Leita í fréttum mbl.is

Að samsama sig með soranum

Charlie Hedbo var lítt útbreitt franskt ádeiluteikningarit,sem fór iðulega langt yfir öll velsæmismörk í lítilsvirðingu sinni gagnvart skoðunum annarra samborgara þar með talið trúarskoðunum. Blaðið birti ítrekað lágkúrulegar og hallærislegar sóðamyndir af Guði, Jesú, Múhameð og mörgum fleirum. 

Charlie Hedbo mátti birta þessar myndir og ádeilu vegna þess að við búum við rit- og skoðanafrelsi eða eins og merkur maður sagði eitt sinn. Klámið og ritfrelsið ganga hönd í hönd. Til að njóta þess góða þurfa menn að umbera hið slæma þó þeir þurfi ekki að samsama sig soranum.

Eitt er að virða rétt einstaklinga til að tjá sig þess vegna meiðandi og særandi fyrir marga. Hitt er að samsama sig þeim sora. Fáir málsmetandi evrópskir stjórnmálamenn hefðu tekið undir með Charlie Hedbo áður en starfsmenn blaðsins voru drepnir í hryðjuverkaárás. Þá var eðlilegt að fólk fylltist samúð og tækju sér  í munn "Je suis Charlie" til að lýsa andúð sinni á tilraunum til ritskoðunar og þöggunar.

Í dag var samþykkt að fella ákvæði um guðlast úr lögum. Í sjálfu sér skiptir það ekki miklu máli þar sem að almennt haturs ákvæði eru í almennu hegningarlögunum.

Þegar Alþingi var að samþykkja það að fella niður refisákvæði vegna guðlasts þótti þingmönnum Pírata sæma að koma upp í ræðustól Alþingis og lýsa því yfir um leið og þau greiddu atkvæði með afnámi gulasts út hegningarlögum og segja "Je suis Charlie" Hvað þýddi það? Að Píratar vilji að nú verði sótt að trúarskoðunum kristins fólks, múslima o.fl. og hæða og smá Jesús og Múhameð eins og Charlie Hedbo er þekkt fyrir þar sem ákvæði um guðlast er nú fallið úr lögum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála!  

Það er óþarft að smána það sem fólki finnst heilagt.

Óþol muslima gagnvart öllum myndum af spámanninum á örugglega rætur í fyrsta boðorði Gyðinga en kristnir (kaþólskir) menn breyttu því síðar enda eru þeir með fjölda kristtákna, maríumyndir, dýrðlingar osf. sem líkist eða á rætur í vætta- eða fjölgyðistrú.  Kannski þess vegna sem ég hef gaman að fara í kaþólska messu á jónunum.

Sigurður Þórðarson, 2.7.2015 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 291
  • Sl. sólarhring: 733
  • Sl. viku: 4112
  • Frá upphafi: 2427912

Annað

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 3803
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 248

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband