Leita í fréttum mbl.is

Vér erum jarðarber sögðu lambaspörðin.

Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra benti á það á heimasíðu sinni fyrir nokkru, að Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hefði ekki tekist árum saman eða í rúm fjögur ár að afgreiða kvörtun vegna stjórnsýslu Seðlabankans. Þá hefur umboðsmaður látið fram hjá sér fara augljósa ágalla á stjórnsýslu eins og glórulausar ákvarðanir Steingríms J. Sigfússonar við ráðstöfun nýju bankana til kröfuhafa og ráðstöfun ríkisfjár til SpKef. VBS og fleiri fyrirtækja.

Athyglisvert er að vinnubrögð Umboðsmanns Alþingis eru ekki í samræmi við þær kröfur sem hann gerir til annarra um að mál gangi hratt fyrir sig. Raunar hefur Umboðsmaður haft uppi stór orð um seinagang annarra m.a. í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þau ummæli verða næsta brosleg þegar embættisfærsla hans sjálfs er skoðuð.

Þegar heimasíða Umboðsmanns Alþingis er skoðuð getur maður ekki varist þeirri hugsun að stofnunin sé algerlega stöðnuð og veldur þar sennilega mestu þráseta Trygga Gunnarssonar. Í skýrslunni kemur fram undir liðnum 10 síðustu mál afgreidd, kemur fram að aðeins 7 mál hafa verið afgreidd á þessu ári.  Umboðsmanni hefur þannig ekki tekist að afgreiða nema eitt mál á hverjum fimm vikum að jafnaði. Slík eftirtekja er vart ásættanleg hjá embætti með 12 manna starfsliði.

Umboðsmaður Alþingis hefur um árabil haft þann starfa að gagnrýna störf annarra opinberra starfsmanna og hefur margt gott verið gert í því efni. En það er aldrei gott að kasta steinum úr glerhúsi eins og því miður er um að ræða þegar embættisfærsla embættis Umboðsmanns Alþingis er skoðuð og slappleiki embættisins við að klára þau mál sem til embættisins er beint.

Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fór Umboðsmaður Alþingis fram með slíkum gassagangi gagnvart ýmsum opinberum starfsmönnum og æðstu mönnum þjóðarinnar að ekki var hægt að álykta annað en hann teldi sig mannkostamann umfram aðra í þessu landi. Þegar nú er upp staðið og embættisfærsla hans sjálfs er skoðuð þá datt mér í hug ortakið um lambaspörðin sem þóttu þau svo einstaklega vel búin að þau sögðu "við erum jarðaber.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er merkilegur pistill Jón og full ástæða til að fylgjast með framhaldinu. Tími atvinnubótavinnu á að vera að baki og sýnist mér nú þeim mun meiri ástæða sé til að flýta umræðu um breytingartillögu VH og GÞÞ á Stjórnsýslulögum. 

Umboðsmaður Alþingis er nauðsynleg stofnun en hún verður þá líka að standa undir því sem ætlast er til af henni. 12 starfsmenn sem snúast hver um annan er ekki réttlætanlegt.

Ragnhildur Kolka, 14.9.2015 kl. 14:31

2 Smámynd: Jón Magnússon

Mergurinn málsins sem þú bendir á Ragnhildur eins og svo oft áður.

Jón Magnússon, 15.9.2015 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 315
  • Sl. sólarhring: 755
  • Sl. viku: 4829
  • Frá upphafi: 2426699

Annað

  • Innlit í dag: 293
  • Innlit sl. viku: 4481
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband