Leita í fréttum mbl.is

Eru úrslitin fyrirséð í forsetakosningunum í Frakklandi.

Skoðanakannanir undanfarnar vikur hafa sýnt Nicolas Sarkozy með yfirburðastöðu og sú sem talin var helsti andstæðingur hans Segolene Royal hefur átt undir högg að sækja. Nú bregður svo við í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar að fylgi þeirra Sarkozy og Royal mælist svipað. Royal mældist á tímabili neðar en frambjóðandi miðflokkana en nú hefur hann dregist aftur úr skv. skoðanakönnunum og líka Le Pen.

Fyrir fjórum árum sögðu skoðanakannanir að Jospin frambjóðandi sósíalista mundi verða í öðru sæti í forkosningum en svo fór að Le Pen varð í öðru sæti og kosið var á milli hans og sitjandi Frakklandsforseta. Skoðanakannanir hafa alltaf gefið Le Pen mun minna fylgi heldur en hann hefur fengið.

Þessi dæmi frá Frakklandi sýna hvað valt er að treysta skoðanakönnunum eða láta þær hafa áhrif á það sem maður ætlar að kjósa.

Það verður spennandi að sjá hvernig kosningarnar fara í Frakklandi og ég vona að sonur innflytjandans Nicolas Sarkozy hafi þetta og verði í síðari umferð kjörinn. Nicolas Sarkozy hefur í kosningabaráttunni bent á þann vanda sem Frakkland er í verði tvær þjóðir í landinu og innflytjendur aðlagist ekki frönsku samfélagi.


mbl.is Mikil þátttaka í kosningunum í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 393
  • Sl. sólarhring: 671
  • Sl. viku: 4907
  • Frá upphafi: 2426777

Annað

  • Innlit í dag: 367
  • Innlit sl. viku: 4555
  • Gestir í dag: 361
  • IP-tölur í dag: 345

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband