Leita í fréttum mbl.is

Ráðstefna um málefni innflytjenda.

Ég var á athyglisverðri ráðstefnu í dag sem Veraldarvinir gengust fyrir um málefni innflytjenda. Það var gaman að sjá að talsmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kannast ekkert við það sem þeir bera ábyrgð á í málefnum innflytjenda. Þannig gátu þær Guðfinna Bjarnadóttir frá Sjálfstæðisflokki og Sæunn Stefánsdóttir frá Framsóknarflokki engu svarað þegar ég beindi til þeirra spurningum um innflytjendalöggjöfina sem sýndi fram á hvað málflutningur þeirra var innantómur og í miklu ósamræmi við það sem flokkar þeirra standa raunverulega fyrir. Það var fátt um svör.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bera ábyrgð á því að undanþágan við óheftum innflutningi fólks frá nýju Evrópusambandsríkjunum var ekki nýtt. Þessir flokkar bera ábyrgð á því að ekkert var gert til að taka vel á móti þeim sem hingað komu og þeir bjuggu og búa iðulega í ófullnægjandi húsnæði og  án nauðsynlegra mannréttinda. Þegar við Frjálslynd bentum á þetta þá snéru þeir út úr umræðunni og sökuðu okkur um að vera fjandsamlegir innflytjendum. Málflutningur þessa fólks dæmir það að lokum

 Á fundinum var bent á siðferðilega skyldu okkar vegna m.a. ástandsins í Írak. Ég er sammála því að við berum siðferðilega ábyrgð vegna skammsýni forustumanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem kemur heiðarlega fram í málefnum innflytjenda og bendir á vanda sem þarf að ræða. Framsóknarflokkurinn bauð 150 innflytjendum í mat og drykk í gær til að reyna að sannfæra þá um að Framsóknarflokkurinn væri vænn. Sú tilraun hefur vonandi mistekist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Sæll Jón, getur þú upplýst mig um hvað felst í þessari undanþágu? Hvernig hún virkar, gagnvart hverjum og til hve langs tíma?

Með fyrirfram þökk, Ragnhildur Halldórsdóttir

Kolgrima, 29.4.2007 kl. 17:37

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þú verður þá að hringja í mig í 8980523 eða senda mér mail á morgun til að ég viti hvað þú ert nákvæmlega að spyrja um. Hringdu eða sendu mail á jm@nu.is og ég skal svara þér.

Jón Magnússon, 29.4.2007 kl. 18:09

3 identicon

Ég veit að þú starfar hjá góðgerðasamtökum. Hvað ætlið þið að gera fyrir fólk eins og mig sem eru á götuni?

Rögnvaldur Hallgrímsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 817
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband