Leita í fréttum mbl.is

Ráðherrar gerast sekir um misnotkun.

 

Ráðherrar gera nú hvern samninginn af öðrum og tilkynna um fjárveitingar hægri vinstri.  Þessar fjárveitingar eru án heimilda í fjárlögum.  Ég get ekki betur séð en ráðherrar séu með þessu að misnota fjármuni ríkisins í kosningabaráttu sinni.  Krefjast verður rannsóknar á heimildum ráðherra til þeirra fjárframlaga sem þeir tilkynna nú dag hvern. Frjálslyndi flokkurinn mun krefjast slíkrar rannsóknar og gera kröfu til þess að ráðherrum verði óheimilt að ákveða hluti sem hafa útgjöld í för með sér umfram fjárlagaheimildir frá þinglokum á kosningaári fram að kjördegi nema sérstakar aðstæður krefjist þess enda samþykki þá formenn allra þingflokka ráðstöfunina.

Framganga ráðherrana núna ekki síst menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra er dæmi um pólitíska spillingu sem ekki er hægt að líða í lýðfrjálsu landi.

Enn einu sinni kemur í ljós að valdaflokkarnir svífast einskis og virðast telja eins og Loðvík 14 Frakkakonungur "Ríkið það er ég."  Kjósendur eiga að sýna þessu liði rauða spjaldið og vísa því af leikvelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 408
  • Sl. sólarhring: 1126
  • Sl. viku: 5781
  • Frá upphafi: 2460398

Annað

  • Innlit í dag: 382
  • Innlit sl. viku: 5284
  • Gestir í dag: 372
  • IP-tölur í dag: 365

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband