Leita í fréttum mbl.is

Tekst að fella ríkisstjórnina?

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag þá heldur ríkisstjórnin velli. Það er ávísun á áframhaldandi velferðarhalla, áframhaldandi misnotkun, áframhaldandi spillingu, okurverð á matvælum og dýrustu lán í heimi bundin verðtryggingu. Áfram verður gætt hagsmuna hinna fáu á kostnað fólksins í landinu. Það verður að breyta. Burt með spillinguna. Burt með okurstjórnina.

Fjálslyndi flokkurinn þarf ekki að bæta við sig nema 2% til að ríkisstjórnin falli. Atkvæði greitt Frjálslynda flokknum nýtist að fullu óháð því í hvaða kjördæmi það er greitt. Atkvæði greitt Frjálslynda flokknum nýtist betur en atkvæði greitt hinum stjórnarandstöðuflokkunum til að fella ríkisstjórnina. Frjálslyndi flokkurinn er því besta og jafnvel eina ávísunin á jákvæðar breytingar í þjóðfélaginu.

X-F á kjördag er ávísun á jákvæðar breytingar. Nú liggur á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef einhver velkist í vafa um hvað kosningarnar snúast um, þá upplýsi ég það hér með: KOSNINGARNAR SNÚAST UM AÐ KOMA SPILLTUM STJÓRNMÁLAMÖNNUM FRÁ VÖLDUM!!! Nú er það kvótasvindlið, áður Jónínu ríkisfangssvindlið, síðan misnotkun á fé aldraðra, Birgishneykslið, Auðlynda- og vatnamálssvínaríið, sala ríkisfyrirtækja til "vina", Vinaráðningar í sendiherrastöður, Árna Jónsen hneykslið, árásir valdhafa á öryrkja í kjölfar hæstaréttardóma, vanræksla í öldrunar og sjúkrahúsmálum. Og nú er verið að undirbúa sölu Landsvirkjunar og orkufyrirtækja í einkaeigu til "vina" og svo mætti lengi telja" Kjósum heiðarlegt fólk á Alþingi, setjum X við F!!!

Kristinn J. (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 73
  • Sl. sólarhring: 1194
  • Sl. viku: 5446
  • Frá upphafi: 2460063

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 4966
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband