Leita í fréttum mbl.is

Höfuðbólið eða hjáleigan?

Guðni landbúnaðarráðherra ætti að vita það að flestallir vilja frekar vera á höfuðbólinu en hjáleigunni. Þess vegna kjósa menn Sjálfstæðisflokkinn en ekki Framsóknarflokkinn.

Það er hvort eð er sami rassinn undir báðum flokkum. Flokkarnir eru búnir að vera svo lengi saman í stjórn og standa saman að svo mörgum vafasömum aðgerðum að fólk lætur það bitna á hjáleigunni.

Það skal hins vegar tekið undir það með Guðna að það væri rétt að fólk léti það bitna á Sjálfstæðisflokknum líka. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki síður sekur um velferðarhallann og spillinguna en Framsóknarflokkurinn.


mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Presturinn

Makleg málagjöld? Það má alveg færa rök fyrir því að almenningur refsi flokkum fyrir lélega frammistöðu. Í það minnsta mælist þinn flokkur með núll þingmenn sem verður að teljast eðlilegt miðað við allt sem á undan er gengið. Þannig virðast allir vera að uppskera eins og þeir sá.

Presturinn, 20.4.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Dag skal að kveldi lofa."   Frjálslyndi flokkurinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Hann er stofnaður af hugsjónafólki til að vinna gegn sérhagsmunagæslu og spillingu. Eftir erfitt en nauðsynlegt uppgjör dalaði flokkurinn í könnunum. Undanfarið hefur landið greinilega verið að rísa ef frá er talin ein könnun meða sérlega lágu svarhlutfalli.                                                                                           Prestur;  "Guð láti gott á vita."

Dagsverki okkar er ekki lokið. 

Sigurður Þórðarson, 20.4.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Presturinn

Sæll Sigurður, endilega vera ófeiminn við að tala í innihaldslausum frösum þegar að staðreyndir eru komnar í þrot. Og talandi um frasa: mun þinn tími koma? Ég er sem betur fer sannfærður um ekki.

Presturinn, 20.4.2007 kl. 17:01

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll afur guðsmaður.

Hingað til hafa spakmæli Hávamála ekki verið nefnd í sömu andrá og "frasar" og líklega verða menn enn síður andlegir þrotamenn við það eitt að hafa gamla visku í hávegum.  Í sömu vísu stendur að menn lofi mey að morgni. Það væri nokkuð ofmælt að kalla framsóknarmaddömuna mey. Satt best að segja sýnist mér hún vera feit og það sem verra er siðspillt. Í samanburði við kerlingarhróðið er okkar ungi flokkur sem óreynd og ráðvönd stúlka.  Þannig er nú það.

Sigurður Þórðarson, 20.4.2007 kl. 17:57

5 Smámynd: Presturinn

Sæll Sigurður, spakmæli Hávamála verða frasar þegar þau eru notuð sem staðgengill málefnalegra raka í því sem flestir kjósa að sé vitsmunaleg umræða. Þú talar í skrauti en ekki í efni. Þú notar ekki rök heldur tómar tilvitnarnir sem eiga illa eða ekki heima það sem þú kýst þeim stað. Þegar þú ert farinn að kalla stjórnmálaflokk feitann þá ertu kominn útfyrir þanmörk skynseminnir og lengst útá tún. Þegar málstaður manna er jafn slæmur Frjálslyndra og grundvallaður á mannfyrirlitningu og hatri þá styðja hann ekki rök. Menn verða því að beita brellum og fyrirslátti til að vinna "hug" og hjörtu hinna villuráfandi og miður skörpu.

Presturinn, 20.4.2007 kl. 20:37

6 Smámynd: Presturinn

Sæll Sigurður, spakmæli Hávamála verða frasar þegar þau eru notuð sem staðgengill málefnalegra raka í því sem flestir kjósa að sé vitsmunaleg umræða. Þú talar í skrauti en ekki í efni. Þú notar ekki rök heldur tómar tilvitnarnir sem eiga illa eða ekki heima það sem þú kýst þeim stað. Þegar þú ert farinn að kalla stjórnmálaflokk feitann þá ertu kominn útfyrir þanmörk skynseminnir og lengst útá tún. Þegar málstaður manna er jafn slæmur Frjálslyndra og grundvallaður á mannfyrirlitningu og hatri þá styðja hann ekki rök. Menn verða því að beita brellum og fyrirslátti til að vinna "hug" og hjörtu hinna villuráfandi og miður skörpu.

Presturinn, 20.4.2007 kl. 20:39

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri guðsmaður. 

Þú kvartar yfir því að ég sé kominn "útfyrir þanmörk skynseminnar".  

Elsku kallinn. 

Sigurður Þórðarson, 20.4.2007 kl. 21:55

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Heill og sæll bloggvinur Jón Það er margt vel og skynsamlega sagt hjá þér sem ég er algerlega sammála. Annað er miður eins og gengur. Ég hef til dæmis ekkert komist með það að skýra út fyrir þér, að verðtryggingin hafi verið  hugsuð til varnar sparnaðinum í landinu. Þannig urðu Ólafslög til og snéru loks taflinu við og þeim vitlausu tímum, sem við munum báðir mætavel.  Nú vilt þú  ómögulega skilja það öðruvísi en það sé verið að níðast á skuldurum, sem verða að borga til baka það sem þeir fá lánað. Er forsenda fyrir heilbrigðu efnahagslífi. Sjálfsagt er þetta vegna áróðursins hjá þér, þú álítur  líklega að skuldararnir  séu fleiri en sparendurnir og fiskar því frekar eftir atkvæðum þeirra. Gott og vel, það er lögmætt sjónarmið. Það vekur hinsvegar athygli mína þegar þú segir blákalt að Sjálfstæðisflokkurinn gæti hagsmuna stórfyrirtækjanna á kostnað almennings. Það er orðið margt langt síðan þú raukst  úr Sjálfstæðisflokknum í fússi og skelltir  á eftir þér.  Varstu  þó búinn að færa mér bjórinn og vertu ævinlega margblessaður fyrir. Þjóðin skuldar þér fyrir það verk, því ekki hefur það verið í eiginhagsmunaskyni hjá bindindismanninum. Þetta er allt annað land síðan þó mörg sé vitleysan eftir.  Nú er það svo, að flokkur er ekki annað en fólkið sem er í honum. Sjálfstæðisflokkurinn missti Jón Magnússon  og stóð auðvitað uppi  fátækari en áður, eða það fannst mér að minnsta kosti. Þeir foringjar sem þá voru eru löngu gleymdir.   Maður hélt að Frjálslyndir hlytu að græða annað eins þegar þeir fengu Jón. En  þá varð Margrét Sverrisdóttir á allt öðru máli. Henni hefur kannske fundist skyggt á sig og talið sig eiga fleiri kosti með Ómari.  Ég dáist raunar að því hvað þú  ert ötull við skriftirnar og málflutninginn í 100 erindum  á Sögu. Í seinni tíð  prédikarðu fyrir F-listann og kemur víða við. Þú sérð oft vel og glöggt í rót vandamálanna. En á sumt ertu heldur glámskyggnari og veldur þar miklu einhver fóbía sem þú ert búinn að tileinka þér  gegn Sjálfstæðisflokknum. Maður heldur helst að um þann flokk hljóti möndul hins illa að liggja rétt eins og Cato hélt um Karþagó  . Þar um ferðu mörgum orðum eins og framgangreind fullyrðing  ber með sér. Ég var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins ásamt þá væntanlega með á annað þúsund álíka sauðum. Ég varð ekki var við  þennan ásetning flokksins. Miklu heldur voru framleidd þarna mörg kíló af tillögum til að bæta hag flestra annarra en mín til dæmis. Svo ekki þurfti ég að mæta þessvegna.  Sé til einhver önnur stefna Sjálfstæðisflokksins en okkur var birt þarna og okkur var sagt að við værum að búa til,  þá hlýtur hún að vera geymd oní einhverri skúffu uppí Valhöll og verður þá væntanlega ekki tekin upp fyrr en eftir kosningar, þegar  öllum landsfundartillögunum okkar sauðanna og fagurgalanum í forystunni verður hent. Þá hefur flokkurinn væntanlega upp styrjöldina gegn lífskjörum almennings, öryrkjum og gamlingjum  í þágu hinna fáu ríku og kvótagreifa.  Svakalega hlýtur hann Geir annars að vera klár að geta blöffað alla svona og hlýtur því  að vera einn af þeim átján, sem allur heimurinn þekkir,  eins og segir í kvæðinu. Heldurðu virkilega að hann sé svona klár ? Þú ert bara alveg samstíga Steingrími Joð og Ingibjörgu .  Ég hitti ekki sjálfstæðisfólk  á þessum fundi með svona innréttingu eins og þú ert að lýsa. Mér er til efs að það finnist nokkursstaðar.  Og úr því að þú ert svona sannfærður um óbirtan tilgang Sjálfstæðisflokksins, flokksins sem þú  hefur ekki séð innaní  í mörg ár, hvað eigum við þá að halda um Frjálslynda flokkinn ? Er þar allt annað uppi á teningnum og allt dagsatt sem boðað  er á  á þeim bæ ? Eða eru þar til einhverjar skúffur, sem opnast ekki fyrr en eftir kosningar ? Er ekki sagt að margur hyggi mig sig ? Jón minn góður. Ég veit að þú ert ágætis strákur og mér þykir vænt um þig. Hlífðu okkur  við svona málflutningi.  Reyndu heldur að beita skynseminni, sem þú átt nóg af, amk. ef þú leitar vel.  Ég held þú fáir fleiri atkvæði útá það en hað berja hausnum utaní Valhallarmúrana eins og Júði við Grátmúrana.  Þeir munu ekki ljúkast upp fyrir þér fremur en þeim í Jerúsalem meðan bara er barið og barið.   En hann Fillipus Makedóniúkóngur sagði ,  að asni klyfjaður gulli kæmist yfir hvaða borgarmúr sem væri. Og  gáfur eru það eina gull, sem enginn getur stolið frá eigandanum !  

Auðvitað erum við í pólitík og þurfum að láta það heita eitthvað.  Maður má bara ekki skjóta yfir markið eins og mér finnst þú vera stundum að gera.     

Halldór Jónsson, 20.4.2007 kl. 22:52

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki bregst þér ritlistinn ágæti Halldór. Synd að Mogginn skuli vera búinn að úthýsa þér því að þú skrifaðir hvað skemmtilegustu greinar sem birst hafa í því blaði.

Ég veit það að Sjálfstæðisfólk er upp til hópa vel gert og vill láta gott af sér leiða. Á Landsfundum sést hvað Sjálfstæðisflokkurinn býr yfir miklum mannauði. En af hverju komast meiningar og áherslur þess góða fólks sem sækir Landsfund ekki í framkvæmd? Er það huliðshöndin sem öllu ræður þegar kemur til Teits og Siggu. Ég hef horft á svo marga góða stráka í Sjálfstæðisflokknum standa uppi og gera eitthvað allt annað en þeir sögðust ætla að gera og ég vissi að var sannfæring þeirra.

Póltík er í fyrsta lagi hvað þú ætlast til að ríkið geri og hvað þú vilt gera til að hemja þá ófreskju. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið of langt í því að sleppa ófreskjunni lausri og því á flokkurinn heimsmet meðal þróaðra ríkja í aukinni skattheimtu á launafólk og aukningu ríkisútgjalda miðað við vergar þjóðartekjur á valdatíma sínum. Skattgreiðandinn gleymdist hjá Sjálfstæðisflokki Davíðs. Ég sé ekki að Geir sem tók þátt í þessu með honum muni eftir honum.

Jón Magnússon, 20.4.2007 kl. 23:36

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll gamli sundfélagi,

 þetta var að mörgu leyti ágætur pistill hjá þér enda er það þinn háttur að skrifa skemmtilega.  Samt þykir mér þú full lítillátur þegar þú segir að þú hafir verið einn af sauðunum" á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.  Ég hirði ekki um að blanda mér í deilu ykkar Jóns um verðtryggingu, enda hef ég lítið vit á því. Skilst þó að sparifé sé að mestu geymt í hlutabréfum en allt lansfé hér á landi ber háa raunvexti hérlendis einkum það sem er óverðtryggt.  Hitt vil ég þó segja að þú Halldór, ert alltof greindur og skemmtilegur maður til að nokkur ærlegur maður trúi því að þú sért sauður þó þú bregðir yfir þig gæru, sem mér skilst að sé samkvæmisklæðnaður á landsþingi Sjálfstæðisflokksins. Það yrði mikil og góð liðveisla fyrir okkur frjálslynda að fá mann eins og þig og ég býst líka við að þú nytir þín betur.

Sigurður Þórðarson, 20.4.2007 kl. 23:43

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll gamli sundfélagi,

 þetta var að mörgu leyti ágætur pistill hjá þér enda er það þinn háttur að skrifa skemmtilega.  Samt þykir mér þú full lítillátur þegar þú segir að þú hafir verið einn af sauðunum" á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.  Ég hirði ekki um að blanda mér í deilu ykkar Jóns um verðtryggingu, enda hef ég lítið vit á því. Skilst þó að sparifé sé að mestu geymt í hlutabréfum en allt lansfé hér á landi ber háa raunvexti hérlendis einkum það sem er óverðtryggt.  Hitt vil ég þó segja að þú Halldór, ert alltof greindur og skemmtilegur maður til að nokkur ærlegur maður trúi því að þú sért sauður þó þú bregðir yfir þig gæru, sem mér skilst að sé samkvæmisklæðnaður á landsþingi Sjálfstæðisflokksins. Það yrði mikil og góð liðveisla fyrir okkur frjálslynda að fá mann eins og þig og ég býst líka við að þú nytir þín betur.

