Leita í fréttum mbl.is

Kanarífuglar í gullbúrum

Formaður Vinstri grænna fór fram á fund í utanríkismálanefnd Alþingis til að fjalla um loftárásir Tyrkja í Írak og Sýrlandi með samþykki NATO. Ætla hefði mátt miðað við sögu og tilurð Vinstri grænna að hart yrði vegið að NATO á þessum fundi af formanni VG og lögð fram ályktun til að fordæma samþykki NATO við framferði Tyrkja. En ekkert af þessu gekk eftir.

Þegar upp var staðið gerðist ekkert. Fundur utanríkismálanefndar endaði með gleðileik samkomulags þar sem allir í öllum flokkum voru sammála um að gera ekki neitt og rugga ekki bátnum. Meira að segja þær stöllur Katrín Jakobsdóttir og Birgitta Jónsdóttir hreyfðu engum skilmerkilegum andmælum við framferði Tyrkja eða gerðu athugasemdir sem skiptu máli.

Fundur utanríkismálanefndar var mikilvægur að því leyti að hann afhjúpaði að hvorki Píratar né Vinstri grænir hafa aðra sýn í utanríkismálum en utanríkisráðherra. Þær stöllur Birgitta og Katrín mótmælltu ekki lúalegum loftárásum Tyrkja á Kúrda eða lögðu eitthvað fram sem sýndi sérstöðu þeirra í utanríkismálum.

Full ástæða er til að gagnrýna Tyrki og NATO vegna loftárása Tyrkja og framferðis. Utanríkismálanefnd Alþingis hefði átt að gera athugasemdir við að utanríkisráðherra fordæmdi ekki Tyrki á vettvangi NATO fyrir stuðning þeirra við ISIS og hlut í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir á vergang.

Forusta Vinstri grænna og Pírata eru svo heillum horfin að hún beygir sig undir vilja ofbeldisþjóðarinnar og samþykkti afstöðu NATO til rofs griðarsamninga Tyrkja við Kúrda og loftárása Tyrkja á þjóð sem háð hefur langa og sanngjarna sjálfstæðisbaráttu.

Margir hafa haldið að þær Katrín Jakobs og Birgitta Jóns væru valkyrjur í utanríkismálum en framganga þeirra nú sýnir að þær eru ekki annað en kanarífuglar í gullbúrum. Svo mjög er hugsjónamönnum eins og Ögmundi Jónassyni þingmanni VG brugðið að hann getur ekki orða bundist yfir þessum liðleskjum og var þar virkilega hreyft réttu máli af hans hálfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála þér kæri Jón.

Það á að mótmæla lúalegum árásum tyrkja á kúrda undir því yfirskyni að þeir séu að ráðast gegn framrá ISIS. Tyrkir hafa einmitt, eins og þú nefnir, sturr ISIS og kynt undir borgarastyrjöldina í Sýrlandi og hafa nú rofið griðasamninga við kúrda Sömuleiðis að NATO skuli leggja blessun sína yfir þetta með því að setja kíkinn greinilega fyrir blinda augað.

Ég tek sömuleiðis undir með skilgreiningu þinni á Katrínu og Birgittu sem er makleg eftir frammistöðu þeirra í téðu máli.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.8.2015 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 728
  • Sl. viku: 3826
  • Frá upphafi: 2427626

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 3541
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband