Leita í fréttum mbl.is

Hjartað í Vatnsmýrinni

Hjarta mitt slær hvorki í Vatnsmýrinni né annarri mýri. Hvað sem því líður þá er með ólíkindum að nokkur skuli eyða vinnu og peningum í að hugsa um aðra valkosti fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu en þann núverandi.

Flugvöllur í Hvassahrauni sem Rögnunefndin svokölluð leggur til er dæmi um háskólaspeki til lausnar einhvers ímyndaðs vanda sem ekki verður leystur með nýjum flugvelli með margra milljarða tilkostnaði fyrir skattgreiðendur mitt á milli núverandi Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar.

Tímasparnaður fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu við að fara á flutvöll í Hvassahrauni í staðinn fyrir að fara til Keflavíkur er í hæsta lagi 20 mínútur. En þann tíma mætti ná upp með því að auðvelda afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli og breyta reglum varðandi komutíma farþega fyrir brottför.

Kostnaður við byggingu nýs flugvallar og rekstur hans er það mikill að hvort sem einhverjum líkar betur eða verr þá verður flugvöllur innanlandsflugs áfram í Vatnsmýrinni nema hann verði fluttur til Keflavíkur. Valkostirnir eru ekki aðrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Johnson

Það var ekki fyrir tilviljun að flugvöllurinn sem byggður var af Bretum var settur í Vatnsmýri. Þeir áttu engra hagsmuna að gæta en tóku þetta svæði undir flugvöll vegna þess hve heppilegt það var. fyrst og fremst vegna veðurskilyrða en ekki vegna drullumýrarinnar sem þar var og er enn en létu sig hafa það. Svo talar Rögnunefndin um að það kosti 22 milljarða að byggja völl í Hvassahrauni. Sá ágæti Halldór Jónsson hefur fundið það út að opinberar kostnaðaráætlanir fari oftast fram úr áætlun um pí, þ.e.a.s.margfalda með 3,17. Þá kostar völlurinn um 69 milljarða og efast ég ekki um þá tölu. Svo þarf að flytja allt starfsfólk þangað, en á Vatnmýrarflugvelli starfa hundruðir manna, er það frítt, á hverjum degi. Degi B, þessum sem leist svo vel á skílslætin á 17. júní, er sama um það, gerandi ráð fyrir að skattborgararnir borgi þessa tölu en Rvkborg og Valsmenn hirði gróðan af lóðarsölu. Það er fróðlegt að skoða verðlaunatillöguna frá 2007 um byggingu 6700 íbúða á svæðinu án þess að umferðamannvirki verði í nokkru bætt frá núverandi kerfi, sjá vatnsmýri.is. Þvílíkir draumórar þar á ferð. Ódýrast fyrir þjóðina er að völlurinn verði eins og hann er. Svo má ekki gleyma blessuðum öndunum á tjörninni sem mun þorna upp við þessar framkvæmdir nema að stór vatnsleiðsla verði sérstaklega lögð frá Gvendarbrunnum. Hver á að borga hana? Svona má endalaust halda áfram. Málið er allt í skötulíki hjá þessari Rögnunefnd. Henni var t.d. ekki falið að kanna með eignarnámsbætur vegna þeirra bygginga sem eru í Vatnsmýri, sem nema milljörðum og svo verður eina vel sjáanlega byggingin frá stríðstímanum, gamli flugturninn, jöfnaður við jörðu. Mikil er reisnin yfir þessari borg!

Örn Johnson, 26.6.2015 kl. 15:21

2 identicon

Sæll Jón,

Mér virðist þetta grundvallast á því að ráðamenn sem ekki eru reglulegir notendur þessara almenningssamgangna, sjái tækifæri í Vatnsmýrinni sem þeir telja vega þyngra en þessi þjónusta.

Hagsmunamatið nær ekki til þeirra sem nota þjónustuna (sem mun vera ríflega mannfjöldi þjóðarinnar á ári), þeir eru hreinlega "fyrir".  Ef þeir vilja endilega halda áfram að nota innanlandsflug, þá geti þeir bara gert það einhvers staðar annars staðar (eða jafnvel sleppt því).

Verði Reykjavíkurflugvelli lokað, tel ég að innanlandsflug muni leggjast af í núverandi mynd.  Hærri flugfargjöld og umtalsvert (jafnvel tvöfalt) lengri heildarferðatími mun ekki geta keppt við einkabílinn - einmitt það sem okkur vantar; fleiri bíla (ja, eða reiðhjól) á þjóðvegi landsins.

Borgarstjórn Reykjavíkur ætti að prófa að fara með innanlandsflugi frá Reykjavíkurflugvelli að morgni og fljúga síðan til Keflavíkur síðdegis (helst að vetrarlagi).

Þá sem telja að innanlandsflug muni nýtast betur vegna tengingar við millilandaflug í Keflavík spyr ég hvort þeir sjái þá fyrir sér að innanlandsflug utan af landi verði að mestu á næturnar og ferðir út á land verði aðallega síðdegis?

Það vill reyndar þannig til að yfirgnæfandi meirihluti farþega í innanlandsflugi á einmitt erindi í eða úr höfuðborginni.

Að loka Reykjavíkurflugvelli er álíka gáfulegt og að láta strætisvagna aka vestur á Seltjarnarnes og setja þar út farþega sem ætla í 101 Reykjavík.  Þeir eru kannski hvort eð er búnir að sitja í strætó í hátt í 20 mínútur til hálftíma, þá munar ekkert um að taka leigubíl þessar örfáu mínútur í miðborgina.

Það kæmi sér þó óneitanlega vel fyrir þann tíunda hvern farþega (eða svo) sem var einmitt á leið þangað vestur eftir.  Hver veit, það myndi jafnvel fjölga þeim sem gera sér erindi þangað - þótt reyndar muni líklega fækka stórlega þeim farþegum sem ætluðu sér í miðborgina.

Kveðja,

TJ

TJ (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 18:26

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er varla stætt að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni út frá öryggissjónarmiði. Vera má að flugvöllurinn hafi efnahagslega þýðingu en mér finnst það eigi að vega minna heldur en öryggisþátturinn. Ef menn ætla að byggja upp Landsspítalann á þessu svæði þá finnst mér að flugvöllurinn þurfi að víkja. Þar fyrir utan er ein flugbrautin í beinni línu við Ráðhúsið, Alþingishúsið og fleiri mikilvægar byggingar.
Ég hef ekki myndað mér persónulega skoðun varðandi Hvassahraun en miðað við punktinn sem þú leggur fram - þá sýnist mér eins gott að flytja bara innanlandsflugið til Keflavíkur. Það gæti jafnvel orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið vegna beintengingar við utanlandsflugið. Ég stórlega efast um að kennsluflug leggist niður. Það er kennt bæði í Keflavík og á Akureyri.

Sumarliði Einar Daðason, 26.6.2015 kl. 19:06

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jón.

Þessi ágæta færsla þín, ásamt frábærum athugasemdum þeirra Arnar Johnson og TJ segja nánast allt sem þörf er á að segja um fáráðlegar hugmyndirnar um að loka þessum fallaga og blátt áfram lífsnauðsynlega flugvelli fyrir blómstrandi lífið í Vatnsmýrinni, hvort sem um er að ræða fyrir menn eða málleysingja.

Jónatan Karlsson, 28.6.2015 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 716
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband