24.4.2007 | 16:02
Verður þetta ástand hér?
Bandaríska hagkerfið hefur verið rekið með miklum viðskiptahalla eins og íslenska hagkerfið. Uppsveiflan í bandarísku efnahagslífi á undanförnum árum hefur verið vegna mikillar einkaneyslu og eyðslu. Sparnaður er miklu minni en í nágrannalöndum okkar. Við höfum farið að með sama hætti og Bandaríkjamenn nema hvað við höfum þvingaðan sparnað í lífeyriskerfinu en erum miklu skuldsettari.
Lækkun fasteignaverðs í Bandaríkjunum hefur verið það mikil undanfarið að veðsetningar standa iðulega ekki undir veðsetningum sem fullnægjandi tryggingar. Um þetta var ítarlega fjallað í ritinu The Economist fyrir nokkrum vikum.
Hvað okkur varðar er spurningin hvað gengur lengi að vera með skuldsetta velmegun og kaupæði vaxandi skuldir heimilanna og vaxandi skuldir við útlönd. Hvað gerist þá í verðtryggða samfélaginu? Af hálfu stjórnvalda hefur verið látið reka á reiðanum og genginu haldið uppi á fölskum forsendum. Okkar staða getur orðið mun alvarlegri eftir nokkra mánuði en það sem fólk er að upplifa núna í Bandaríkjunum.
Þjóðinni liggur á að við næstu Alþingiskosningar verði valið fólk sem veit um hvað það er að tala og hefur lausnir. Atvinna, uppbygging, afnám verðtryggingar á lánum og alvöru gjaldmiðill er forsenda þess að við lendum ekki í efnahagslegum hremmingum.
![]() |
Bandarísk væntingavísitala lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 4
- Sl. sólarhring: 164
- Sl. viku: 2140
- Frá upphafi: 2504997
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 2015
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sæll Jón. Guðmundur Óafsson sagði í grein í mbl árið 2001 íslenski viðskiptahallinn væri góðkynja. Þ.e. aðallega tilkominn vegna þess að erlendir bankar lána íslenskum fyrirtækjum og ef þau standa ekki undir skuldbinginum þá bitnar það á lánadrottninum.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=606081
Öðru máli gegnir um viðskiptahalla vegna skuldsetningar ríkissjóðs en því er ekki til að dreifa hérlendis þar sem núverandi ríkisstjórn er nánast búin að greiða niður erlendar skuldir.
Er ekki eðlilegt að það sé viðskiptahalli í hagkerfi sem er í örum vexti? Ég heyrði einhversstaðar að það hefði verið samfelldur viðskiptahalli í bandaríkjunum í meira en 100 ár meðan hagkerfið þar var að byggjast upp.
Þorsteinn Sverrisson, 24.4.2007 kl. 16:47
Hvaða "alvöru gjaldmiðil" ertu að tala um? Er stefna Frjálslynda flokksins að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna?
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.4.2007 kl. 18:24
Alvöru gjaldmiðill er t.d.gjaldmiðill sem tengdur er vegnu meðalgengi helstu viðskiptaþjóða. Það þarf ekki að vera Evra. Hjörtur ég reikna með að þú þekkir stefnu Frjálslynda flokksins í þessum málum. Við stefnum ekki að aðildarumsókn.
Jón Magnússon, 24.4.2007 kl. 18:32
Þú talar um afnám verðtryggingar lána, Jón.
Hvað með lífeyrissjóði landsmanna. Á að brenna þá upp eins og gerðist á árunum fyrir verðtryggingu þeirra ?
Hvernig ætlar þú að gæta hagsmuna eftirlaunaþega ef verðtrygging ævisparnaðar þeirra verður afnumin ?
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 21:17
Allt þetta tal byggist á því, að Jón vill ekki að sá sem fær 20 milljónir að láni borgi ekki 20 milljónir til baka með lægri vöxtum vegna verðtryggingarinnar. Ef hann vill þetta ekki þá geta allir, sem eru lánshæfir fengið sömu upphæð lánaða í evrum. Þeir borg í evrum til baka plús vexti. Af hverju tuðar þjóðin á útvarpi Sögu um þetta allan daginn og frjálsyndi flokkurinn drynur bassann eins og trunt trunt og tröllin í fjöllunum. Af hverju vilja þeir hagsmuni skuldara umfram þeirra sem reyna að spara ? Eru frjálslyndir á móti ráðdeild og sparnaði ?
Halldór Jónsson, 24.4.2007 kl. 23:08
Þú hefur hvergi séð að Frjálslyndir tækju hagsmuni skuldara umfram þá sem reyna að spara. En hversvegna má ekki afnema verðtryggingu þegar verðbólgan væri komin niður í 2-3% eins on núverandi stjórvöld fullyrða að verði komið um næstu áramót. En vandamálið er að öll efnahagsstjórn núverandi ríkisstjórnar hefur verið tómt rugl. Frjálslyndir eru ekkert á móti ráðdeild og sparnaði og þótt flokkurinn sé ekki með á stefnuskránni Evrópuaðild er ég samt þeirra skoðunar að við ættum að Evrópuaðild og hefur Þorsteinn Pálsson fv. forsætisráðherra fært fyrir því góð rök. Allt tal um að við missum yfirráðin yfir okkar fiskimiðum er bara bull og fyrir liggur að við hefðum örugglega full yfirráð yfir landhelginni innan 12 mílna og ættum mun meiri sögulegan veiðirétt innan 200 mílna landhelgi en aðrar þjóðir og eitt gerir ESB, það tekur sérstakt tillit til strandbyggða. Ég sé ekki betur en að með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi séum við að útrýma okkar helstu nytjastofnum og örfáir aðilar eru að fá yfirráðaréttin yfir mest öllum kvótanum, semér í raun sameign allrar þjóðarinnar. Við færum örugglega ekkert verr út úr því þótt kvótanum yrði úthlutað frá Brussel í stað skrifstofu LÍÚ. Þetta hefur bara verið hræðsluáróður og ekkert annað og af því Sævar Helgason talar um að lífeyrissjóðirnir brynnu upp ef verðtrygging yrði afnumin, þá er það svo með mig sem er öryrki eftir slys að minn lífeyrissjóður er af mér tekinn í formi skatta og skerðinga á bótum og sama er hjá ellilíeyrisþegum þessa lands.
Jakob Falur Kristinsson, 25.4.2007 kl. 09:21
Mig langar að vita hvaða hugmyndir Frjálslyndi flokkurinn er með varðandi afnám verðtryggingar. Hvernig sú framkvæmd ætti að vera, t.d. á hvaða tímabili og annað slíkt. Maður spyr sig líka hvernig standi á því að Ísland sé eina ríkið í veröldinni sem er með þessa verðtryggingu á húsnæðislánum? Má ekki afnema verðtrygginguna af húsnæðislánum í áföngum án þess að hrófla við lífeyrissjóðum?
Það eru til aðrar leiðir eins og t.d. fastir vextir, lán með jöfnum afborgunum í stað annuitet.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:10
Þessi umræða um afnám verðtryggingar er eitt af mörgum dæmum um popúlisma og bullstefnu Frjálslynda flokksins, sem engin innistæða er fyrir þegar málin eru skoðuð af skynsemi.
Verðtryggingin er engan veginn slæm í sjálfri sér. Verðtryggð lán eru með föstum vöxtum, jafngreiðslulán og til langs tíma. Greiðslubyrði af þeim er mjög stöðug og helst almennt í hendur við kaupmátt fólks (þ.e. verðlag, þar á meðal laun). Vegna þess að verðbólguáhætta er engin geta vextir verið tiltölulega lágir á þessum lánum.
Óverðtryggð lán eru allt annar hlutur. Þau eru yfirleitt með breytilegum vöxtum (það lánar enginn óverðtryggt til 25-40 ára á föstum vöxtum nema þeir séu þá því hærri og innifeli ríflegt verðbólgu- og áhættuálag). Það þýðir að greiðslubyrði sveiflast verulega eftir vaxtastigi í landinu, miklu meira en greiðslubyrði verðtryggðra lána. Um þessar mundir væru t.d. afborganir af dæmigerðu óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum gríðarlega háar og væru að sliga heimilin í landinu. Má segja að eini kostur þeirra væri að peningamálastjórnun Seðlabankans myndi þá bíta mun betur en nú er.
Bankarnir hafa boðið óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa og erlendu lánin sem margir taka í dag eru líka valkostur á markaðnum. Af hverju í ósköpunum ættum við að fækka valkostum á lánamarkaði með valdboði hins opinbera? Af hverju ekki bara að leyfa neytendum að velja eins og hingað til? Getur Frjálslyndi flokkurinn ekki fundið sér eitthvað gáfulegra til að berjast fyrir, af nógu er að taka?
Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.4.2007 kl. 16:47
Bravó Vilhjálmur,hvort sem þeir skilja þetta eða ekki þá er þetta sannleikurinn allur
Halldór Jónsson, 25.4.2007 kl. 23:18
Hverning stendur á því að löndin í kringum okkur geta boðið uppá húsnæðislán á lægri vöxtum en þekkjast hér og án verðtryggingar, ef við getum það ekki......
Þegar verðbólgu markmiði SÍ er náð, 2,5%, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að ekki sé hægt að afnema verðtryggingu lána hér.
Dæmi:
20 millur á 5% vöxtum í erlendri mynt kostar 40 millur yfir 40 ár.
20 millur á 5% vöxtum í íslenskum verðtryggðum kr. miðað við 2,5% verðbólgu kostar 78,5 millur yfir 40 ár.
Þe. 38,5 milljón króna munur, er þetta eðlilegt?
Þegar stórt er spurt.
kv. af skaga.
Einar Ben, 25.4.2007 kl. 23:43
Afsakið þetta er ekki allskostar rétt hjá mér.
Að frádregnum höfuðstóli þá er kostnaðurinn annarsvegar 20 milljónir og hinsvegar 58,5 milljónir.......
kv. af skaga
Einar Ben, 25.4.2007 kl. 23:46
Dæmið er ekki svona einfalt, Einar - verðbólgan hverfur ekki bara fyrir einhverja töfra. Ef íslensk verðbólga er meiri en erlend þá veikist krónan sem því nemur, til lengdar litið - það segir hagfræðin okkur. Og þá stendur erlenda lánið ekki í 40 milljónum króna eftir 40 ár, heldur hærri upphæð. Þar að auki held ég að þú fáir varla fasteignalán í evrum til 40 ára á 5% föstum vöxtum. En þessi umræða er hvort sem er um keisarans skegg, því af hverju eiga neytendur ekki einfaldlega að hafa báða valkostina og velja sjálfir? Hvaða gagn gerir sú stefna Frjálslyndra að banna annan valkostinn?
Þar að auki er vandinn sem þú ert að lýsa í raun ekki vandi verðtryggingar heldur hárra vaxta í krónu. Vextir verða alltaf háir í íslenskri krónu vegna þess að hún er sveiflukennd örmynt. Eina alvöru lausnin fyrir íslenska neytendur er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, en Frjálslyndir eru sem kunnugt er á móti því. Ég held reyndar að íslenska hagkerfið sé á hraðri leið yfir í evrur hvort sem stjórnmálamenn ákveða það eður ei.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.4.2007 kl. 01:22
Örstutt viðbót: ég fór á heimasíðu Danske Bank og sló upp lánakjörum þeirra í húsnæðislánum í DKK. Þeir bjóða engin löng lán með föstum vöxtum, en lengstu lánin eru til 30 ára, með fljótandi vöxtum.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.4.2007 kl. 01:35
En finnst þér ekkert óréttlátt að íslensku bankarnir eru stikkfríir varðandi hækkun á verðbólgun? Allur verðbólguskellurinn flyst yfir á lántakann en bankinn fitnar bara enda með veðsetningu lána í fasteignum og geta í versta falli hirt hana og selt eða leigt. Sem betur fer hefur fasteignaverðið haldið í við verðbólguna enda skuldir heimilinna mest megnis verðtryggð.
Gleymum því ekki að verðtryggingin var sett á til að hindra að lífeyrissjóðirnir myndu ekkii brenna upp(1979 ef ég man rétt). Barn síns tíma og fyir löngu tímabært að við leggjum niður þennan vágest enda er það væntanlega bara spurning um tíma hvenær dyrnar opnast almennilega fyrir okkur að erlendu lánsféi. Bankarnir hafa nú ekki verið að mæla mikið með erlendum myntkörfum enda hagnast ekkert eins mikið á þeim. Núna reyndar eru Glitnir að auglýsa blönduð lán enda gengi krónunnar í hámarki og einstaklega óhagstætt fyrir kúnnann að taka erlent lán. En bönkunum er skítsama um velferð skjólstæðings síns. Bara spurning um að græða og helst að græða sem mest og hirða síðan fasteignina og helst fasteignina hjá þeim sem skrifuðu undir sem ábyrgðarmenn líka.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 10:29
Í fljótandi vöxtum eru bankarnir alveg jafn stikkfrí varðandi verðbólgu, þeir hækka bara vextina í samræmi við verðbólgustigið hverju sinni. Þú finnur engan lánveitanda í heiminum sem er tilbúinn að lána peninga án þess að fá þá til baka jafnverðmæta að viðbættum vöxtum. Að halda annað er einfaldlega barnalegt.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.4.2007 kl. 12:42
Allt ber að sama brunni. Frjálsyndir vilja fá lánað og borga minna en þeir fengu til baka. Vilja það ekki allir, þeas fyrir sig prívat og persónulega. En hver vill þá eiga lánsfjármagnið ? Vill Frjálsyndi flokkurinn reka þann banka ? Vill Jón Magnússon vera bankastjóri í þeim banka ? Af hverju eru menn að berja hausnum við steininn og heimta gjafir ? Hver á að tapa þegar skuldarinn græðir ? Og svo gleyma menn að það er verðbólga líka í evrulöndum. Evran verður bara hálf evra eftir 25 ár. Þessvegna eru breytilegir vextir
Halldór Jónsson, 26.4.2007 kl. 13:13
Vilhjálmur, ég talaði um lán í erlendri mynt, ekki endilega evrur, í dag er banki á íslenska markaðnum sem býður uppá lán í erlendri mynt, þar er miðað við Libor vexti í myntkörfu og er td. hægt (í dag) að fá lán í körfu með 50% yen og 50% franka á 3,68% vöxtum. Libor vextir eru breytilegir, eðlilega.
Þessi lán eru vissulega háð genginu, en er það ekki einnig staðreynd að td. gengisfellingar hafi áhrif á verðbólguna, og þar með vísitöluna?
Í Danmörku er hægt að fá lán á breytilegum vöxtum til 30 ára, með vaxtalofti sem er 5%, það er líka hægt að fá lán á föstum 4 eða 5% vöxtum til 30 ára.
Og eins og Halldór bendir réttilega á að þá er einnig verðbólga í öðrum löndum, en hið einkennilega er að þar er ekki verðtrygging, merkilegt að þessar þjóðir séu ekki löngu komnar á hausinn.....!
Það er á hreinu að þegar ég hef lokið við húsbygginguna sem ég er að fara af stað með, þá mun ég taka erlent lán, í jenum, frönkum og jafnvel evrum, og spara með því ca. 1.000.000 kr. á ári, í 40 ár.
og hana nú.....(sagði hænan............)
kv. af skaga.
Einar Ben, 26.4.2007 kl. 23:28
Endilega, Einar - gerðu þetta svona ef þér sýnist það hagstætt. En af hverju þarf að banna verðtryggingu?
Ég er sammála Jóni Magnússyni um að krónan er ónýt, en ég skil ekki ályktunina sem hann dregur af því. Hann virðist ekki vilja taka upp Evru, en hvað vill hann þá? Taka upp dollara?
Vilhjálmur Þorsteinsson, 27.4.2007 kl. 15:07
Þar sem Jón Magnússon þingmannsefni Frjálslyndraflokksins hefur ekki gefið nein svör við þeirri fyrirspurn sem ég beindi til hans hér á þessum vef,þá lít ég svo á að þetta verðtryggingarmál lánaskuldbindinga sé með öllu óabyrgt hjal og að engu hafandi...
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 20:16
Jón hefur engum athugasemdum svarað um verðtrygginguna, en heldur ótrauður áfram að berja hausnum við sama steininn á bloggi sínu. Sem sagt, engin rökleg umræða um málið.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 28.4.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.