Sigurður Þórðarson, 20.4.2007 kl. 23:49

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll gamli sundfélagi,

 þetta var að mörgu leyti ágætur pistill hjá þér enda er það þinn háttur að skrifa skemmtilega.  Samt þykir mér þú full lítillátur þegar þú segir að þú hafir verið einn af sauðunum" á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.  Ég hirði ekki um að blanda mér í deilu ykkar Jóns um verðtryggingu, enda hef ég lítið vit á því. Skilst þó að sparifé sé að mestu geymt í hlutabréfum en allt lansfé hér á landi ber háa raunvexti hérlendis einkum það sem er óverðtryggt.  Hitt vil ég þó segja að þú Halldór, ert alltof greindur og skemmtilegur maður til að nokkur ærlegur maður trúi því að þú sért sauður þó þú bregðir yfir þig gæru, sem mér skilst að sé samkvæmisklæðnaður á landsþingi Sjálfstæðisflokksins. Það yrði mikil og góð liðveisla fyrir okkur frjálslynda að fá mann eins og þig og ég býst líka við að þú nytir þín betur.

Sigurður Þórðarson, 20.4.2007 kl. 23:51

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Líklega hefðu tvö eintök dugað svo amk einu er ofaukið. 

Sigurður Þórðarson, 21.4.2007 kl. 00:04

14 identicon

vá hvað þið eigið að líkja á: www:heimaklettur.is

það held ég elskurnar mínar

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 00:08

15 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Orð í tíma töluð Jón, allt laukrétt, ef ég ætlaði á annað borð að styðja stjórnina mundi ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn, svo einfalt er það nú og ég botna ekki í þessari undrun Guðna yfir þessari staðreynd....?

Siggi, hvaða guðsvolaða "guðsmann" ert þú að eyða tíma í þarna.....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.4.2007 kl. 10:25

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón þú skrifar :

og því á flokkurinn heimsmet meðal þróaðra ríkja í aukinni skattheimtu á launafólk og aukningu ríkisútgjalda miðað við vergar þjóðartekjur á valdatíma sínum. Skattgreiðandinn gleymdist hjá Sjálfstæðisflokki Davíðs. Ég sé ekki að Geir sem tók þátt í þessu með honum muni eftir honum.

Þetta er ekki rétt, skattheimtan á launafólk hefur verið lækkuð Tekjuskatturinn hefur verið lækkaður um 3 í stað 4 % að kröfu ASÍ. Hann þarf að lækka um 6 % í viðbót til þess að jafna muninn milli einkahlutafélaga og einstaklinga svo að sú mismunun hverfi, núverandi ástand kemur óorði á einkahlutafélög.

Svo þarf að endurskoða gjaldþrotalögin, það er ekki hægt að halda þeim sem lenda í gjaldþroti í ævilangri niðurlægingu og skerðingu mannréttinda. Man enginn hvernig Thor jensen reis upp aftur og borgaði öllum til baka, ekki  af því hann þyrfti þess heldur var hann þannig. Kveha

Halldór Jónsson, 21.4.2007 kl. 20:04

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Jón,

Þú komst ágætlega út í TíVíinu í dag. Og raunar Ómar líka, hann hefur þó vit á flugmálum sem fáir aðrir hafa sem tala mest. Þetta var rétt já þér, það er annaðhvort Reykjavík eða Keflavík, allt annað er bull, Löngusker eða Hólmsheiði. Flugvélar þurfa sömu búsetuskilyrði og mannfólk, þetta veit ég af eigin reynslu sem flugvélafóstri í 30 ár.

Hvað er þessi miðbær í Reykjavík ? Það er allt miðað við einhvern miðbæ sem er bara "Altstadt" í moderne höfuborgarsvæði, það er engir svona miðbæir til lengur. Þarna verðu aldrei neitt nema Reperbahn, allt líf og íbúar eru farnir. Þetta er svo ergilegt að horfa á þessa síðustu rúntkynslóð, sem senn fer að safnast til feðra sinna en hefur völd ennþá, vera að þvæla þetta um miðbæ Reykjavíkur. Hvernig mun hann líta út þegar verður búið að kakka blokkum oní Vatnsmýri

Halldór Jónsson, 21.4.2007 kl. 20:10

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Og til hver verður Reykjavíkurtjörn ef þar f´júga bara mávar eftir að varplandið í Vatnsmýrinni hefur verið malbikað ? Er ekki hægt að reikna hana til byggingarlóða eftir að hún hefur verið fyllt ? ég er viss um að Örn arkitekt gæti fengið nokkra milljarða út þannig.

Halldór Jónsson, 21.4.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 739
  • Sl. viku: 4520
  • Frá upphafi: 2467471

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 4203
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband