Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn eyðir mestu en ekki minnstu

Í Morgunblaðinu í dag er segt frá auglýsingarkostnaði stjórnmálaflokkana. Margir Sjálfstæðismenn halda því fram í fullri alvöru að þessar upplýsingar Morgunblaðsins sýni ótvírætt að Sjálfstæðisflokkurinn eyði minnstum peningum í kosningabaráttuna en það er rangt.

Sjálfstæðisflokkurinn er með yfir 100 manns á launum í kosningabaráttunni eða mun fleiri en nokkur annar flokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er með flesta launaða starfsmenn allt árið. Kosnigabarátta er ekki bara nokkrar vikur fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er með flestar kosningaskrifstofur og birtir þar auglýsingar í gríð og erg. Fleira mætti nefna.

Þegar allt er talið þá liggur fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn eyðir langmest í kosningabaráttuna beint.

Það er líka til að taka að stjórnarflokkarnir nota fé skattgreiðenda óspart í kosningabaráttunni. Ráðherrar láta mynda sig við að klippa á borða eða taka skóflustungur fyrir mannvikjum og öðru þess háttar.  Það heitir ókeypis auglýsing en til upprifjunar fyrir þá Frjálshyggjumenn sem enn styðja þennan stjórnlynda sósíaldemókratíska flokk Sjálfstæðisflokkinn skal á það bent að Milton Friedman sagði á sínum tíma "There aint no such thing as free lunch". Þannig er það heldur ekki með skóflustungu pólitík ráðherrana. Skattgreiðendur borga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Á suðurlandi hafa þeir Árna j sem veður nú um alt kjördæmið eftir því sem mér er sagt lofandi öllu mögulegu, meira að segja breitingum á kvótakerfinu.

Georg Eiður Arnarson, 29.4.2007 kl. 20:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Annað sagði Ásta Möller í kosningaútvarpi Útvarps Sögu í gær þar sem hún var sérstaklega spurð út í kvótakerfið.  Þar á engu að breyta sagði hún, enda er þetta besta kerfi í heimi og aðrar þjóðir að taka það upp eftir okkur bætti hún við. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 276
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 4492
  • Frá upphafi: 2450190

Annað

  • Innlit í dag: 250
  • Innlit sl. viku: 4179
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband