Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk misnotkun

 

Þessi samningur er dæmi um misnotkun ríkisstjórnarinnar á fé skattborgarana í kosningabaráttu. Engin heimild er í fjárlögum fyrir þessu. Af hverju er verið að gera þetta núna.

Hvernig stendur á því að það eru allt í einu til peningar til ýmissa góðra mála sem ríkisstjórnin hefur ekki sinnt og ekki sinnt að leggja til við Alþingi að fjárveitingar yrðu lagðar til þessara mála.

Núna í kosningabaráttunni er gengið frá samningum og peningum ausið út í því skyni að slá ryki í augu á fólki og kreista út atkvæði til handa stjórnarflokkunum.

 Spilling? Er ekki ástæða til að gera úttekt á fjárveitingum ríkisstjórnarinnar og ráðherra í kosningabaráttunni?


mbl.is Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Alveg er það merkilegt hvernig þið látið. Siv hefur verið að vinna af alefli í heilbrigðismálunum allt kjörtímabilið og skrifað reglulega undir mikilvæga samninga. Þið farið síðan af hjörunum þegar hún heldur áfram sínu striki og heldur áfram að skrifa undir mikilvæga samninga alveg fram að kosningum!

Það er hins vegar rétt að betur má ef duga skal, en bendi á eftirfarandi í yfilýsingu samhliða undirrituninni:

Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að með þessu sé stigið fyrsta skrefið í forvarnareftirliti barna og unglinga, sem leggja mun grunn að bættri tannheilsu barnsins um alla framtíð. Í framtíðinni verður hugað að því að þétta þetta eftirlitsnet með því að taka fleiri árganga inn til eftirlits á þennan hátt.

Meira um þetta í pistlinum Siv flott í gervi tannálfsins!

Hallur Magnússon, 5.5.2007 kl. 13:00

2 identicon

Siv er að vinna góð störf og það er miður þegar fólk rífur allt niður. Það hefur komið fram að það er búið að vera langur aðdragandi að þessum samningi. Eins og ég sagði annars staðar, þá kaus ég Samfylkingu en nú ætla ég að setja x við frammarana. Ánægður með þetta fólk.

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 13:06

3 Smámynd: Jón Magnússon

Sif hefur ekki verið að gera neitt sérstakt sem heilbrigðisráðherra. Ef til ekki hægt að ætlast til þess vegna þess stutta tíma sem hún hefur verið. Hér er ekki verið að gera lítið úr Sif eða hennar störfum. Þrátt fyrir að hún sé Framsóknarmaður þá finnst mér hún með bestu Framsóknarmönnunum og vona að hún verði eini þingmaðurinn þeirra eftir kosningar.  Áliti á Sif og hennar störfum má þó ekki rugla saman við það siðleysi sem nú er í gangi varðandi misnotkun á peningum skattgreiðenda.

Jón Magnússon, 5.5.2007 kl. 13:14

4 identicon

Jón, þetta komment þitt sló mig. Er það misnotkun á peningum skattgreiðanda að fjármagn sé lagt í þennan málaflokk? Þá er fólk komið með ástæðu af hverju það á ekki að kjósa ykkur.

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 13:19

5 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Þetta er merkilegt hvernig ráðherrar vinna þessa vikurnar. Ég sé í minu kjördæmi (NV) að þar keyra ráðherrarnir um með bílstjóra og aðstoðarmenn sem keyra áfram kosningabaráttuna á kostnað skattborgara.

Eggert Hjelm Herbertsson, 5.5.2007 kl. 13:21

6 identicon

Jón, þetta komment þitt sló mig. Er það misnotkun á peningum skattgreiðanda að fjármagn sé lagt í þennan málaflokk? Þá er fólk komið með ástæðu af hverju það á ekki að kjósa ykkur.

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 13:22

7 identicon

Jón, þetta komment þitt sló mig. Er það misnotkun á peningum skattgreiðanda að fjármagn sé lagt í þennan málaflokk? Þá er fólk komið með ástæðu af hverju það á ekki að kjósa ykkur.

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 13:23

8 identicon

Afsakaðu, en færslan hafur komið tvisvar.

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 13:26

9 identicon

Afsakaðu, en færslan hafur komið tvisvar.

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 13:27

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Jón!

Kærar þakkir fyrir þetta innlegg þitt um Siv. Mér finnst það lýsa sanngirni og í anda þess sem ég þekki til þín. Hins vegar er ég algerlega ósammála þér um túlkunina á samningnum við tannlæknana. Ég hélt menn vissi það almennt að það hafa staðið yfir viðræður milli heilbrigðisyfirvalda og tannlæknanna á undanförnum mánuðum. Betra að fá undirritunina núna - eða mögulega ekki eftir kosningar

Hallur Magnússon, 5.5.2007 kl. 13:49

11 identicon

Svakalegt bergmál er hérna. 

Sveinn það þaf ekki mikið til að kaupa þitt atkvæði, smá tannskoðun og málið dautt. Allir kátir. 

Auðvitað á að taka tékkheftið af ráðherrum við þingslit fyrir kosningar. Þá sitja allir við sam borð, og allir eru í sömu aðstæðum við að koma sínum hugðarefnum á framfæri.

Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 22:26

12 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég er sammála þér Jón með þetta sem Siv er að gera. Það er nú ekki svo langt síðan hún kom með eitthvað í þá veru að ætti ekkert að vera að styðja foreldra á þennan hátt, sæi ekki ástæðu til þess eða ég man ekki alveg hvernig hún orðaði það.

Eins og með SÁÁ, allt í einu núna er hún tilbúin að þessu öllu ? hmmm eina sem ég hef á tilfinningunni er atkvæðasmölun. Það eru jú eflaust einstaklingar þarna í hennar flokki sem eru ágætir, EN ég hef nú ekki mikið álit á henni.

Ótrúlegt hvernig sumir einstaklingar verja hana og trúa virkilega því sem hún er buin að segja....... og halda í leiðinni að við séum einhver fífl. 

Inga Lára Helgadóttir, 6.5.2007 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 770
  • Sl. sólarhring: 799
  • Sl. viku: 2457
  • Frá upphafi: 2297017

Annað

  • Innlit í dag: 732
  • Innlit sl. viku: 2292
  • Gestir í dag: 717
  • IP-tölur í dag: 691

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband