Leita í fréttum mbl.is

Hjarta Pírata

Kapteinn Pírata segir að hjarta sitt slái með grísku þjóðinni. Þá átti hún við að hún hefði samsamað sig stefnu Vinstri öfga flokks Tsipiras forsætisráðherra og væntanlega þeim Grikkum sem greiða atkvæði með því að greiðslufall verði hjá gríska ríkinu. Spurning er hvort það sé skynsamleg afstaða eða ekki.

Ólíkt því sem var hér á landi þá er ekki verið að tala um skuldir óreiðumanna úti í bæ heldur skuldir gríska ríkisins.  Talið er að gríska ríkið skuldi þrefalda árs þjóðarframleiðslu, sem er langt umfram það sem hægt er að borga. Þess vegna þarf að koma til myndarleg skuldaniðurfellling sé vilji til að Grikkir komist út úr þessum hremmingum. Spurning hvort það sé í boði ef annað gengur veit ég ekki frekar en kapteinn Pírata.

Kröfur Evrópusambandsins sem þvælist fyrir vinstri stjórn Tsipiras eru þær helstar að virðisaukaskattur verði hækkaður í 23%. Að eftirlaunaaldur verði hækkaður í 67 ár. Að eyjarnar Santorini og Mykonos njóti ekki sérstaks skattahagræðis. Að dregið verði úr ríkisútgjöldum. Ekkert af þessu virðast ósanngjarnar kröfur miðað við skattheimtu og ríkisútgjöld og umfang ríkisumsvifa í öðrum Evrópuríkjum.

Yfirlýsing kapteins Pírata felur í sér þá afstöðu. Að ríkisstjórnir eigi ekki að borga skuldir sínar. Í öðru lagi að ríkisstjórnir sem eru að biðja skattgreiðendur annarra Evrópuríkja  um hjálp eigi ekki að þurfa að taka til heima hjá sér.

Hver á þá að borga ágæti kapteinn?

Verði greiðslufall hjá gríska ríkinu lendir meir en helmingur skulda þess á evrópskum skattgreiðendum.  Slær Píratahjartað þá ekki með fátækum skattgreiðendum á Írlandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal sem þurfa þá að borga skuldir óreiðumannanna á Grikklandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú algert lágmark að fólk fari rétt með, ég hvatti aldrei til þess að Grikkir segðu já eða nei, ég aftur á móti hvatti til þess að Grikkir nýttu sér sinn kosningarétt og að við sýndum samkennd með þeirri þjáningu sem Gríska þjóðin er að gagna í gegnum. Margir mjög spakir hagfræðingar, þar á meðal Paul Krugman hafa rætt um að þörf sé á skuldahléi á meðan róttækar kerfisumbætur eiga sér stað.

Birgitta Jonsdottir (IP-tala skráð) 30.6.2015 kl. 16:41

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég heyrði ekki annað en það sem kom í fréttum Birgitta. Þar talaðir þú m.a. um að það væri verið að fara illa með Grikki. Það varð ekki skilið öðruvísi en þannig að Evópuþjóðirnar væru að setja Grikkjum óásættanleg skilyrði og sýna þeim fantaskap sem þau eru ekki. Hitt er annað mál að þegar ríki skuldar um 300% af þjóðarframleiðslu þá er það meira en hægt er að ráða við eins og ég bendi á í pistlinum og það verður að koma til skuldaniðurfærsla, en það gengur ekki nema Grikkir taki til hjá sér. Það þýðir lítið fyrir þá að vera með lægsta eftirlaunaaldur í Evrópu svo dæmi sé tekið. Paul Krugman er síðan ekki góður greinandi sbr. það sem hann sagði um stöðuna hér á landi.

Jón Magnússon, 30.6.2015 kl. 18:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spurt er: Hver á þá að borga? Svarið er einfalt: Þegar eitthvað er ekki gert, þá gerir það enginn.

Aftur á móti er rétt að halda því til haga að á næsta sunnudag munu Grikkir hvorki kjósa um það hvort þeir eigi að borga eitthvað, né hver eigi að borga neitt.

Það sem þeir eru að fara kjósa um er hvort þeir fallist á tiltekin skilyrði fyrir því að skuldsetja sig enn meira.

Að "borga ekki" verður ekki valkostur á kjörseðli, heldur nú þegar orðið að veruleika eftir að grísk stjórnvöld stóðu ekki í skilum með 1,6 milljarða evra afborgun til Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins sem gjaldféll í dag. Það var engin sérstök ákvörðun tekin í þá veru heldur átti gríska ríkið einfaldlega ekki fyrir afborguninni og gat því ekki greitt hana.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2015 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 859
  • Frá upphafi: 2291625

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 758
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband