyri.
Sumarliði Einar Daðason, 26.6.2015 kl. 19:06
Sæll Jón.
Þessi ágæta færsla þín, ásamt frábærum athugasemdum þeirra Arnar Johnson og TJ segja nánast allt sem þörf er á að segja um fáráðlegar hugmyndirnar um að loka þessum fallaga og blátt áfram lífsnauðsynlega flugvelli fyrir blómstrandi lífið í Vatnsmýrinni, hvort sem um er að ræða fyrir menn eða málleysingja.
Jónatan Karlsson, 28.6.2015 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.