Leita í fréttum mbl.is

Sögulausir stjórnmálamenn

Bretar settu viðskiptabann á Ísland um miðja síðustu öld vegna þess að Ísland sótti rétt sinn til að ráða yfir eigin fiskimiðum og vernda nytjastofna hér við land fyrir ofveiði. Við leituðum nýrra markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir en þeir voru ekki auðfundnir. Loks opnaðist á viðskipti við Sovétríkin.

Viðskiptin við Sovétríkin urðu til að rjúfa það kverkartak sem Bretar reyndu að hafa á okkur og koma í veg fyrir að smáþjóð næði rétti sínum. Allt frá þessum tima hafa Rússar verið meðal okkar traustustu og verðmætustu viðskiptaþjóða.

Þrátt fyrir að við værum ekki sammála Rússum og Sovétríkjunum í utanríkismálum þá kom það ekki í veg fyrir að þjóðirnar ættu góð samskipti og mikilvæg viðskipti. Engum stjórnmálamanni á Íslandi datt í hug að rjúfa viðskiptatengsl við Sovétríkin þrátt fyrir innrás þeirra í Ungverjaland 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og síðar innrás í Afganistan. Í öllum þeim tilvikum voru þeir þó að ráðast með hervaldi inn í ríki sem þeir höfðu aldrei átt tilkall til.

Í dag stendur stjórnmálaelítna saman um að setja viðskiptabann á Rússland vegna yfirtöku á Krímskaganum sem hefur tilheyrt Rússum um aldir og um 90% íbúanna eru Rússar. Rússar eru tilbúnir til að svara í sömu mynt og það þýðir að tugir milljarða tapast í útflutningstekjum ár hvert. Rofni viðskiptasambandið við Rússland þá er ekki þar með sagt að því verði svo auðveldlega komið á aftur. Það þýðir árlegt tap upp á marga milljarða.

Fari svo að Rússar svari sögulausu íslensku stjórnmálaelítunni í sömu mynt þá er hætt við að lífskjör versni og kaupmáttaraukning sú sem samið var um í síðustu kjarasamningum fari beinustu leið út um gluggann og þjóðin fái að upplifa enn eina verðbólguholskefluna og versnandi lifskjör.

Er það virkilega á þær hættur sem við vilum tefla?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Leyfum semsagt "góðum" viðskiptavinum að haga sér eins og svín, svo fremi við getum selt þeim eitthvað?

Halldór Egill Guðnason, 10.8.2015 kl. 04:06

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þú setur þetta eflaust ekki gegnum ritskoðunarferlið, en færslan hjá þér er tæplega til enda hugsuð.

Halldór Egill Guðnason, 10.8.2015 kl. 04:08

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er ekki hægt að vera opinn í báða enda. Til þess þarf maður að vera framsóknarmaður.

Halldór Egill Guðnason, 10.8.2015 kl. 04:08

4 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Jón; ég hef reynt að benda á hve misráðið er að taka undir viðskiptaþvinganir, sem hafa lítil sem engin áhrif og stór hluti heimsins tekur ekki þátt í. Ísland á að láta duga að mótmæla yfirgangi Rússa. En vegna söguskírskotunar hjá þér, er í lagi að benda á að Rússar hafa aldrei verið svo fjölmennirá Krímskaga, sem þú segir. Þeir hafa alla jafna verið upp undir tveir þriðju íbúa þar síðasta árhundraðið, stundum um 60%. En vitanlega getum við ekki tekið undir aðferðafræði sem felur í sér innrás inn í fullvalda ríki og síðar innlimun þess landsvæðis.

Ólafur Als, 10.8.2015 kl. 08:35

5 Smámynd: Jón Magnússon

Halldór það er í fyrsta lagi spurning hvort við teljum viðskiptaþvinganir góða leið til að hafa áhrif. Ég tel svo ekki vera heldur þvert á móti að það séu meiri möguleikar til að hafa áhrif á einstaklinga og þjóðir með því að eiga samskipti við þær. Ég var sömu skoðunar á sínum tíma varðandi viðskiptabann á Rhódesíu og síðar Suður Afríku. Svo í lokin Halldór veltu því fyrir þér hvort Rússar hafa farið verr fram undanfarin ár en t.d. Bretar Bandaríkjamenn og Frakkar. Hverjir voru það t.d. sem réðust með hervaldi á Líbýu og Írak. Var það verri gerð en að Rússar skyldu taka Krímskaga til baka.

Jón Magnússon, 10.8.2015 kl. 10:20

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég efa ekki Ólafur að þessar tölur þínar séu réttar og biðst forláts á því að hafa sagt 90% í staðinn fyrir 60%, en ég var að tala um rússnesku mælandi fólk. Gæti það þá ekki verið nærri lagi?

Jón Magnússon, 10.8.2015 kl. 10:20

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eru Alþingi, útgerðir, önnur íslensk fyrirtæki & almenningur tilbúin að henda  20 milljörðum út um gluggann hjá sér með núverandi stefnu sinni í utanríkismálum?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1908694/

Jón Þórhallsson, 10.8.2015 kl. 10:31

8 identicon

Góður pistill.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.8.2015 kl. 10:38

9 Smámynd: Ólafur Als

Væntanlega - yfir 90 % Íslendinga talar ensku. Það gerir fæst okkur ensk. Eftir sem áður þá megum við ekki gleyma því að Rússar hafa sýnt yfirgang of valdbeitingu sem ekki á að líða, þó svo að ekki vilji ég að Íslendingar taki þátt í þessum arfavitlausu viðskiptaþvingunum ESB og USA. Þjóðverjar hefur einir og sér getað haft áhrif með því að kaupa ekki olíu og gas af Rússum - og fengið fleiri í lið með sér - en það datt þeim hins vegar ekki í hug.

Ólafur Als, 10.8.2015 kl. 13:12

10 Smámynd: Jón Magnússon

Góð spurning Jón Þórhallsson. Svo virðist sem Alþingi sé reiðubúið.

Jón Magnússon, 10.8.2015 kl. 16:05

11 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Þorgeir.

Jón Magnússon, 10.8.2015 kl. 16:05

12 Smámynd: Jón Magnússon

Góð ábending Ólafur um tvöfeldnina hjá Þjóðverjum sem halda áfram viðskiptum við Rússa um leið og þeir boða viðskiptabann á sumt. Krímskaginn tilheyrði Rússlandi þangað til Krjúsjév datt í það og gaf Úkraínu Krímskagann, en þar var spurning um lögmæti, en þar sem það skipti ekki máli í þann tíð þá var látið kyrrt liggja.

Jón Magnússon, 10.8.2015 kl. 16:09

13 Smámynd: Jón Magnússon

Ólafur það eru um 60% Krímbúar Rússar. Það eru um 24% Úkraínufólk. Við töldum eðlilegt að viðurkenna Eistland. Lettland og Litháen sem sjálfstæð ríki. Þar var rússneski þjóðernisminnihlutinn sumsstaðar stærri hlutfallslega en Úkraínumenn á Krím.

Jón Magnússon, 10.8.2015 kl. 16:16

14 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég verð að taka undir með Jóni Magnússyni. Það er bara elítan á Íslandi sem stengur í þessari heimsku. Það skiptir engin á pólitískum skoðunum of lifibrauði sínu. Rússar hafa verið friðsöm þjóð yfir höfuð þrátt fyrir að vera hernaðarveldi. Fólk ætti að rekja hvernig þetta byrjaði á Krímskaganum. Þetta var skæruhernaður og Rússar voru að verja sig og sitt. Hafið í huga allstaðar þar sem þjóðarbrot búa í sama landi koma þessi vandamál upp. 

Valdimar Samúelsson, 10.8.2015 kl. 22:34

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Afskplega vanhugsað.

Árni Gunnarsson, 11.8.2015 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 686
  • Sl. sólarhring: 698
  • Sl. viku: 4733
  • Frá upphafi: 2427577

Annað

  • Innlit í dag: 617
  • Innlit sl. viku: 4377
  • Gestir í dag: 581
  • IP-tölur í dag: 562

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband