22.11.2015 | 23:08
ISIS hatar okkur fyrir það sem við erum og allt sem við stöndum fyrir.
Liam Fox fyrrum utanríkisráðherra Breta skrifar grein undir ofangreindu heiti í Daily Telegraph í dag. Þar segir hann:
"Það hræðilega við hryðjuverkin í París í dag er að þau verða sennilega endurtekin. Þau eru hluti af hugsun og hegðun sem skilgreinir Íslamismann. Það að skilja eitrað hugarfar þeirra er mikilvægt ef við ætlum að skilja hvað við stöndum frammi fyrir.
Heilagt stríð Íslamistanna er að hluta til trúarleg nauðhyggja og að hluta til ofbeldisfull andvestræn pólitísk hugmyndafræði. Uppskriftin er sú að setja fram öfgafulla skilgreiningu trúarinnar. Næst er að gera andstæðingana ómennska og muna að óvinurinn er ekki bara þeir sem eru ekki múslimar. Óvinirnir eru líka múslimar sem eru okkur ósammála af því að þeir eru trúvillingar og það þarf að losna við þá. Síðan þarf að muna að þetta er verk Guðs þetta er hans guðlegi vilji að sjá óvini sína drepna. Þið hafið verið kosnir til að vinna þessa vinnu og þið munuð fá ykkar verðlaun. Takið ekki tillit til neinna landamæra og takið ekki mark á neinum alþjóðalögum eða samningum eða hverju sem er. Notið öll meðul til að ná fram takmarki ykkar m.a. að slátra saklausum.
Til að skilja hvernig þetta fólk hugsar þá þurfum við líka að muna að þetta fólk hatar okkur ekki vegna þess hvað við gerum heldur vegna þess hverjir við erum og hvað við stöndum fyrir, sögu okkar og menningu. Þeir munu reyna að skaða okkur þegar þeir geta til að láta reyna á það hvað við erum einbeitt og láta reyna á öryggisráðstafanir til að finna veikleika.
-----------
Það er rétt hjá forsætisráðherranum (David Cameron) að við verðum að ráðast á ÍSIS á mörgum vígstöðvum. Ef við höfum rétt fyrir okkur um þá ógn sem okkur stafar af Íslamistunum þá verðum við að velta hverjum steini í þeirri viðleitni að sigra og eyða þeim.
-----
Það eru erfiðar pólitískar og hernaðarlegar ákvarðanir sem við verðum að taka, en við stuðlum ekki að þjóðaröryggi með því að forðast þær."
Hér talar maður með mikla reynslu í utanríkismálum sem skrifaði fyrir nokkrum árum bókina "Rising Tides" þar sem hann fer yfir helstu vandamálin sem við stöndum frammi fyrir. Seint verður Liam Fox sakaður um að vera öfgafullur hægri maður, rasisti eða andvígur múslimum. Ekki frekar en forseti íslands, sá sem þetta ritar og svo margir fleiri sem hafa hvatt sér hljóðs til að vara við í því merkilega Undralandsþjóðfélagi sem íslenskir fjölmiðlar og stjórnmálamenn eru staddir í.
Það merkilega er að Ólafur Ragnar Grímsson forseti er eini stjórnmálamaðurinn sem er að tala á svipuðum nótum og stjórnmálamenn í Bretlandi, Frakklandi, Danmörku, Belgíu, Noregi og jafnvel Svíþjóð. Það hefði verið gaman hefði innanríkisráðherrann fundið hjá sér hvöt til að mæla örfá orð af skynsemi um þessi mál hvað þá formaður Sjálfstæðisflokksins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 67
- Sl. sólarhring: 809
- Sl. viku: 6266
- Frá upphafi: 2471624
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 5717
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ég myndi nú ekki taka mikið mark á manni, sem þykist vera á móti Islamistum, en hefur staðið fyrir þvi að þessir sömu aðilar hafa fengið greiðan aðgang að Evrópu. Islam og Islamistar, eru þegar orðinn það sterkur hópur í Evrópu, og það er of seint að taka fyrir rassinn, þegar komið er í buxurnar. Þessi sami aðili er vildarmaður Saudi Araba, sem ekki geta talist annað en Islamistar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.11.2015 kl. 23:46
Ég lét mig hafa að opna fyrir Rúv.u.þ.l.sem farið var yfir frétta ágripið. Þá heyrði ég frétt um að forsetinn okkar hefði talað á svipuðum nótum og þau 6,sem þú telur hér upp. Ég varð harla glöð og ekki minna er hann segði það ,firru, að leyfa Moskubyggingu hér.Við þurfum og ættum ekki að að apa allt eftir eins og er í útlöndum,frekar halda sérstöðu okkar sem er harla eftirsóknarverð.
Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2015 kl. 02:28
Það er auðvelt fyrir Íslendinga að vera friðelskandi og friðarboðandi þjóð þegar aðrir taka á sig höggin og vinna fyrir okkur skítverkin.
Eftir höfðinu dansa svo limirnir (eða er það kannski öfugt) pólitíkusarnir þora fæstir að ganga í berhögg við þessa furðulegu séríslensku "góðmennsku".
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.11.2015 kl. 07:27
Sammála. Ég las grein í Politiken í morgun eftir danskan blaðamann búsettan í Brüssel, sem segir, að þegar börnin sín komist ekki í skólann, þá hafi IS unnið sinn fyrsta sigur. Ég las líka grein í Aftenposten um helgina, þar sem var verið að lýsa því, hvernig smábörn eru uppalin og þjálfuð sem hryðjuverkamenn. Hrikalegt, verð ég að segja. Forsetinn okkar er magnaður, og ég gat tekið undir hvert orð, sem hann sagði. Hins vegar virðist það vera svo, að enginn má minnast á þessa hluti, án þess að vinstra liðið verði bandvitlaust, því að það vill ekki, að hlutum sé lýst, eins og þeir eru, og byrja að tala um sundrungu þjóðarinnar og þaðan af verra, ef bent er á þá augljósu staðreynd, að hryðjuverkamenn skuli vera til yfirleitt. Þessum vinstri mönnum finnst það víst allt í lagi, að Saudi-Arabar leggi fé í moskuna. Hvað myndi það hafa í för með sér, nema að þeir vilji ala þar upp herskáa múslími, eins og dönsku og norsku blöðin hafa verið að lýsa, að sé m.a. í moskunum hjá þeim og í öðrum ríkjum nálægt þeim. Varla viljum við hafa slíkt í þjóðfélagi okkar? Ég verð að segja, að ég skil ekki, hvað stjórnmálafræðingar stjórnarandstöðunnar eru að hugsa eða meina. Það má ekki segja hlutina, eins og þeir eru, og þeir vilja ekki viðurkenna, að til séu hryðjuverkamenn, sem vaða yfir öll lönd með vopnum sínum og tólum, drepandi mann og annan, og segja fólk misskilja orð manna, sem eru að breiða það út og vara við slíku fólki. Það eru allir flóttamenn svo óskaplega góðir og almennilegir í þeirra augum og enginn úlfur í sauðagæru þar á meðal. Mér finnst þetta málæði í vinstra liðinu hljóma eins og heimska. Ég verð að segja það eins og er, enda er ég orðin dauðþreytt á blaðrinu og vitleysunni í stjórnarandstöðunni, hvað þetta varðar, og ég skil ekki tilganginn. Ef nokkur er að sundra þjóðinni, þá er það stjórnarandstaðan með blaðrinu í sér og vitleysunni. Mál er að linni.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2015 kl. 13:03
Og svo vilja sumir sigrast á þessum böðlum með kærleik. Og segja veiklulega hluti eins og að meiri hætta stafi af veðrinu og ekki megi vera með hatursumræðu og hæðast að morðingjunum. En nákvæmlega ekkert mun stoppa þessa menn nema taka þá niður.
Gott þú kallaðir villimennina ISIS frekar en hinu hátíðlega óviðeigandi heiti Ríki Islam eins og þeir vilja vera kallaðir. Þessir menn eru ekki ríki eitt eða neitt. Það fer verulega í taugarnar á mér að lesa þessa morðingja kallaða Ríki Islam.
Íslenskir stjórnmálamenn eru í heild alltof linir og þora ekki að standa gegn vindi. Forsetinn er ein af undantekningunum. Hann er staðfastur og sterkur og ekki út í loftið að hann var kosinn aftur og aftur 5 sinnum. Landið þarf á manni eins og honum að halda. En Bjarne, hvar kemur fram að forsetinn sé vildarmaður Saudi-Araba, eins og þú orðaðir það? Það er enginn vafi að forsetinn er gætinn maður þó hann hundsi ekki stjórnvöld þar.
Elle_, 23.11.2015 kl. 14:10
Og svo vil ég taka undir eftirfarandi frá Bjarna Gunnlaugi, mikill sannleikur í þessu og meðan margir Íslendingar kalla stjórnvöld í vestrænum löndum, eins og Bandaríkjunum, herská: Það er auðvelt fyrir Íslendinga að vera friðelskandi og friðarboðandi þjóð þegar aðrir taka á sig höggin og vinna fyrir okkur skítverkin.
Elle_, 23.11.2015 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.