Leita í fréttum mbl.is

Ríkisútgjöld hækka. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.

Í riti Seðlabanka Íslands, Peningamál, 1. hefti 2007 segir að hlutfall ríkisútgjalda muni hækka. Á árinu 2006 var hlutfall útgjalda hins opinbera 41.5% af landsframleiðslu.Seðlabankinn spáir að hlutfall útgjalda af landsframleiðslu árið 2009 verði 49% af landsframleiðslu og miðar þá við svipaðri hækkun samneyslu og undanfarin ár en hægari vexti landsframleiðslu.

Þetta er staðan eftir að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að sitja óslitið í ríkisstjórn lengur en yngstu kjósendur muna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mörg góð mál á stefnuskrá sinni og segist berjast fyrir þeim. Eitt þeirra er að draga úr skattheimtu og ríkisútgjöldum. Sem ungur Sjálfstæðismaður tók ég þátt í að móta og berjast fyrir stefnu sem við nefndum "Báknið burt". Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn svikið þessa grunnstefnu sína í tæpa tvo áratugi.

Er ekki kominn tími til að kjósa fólk sem hvikar ekki í þeirri stefnu að draga úr ríkisbákninu og lækka skattana?  Verði ég kosinn þingmaður mun ég beita mér fyrir því draga úr ríkisbákninu og lækkun skatta. Draga úr miðstýringu og auka möguleika einstaklinganna til að njóta sín sem frjálst fólk.

Verði sama ríkisstjórn munu launþegar ekki fá útborgaða nema 39 krónur af hverjum 100 því að 49 tekur hið opinbera og 12 krónur taka lífeyrissjóðirnir. Breytum þessu.

X-F er ávísun á betri lífskjör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var nú Davíð sem sagði við upphaf síns stjórnmálaferils í landsmálapólitíkinni að "hann ætlaði að vinda ofan af óreiðunni (ríkisbákninu)". En hvað gerðist? Vart finnst meiri ríkisbelgur en hann Davíð þegar kemur að útþennslu ríkisins á liðnum árum. þetta reyndist eftir allt saman vera hin mesta öfugmælavísa!

Ragnar (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 18:04

2 identicon

Það var nú Davíð sem sagði við upphaf síns stjórnmálaferils í landsmálapólitíkinni að "hann ætlaði að vinda ofan af óreiðunni (ríkisbákninu)". En hvað gerðist? Vart finnst meiri ríkisbelgur en hann Davíð þegar kemur að útþennslu ríkisins á liðnum árum. þetta reyndist eftir allt saman vera hin mesta öfugmælavísa!

Ragnar Þ. (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 678
  • Sl. sólarhring: 928
  • Sl. viku: 6414
  • Frá upphafi: 2473084

Annað

  • Innlit í dag: 615
  • Innlit sl. viku: 5843
  • Gestir í dag: 590
  • IP-tölur í dag: 577

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband