Leita í fréttum mbl.is

Dýr mundi söfnuðurinn allur

Hver flóttamaður frá Sýrlandi kostar skattgreiðendur kr. 4.680.000 sankvæmt skýrslu frá innanríkisráðuneytinu í Bretlandi. Fjögurra manna fjölskylda er áætlað að kosti skattgreiðendur rúmar 14 milljónir samkvæmt sömu heimild. Fyrir þá fjárhæð er hægt að sinna mun betur mannúðarstarfi þar sem þörfin er mest á stríðshrjáðum svæðum heimsins.

Kostnaðurinn við hvern flóttamann sem hingað kemur er líklega hærri þó vel megi miða við þá tölu sem kemur fram í skýrslu breska innanríkisráðuneytisins. Þeir sem eru að tala um að taka við hundruðum flóttamanna mættu þá gaumgæfa hvað það kostar skattgreiðendur þessa lands og hverju verður þá að fórna í staðinn. Velferðarráðherra talaði um að taka við 50 flóttamönnum þeirrar gerðar sem kosta þjóðfélagið mun meira en þeir sem Bretar miða við. Kostnaðurinn við að taka á móti þeim fjölda slagar þá hátt í milljarð.

Það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir þessum tölum. Sér í lagi þegar stöðugt er geipað um að hver flóttamaður sé svo mikils virði fyrir þjóðfélagið. Muni færa björg í bú og meiri hagsæld. Sú er ekki raunin nokkursstaðar í heiminum. Paul Krugmann Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og vinstri maður telur t.d. að mun kostnaðarminni innflytjendur hafi ekki aukið þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna en hins vegar lækkað laun þeirra lægst launuðu um allt að 8%

Ef til vill ekki skrýtið að stórkapítalið skuli hamast með öðrum meintum mannvinum að koma sem flestum "flóttamönnum" inn í landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér vandaða grein og skýra, nafni.

Jón Valur Jensson, 22.10.2015 kl. 00:28

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir nafni.

Jón Magnússon, 22.10.2015 kl. 15:51

3 identicon

Ég er sammála þessu, en spyr: Væri ekki nær, að við hugsuðum fyrst um okkar minnstu bræður og systur hér innanlands og eyddum peningum og húsnæði í þau, áður en við förum að sjá fyrir þörfum flóttamanna og heimta að fá þá hingað til lands? Hér eru meðal okkar bræður og systur, sem eiga varla fyrir mat sínum eða fötum, né hafa húsnæði, hvað þá annað. Væri ekki vitið meira að hugsa fyrst um þarfir þeirra, áður en við förum að sjá flóttafólki fyrir mat og húsnæði? Ég hef verið að segja við biskupa landsins, að þótt Kristur segi, að við eigum að gæta náungans og veita honum vel, þá hefði hann nú ekki verið hrifinn af því, ef við gleymum okkar minnstu hér innanlands og látum þau lönd og leið, en viljum miklu heldur sinna flóttafólkinu, þótt það sé þurfandi líka, enda ber okkur fyrst og fremts skylda til þess. Mér finnst þetta því miður vilja gleymast í öllum látunum. Það er gott að vilja hjálpa þessum blesaða fólki þarna útí löndum, en við eigum að láta okkar fólk ganga fyrir.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 690
  • Sl. sólarhring: 931
  • Sl. viku: 6426
  • Frá upphafi: 2473096

Annað

  • Innlit í dag: 627
  • Innlit sl. viku: 5855
  • Gestir í dag: 602
  • IP-tölur í dag: 589

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband