Leita í fréttum mbl.is

Skoðanakönnun fáránleikans

Ríkisútvarpið birti frétt í gær af skoðanakönnun sem RÚV hafði látið gera vegna komandi forsetakosninga. Svo var að heyra að hér væri merkisfrétt, sem sýndi vel afstöðu landsmanna til þess hver eigi að verma forsetastólinn á Bessastöðum næsta kjörtímabil.

Frambjóðendur sem Fréttablaðið hefur sérstaklega kynnt til sögunnar sem frambjóðendur, voru oftast nefndir í könnuninni sem gaf fréttastofu RÚV tækifæri til að tala um sérstakar vinsældir Jóns Kristinssonar Gnarr og Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna.

Við skoðun kom í ljós að skoðnakönnun RÚV er lítið annað en fáránleiki. RÚV lét framkvæma netkönnun þar sem 1400 einstaklingar voru spurður en af þeim svöruðu eingöngu rúmur helmingur. Af þeim rúma helmingi tók minni hlutinn eða 38% afstöðu. Það svarar til þess að 1 af hverjum 5 aðspurðra hafi séð ástæðu til að taka þátt í könnuninni.

Frambjóðendur Fréttablaðsins þau Jón og Katrín njóta því ekki þeirra fjöldavinsælda sem frétt RÚV gaf til kynna. Rúm 4% aðspurðra telur Jón K. Gnarr vænlegan kost í forsetastól og rúm 3% aðspurðra Katrínu Jakobsdóttur. Miðað við þá staðreynd að fram að þessu hafa engir aðrir verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir forsetaframbjóðendur verður að telja að gengi þeirra Jóns K.Gnarr og Katrínar sé afar lélegt þvert á það sem kom fram í frétt RÚV.

Vinsældir Katrínar eru langt fyrir neðan kjörfylgi Vinstri Grænna og vinsældir Jóns K. Gnarr langt frá því kjörfylgi sem hann fékk til borgarstjórnar, þrátt fyrir áróður Fréttalbaðsins. Áhugi kjósenda á þeim sem viðtakandi foreta er vægast sagt afar lítill og það er e.t.v. það eina fréttnæma við þessa skoðanakönnun RÚV.

En það mátti ekki segja einhverra hluta vegna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki skoðanakönnun, bara dæmigerð skoðanahönnun, þar sem fjölmiðillinn reynir að selja fólki ákveðna frambjóðendur. Því miður er þetta daglegt brauð hjá Ríkisútvarpi allra vinstrimanna, sem er misnotað á ótrúlega svívirðilegan hátt.

Versta er, að ríkisstjórniner gagnslaus í baráttunni gegn þessu, þar sem Ríkisútvarpið, með stuðningi annarra vinstrimiðla, hefur tekist að hræða Illuga Gunnarsson til hlýðni, með áróðri gegn honum, í búningi frétta.

Og þar sem Illugi Gunnarsson hefur verið barinn til hlýðni, orðinn góður kerfiskall, ber að skipta honum út snarlega, t.d. fyrir Vigdísi Hauksdóttur, sem hefur sýnt að hefur stærri kúlur en Illugi.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 13:04

2 identicon

Ég er sammála hverju orði, sem þú segir. Ég hef líka verið að spyrja sjálfa mig, hvort fólk sé að grínast með þessu. Ég minnist þess nú, að árið 2009 eða 2010 sagði reið kona, sem var í flokki búsáhaldabyltingasinna, við mig, að það passaði þjóðinni best að hafa Gnarrinn í borgarstjórnarstól og Ladda eða einhvern álíka grínista í forsetastól. Þjóðin ætti ekki betra skilið. Ef þetta er ennþá hugsunarháttur fólks, þá er illt í efni, og þá er heldur ekki hægt annað en að biðja Guð að hjálpa þjóðinni. Það er nú vitað um foringjakreppuna í sumum stjórnmálaflokkanna, en aumt er, ef satt er, og raunin sú, að það sé foringjakreppa á þessu sviði líka. Hitt er annað mál, að Ólafur Ragnar hefur breytt embættinu svo mikið, að það verður vandasamt að finna eftirmann hans, þar sem sá þarf að taka afstöðu til svo margar hluta, m.a. ESB-aðildar, sem forverar hans þurftu ekki að gera. En mér leist alls ekki á blikuna, þegar ég heyrði þessa skoðanakönnun í útvarpinu og skildi ekki tilganginn, enda myndi ég ekki kjósa, ef engir væru í framboði aðrir en þetta lið.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 708
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband