Leita í fréttum mbl.is

Gashernaður

Fullvíst þykir nú að ÍSIS liðar hafi notað sinnepsgas í bardögum sínum við Kúrda. Fyrir 2 árum var stjórnarherinn í Sýrlandi sakaður um það sama og þá sagði forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Breta að það yrði ekki liðið. Hins vegar fengu þeir ekki fylgi við að ráðast inn í Sýrland enda veruleg áhöld um hver hafði notað sinnepsgasið. Stjórnvöld í Damaskus neituðu að nafa notað það og Carlo Ponti sem var á sínum tíma í forsæti stríðsglæpadómstólsins taldi líkur á að uppreisnarmenn hefðu notað efnavopnin í pólitísku áróðursskyni.

Nú liggur fyrir að ISIS liðar nota efnavopn í bardögum. Hvernig bregðast fyrrum stuðningsþjóðir þeirra Bandaríkin og Tyrkland við því? Halda Tyrkir áfram að bomba Kúrda af fullri hörku og Ísis til málamynda og ætla Bandaríkjamenn að halda áfram málamyndahernaði sínum gegn þeim. Munu Saudi Arabar og Quatar vinir Bandaríkjanna halda áfram að styðja ÍSIS.

Þessar spurningar eru brennandi einkum fyrir okkur stuðningsmenn NATO frá blautu barnsbeini, en loftárásir Tyrkja eru með samþykki NATO þar á meðal Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra Íslands.

Hversu lengi ætla aumingjaþjóðir Evrópu og Bandaríkjanna sem bera fulla ábyrgð á ástandinu í Sýrlandi, Írak og uppgangi Ísis að horfa á þessi hermdarverkasamtök myrða tugi þúsunda fólks, limlesta fólk, hneppa konur í þúsunda taldi í kynlífsánauð og hæla sér af öllu saman að horfa aðgerðarlausar á.

Höfum við engar siðferðilegar skyldur lengur til að standa með okkar minnstu bræðrum og koma fólki í neyð til hjálpar? Höfum við horfið frá þeirri stefnu að berjast fyrir mannréttindum allra og takast á við ógnaröflin sem ógna friði, frelsi og almennum réttindum fólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hundruðir þúsunda ef ekki milljónir Sýrlendinga, múslímskra, kristinna og jesíta hafa flúið ógnaröldina í Sýrlandi undan yfirgangi ISIS og annarra uppreisnarmanna og leitað skjóls hjá Kúrdum.  Nú eru Tyrkir með samþykki NATO að varpa sprengjum á Kúrda.  Hverjir ætli verði fyrir sprengjuregni Tyrkja?? ætli landflótta Sýrlendingar fái ekki að kenna á því??  Það væri fróðlegt að vita hversu margir óbreyttir borgarar, Kúrdar og Sýrlendingar verði fyrir barðinu á loftárásum Tyrkja. En það er víst borin von að við fáum upplýsingar um slíkt, frekar en meintar loftárásir Bandaríkjamanna á ISIS.  Ég er hræddur um að fleiri óbreyttir borgarar, konur og börn verði fyrir sprengiárásum BNA en ISIS-liðar.

Hefðu Ísraelar átt hlut að máli væri búið að úthrópa þá sem illmenni um alla heimsbyggðina, en þegar BNA, Tyrkir eða aðrar þjóðir eiga hlut að máli eru fjölmiðlar sammála um að þegja um málið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.8.2015 kl. 15:42

2 identicon

Það er athyglisvert sem þú segir um tengsl ISIS og tyrkja.  Tyrkir kaupa olíu af ISIS og það mun vera aðaluppspretta þeirra tekna.  Það væri líka áhugavert að kanna tengsl þeirra við Saudi Arabíu, hætt við að þau tengsl séu ein aðalástæða fyrir þessari blindu okkar manna.  NATO og BNA (það fyrra alltaf eins og útibú frá því síðara) hafa lítinn áhuga á stríðinu í Sýrlandi en hann gæti vaknað ef Hizbolla heldur áfram að ná árangri í baráttunni við ISIS.  Það gæti grafið undan Israel til lengri tíma litið.

Eirikur Gudjonsson Wulcan (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 20:15

3 identicon

Efist einhverjir um að IS sé uppvakningur BNA þá er Bandaríkjaforseti ekki í þeim hópi. Obama  segir í  viðtali:” ISIL is direct outgrowth of al Qaeda in Iraq which grew out of our invasion which is an example of unintended consequences which is why we should generally aim before we shoot.” Obama hefði líka mátt ræða ástandið í Líbíu og neyð flóttafólks frá þeim svæðum þar upplausn ríkir í kjölfar erlendrar hernaðaríhlutunar. Þegar almenningur í Úkraínu  var langt kominn með að losa sig við Janúkóvits og kumpána hans með lýðræðislegum  hætti ( kosningum lofað innan mánaða) voru Bandríkin mætt með olíu á eldana. Vandi Evrópu er geigvænlegur. Hann er vandi taglhnýtingsins.

Það hefur stundum hent "stuðningsmenn NATO frá blautu barnsbeini" að gera kröfur til Rússa og láta þar við sitja. Það á klárlega ekki við á þessu bloggi og er vel.

Valdimar Jónsson (IP-tala skráð) 17.8.2015 kl. 03:04

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

SAMEINUÐUÞJÓÐIRNAR  þyrftu að hafa einhverja klára karla undir sínum merkjum til að knésetja þessa öfgahópa með öllum ráðum frekar en að tefla fram hundrað manns í að rannsaka málin þegar búið er að vinna ógæfu-verkin.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1408500/

Jón Þórhallsson, 17.8.2015 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 351
  • Sl. sólarhring: 1357
  • Sl. viku: 5493
  • Frá upphafi: 2469877

Annað

  • Innlit í dag: 333
  • Innlit sl. viku: 5041
  • Gestir í dag: 332
  • IP-tölur í dag: 326

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband