Leita í fréttum mbl.is

Hagstjórnarmistök?

Þegar fyrrverandi fjármálaráðherra sem mikið mark er takandi á skrifar þá hlítur maður að leggja við hlustir. Í dag er grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi fjármálaráðherra sem heitir "Fyrirtækin flýja hagstjórnarmistökin" Í greininni bendir hann á að þar sem skuldir heimilanna séu að stærsta hluta á verðtryggðum langtímalánum á föstum vöxtum hafi aðgerðir Seðlabanka til að slá á verðbólguna lítil áhrif til að slá á lánsfjáreftirspurn. En verðbólgureikningurinn sem bætist við höfuðstól lánanna í gegnum verðtrygginguna  hefur aukið útgjöld hinnar skuldugu fjölskyldu um hálfa milljón á ári. Þar með fór hinn prísaða kaupmáttaraukning hjá mörgum fyrir lítið segir Jón Baldvin.

Jón Baldvin bendir á það með skýrum hætti hvaða hættur eru í því að vera með verðtryggð lán í þjóðfélagi þar sem ríkisstjórn hefur gert hagstjórnarmistök. Hann segir að vegna óstöðugleika krónunnar hafi fyritæki neyðst til að fara úr landi.

En venjulegt fólk á þess ekki kost við verðum að búa við hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar. Heimilin í landinu fá reikninginn þegar gengið fellur. Heimilin í landinu fá reikninginn þegar olíuverðið hækkar.

Eina leiðin er að taka um aðra viðmiðun varðandi gengi krónunnar og afnema verðtrygginguna. Verðtryggingin er hækja gjaldmiðils sem engin treystir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Hvað nákvæmlega þýðir "önnur viðmiðun varðandi gengi krónunnar"?  Á að hætta með fljótandi krónu og fara til baka í fast gengi?  Þetta verður að skýra betur.

Í öðru lagi, hvað er átt við með að "afnema verðtrygginguna"?  Breyta öllum lánum sem fyrir eru í landinu yfir í fljótandi vexti?  Hvað með verðtryggð skuldabréf, t.d. íbúðabréf, sem hafa verið seld á markaði?  Hvað með eignir lífeyrissjóða?  Eða á þetta bara við um ný lán?  Svona upphrópanir þýða ekki neitt nema menn skýri hvað þeir eiga nákvæmlega við. 

Vilhjálmur Þorsteinsson, 28.4.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.2.): 313
  • Sl. sólarhring: 413
  • Sl. viku: 1898
  • Frá upphafi: 2489543

Annað

  • Innlit í dag: 295
  • Innlit sl. viku: 1721
  • Gestir í dag: 292
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband