Leita í fréttum mbl.is

Nú fer þessu að verða lokið

Þegar ég var að paufast í snjónum áðan þá datt mér í hug að Karl Bretaprins sagði á loftslagsráðstefnunni í Rio de Janeiro í mars 2008 að það væru minna en 100 mánuðir þangað til hlýnun jarðar yrði óyfirstíganleg. Samkvæmt því þá er þetta búið í júlí 2017.

Loftslagsráðstefnan í París verður þá sú síðasta. Eftir júlí 2017 verður engu breytt Móður jörð verður ekki bjargað frá eyðingu. Nema  Karl Bretaprins og Obamar allra þjóða hafi rangt fyrir sér og ástandið sé.

Stjórnmálaleiðtogar eru eins og hópur háskólafólks í hópefli við að sannfæra hvort annað um hnattræna hlýnun þó engin þeirra hafi vísindalegar forsendur. Karl Bretaprins segir að borgarastyrjöldin í Sýrlandi stafi af loftslagsbreytingum. Þurkur og uppblástur er ekki vandi Sýrlands og uppskera á hveiti hafði fjórfaldast frá 1990 þegar uppreisnin hófst. Þurkar í Mið-Austurlöndum voru mun alvarlegri um miðja síðustu öld. Karl Bretaprins kynnir sér ekki staðreyndir en bullar í hópeflin eins og svo margir aðrir heimsendaspámenn.

Í kvöld var sagt frá því að umræðan á loftslagsráðstefnunni hafi verið um vandamál vegna þess að ummál vatns í vestur hluta Afríku hafði minnkað mjög. Hvað þá með áður landlæga þurrka og hungursneið í Ethíópíu og Sómalíu upp úr 1980. Hvað varð af þeim? Af hverju er það ekki vandamál lengur?

Því miður er fáu að treysta lengur í þessum heimi og mælingar og spár ganga á mismunandi vegu. Þá er hentast að skoða hvað brennur á eigin skinni. Í þau 30 ár sem ég hef stundað fjallgöngur hef ég ekki séð að snjóalög hafi breyst mikið eða veðurlag þannig það það sé einhver munur sem miklu skiptir. Nú eins og þegar sambærileg loftslagsráðstefna var haldin í Kaupmannahöfn um árið gengur á með fimbulkulda og mestu snjókomu í Reykjavík í marga áratugi.

Mesti munurinn á loftslagsráðstefnunni núna og í Kaupmannahöfn er sá að nú er íslenska sendinefndin tiu sinnum fjölmennari og munar þar ekki síst að Dagur B. Eggertsson ákvað að fara ekki fáliðaður til þessa þings og hafa með sér gildasta forsjárfólk úr gervallri Reykjavík svo það mætti sannfærast í hópeflinu um að ekki þyrfti að gera við holurnar í malbikinu þar sem bílarnir væru hvort heldur hinn versti skaðvaldur og bæri að útrýma.

Í kulda snjókomu og trekki síðustu daga eiga því vel við lokin á vísunni sem Steinn Steinar setti saman þá nýkominn til Reykjavíkur "þetta er ekki ekki ekki ekki þolandi" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað held ég að fjallgöngur þínar séu óheppilegar til að meta áhrif hnattrænnar hlýnunar, alla vega ef marka má veðurstofu Íslands en þar er bent á að vorflóð í ám hafa minkað vegna minni snjóalaga á hálendi sem aftur stafar af aukun hlýindum "sem ekki sér fyrir endan á". Sjálfur hef ég orðið var við þetta með Þjórsá, búandi á bökkum hennar.

http://www.vedur.is/vatnafar/frodleikur/greinar/nr/2637

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 23:31

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

"Það er góður siður að trúa aldrei nema helmingnum af því sem manni er sagt og skifta sér ekki af afgángnum. En fara aldrei eftir öðru en því sem maður segir sér sjálfur." Halldór Laxness

Sumarliði Einar Daðason, 2.12.2015 kl. 01:10

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Getur verið að nýtingin á vatninu sem er að hverfa hafi ekki verið sjálfbær?

Margar fátækar þjóðir tromma upp loftslagsvandann í von um peninga (handout) frá hinum betur settu.

Það er nú þannig að þurrkar, flóð, fellibyljir,stormsveipar o.s.f.v. eru fyrirbæri sem hægt er að telja, meta og bera saman yfir löng tímabil. Það er engin mystic yfir þeim fræðum, engar ágiskanir. Slíkur samanburður sýnir að ekkert af ofantöldum veður og loftslagsfyrirbærum eru algengari eða ofsafengnari í dag.Þrátt fyrir það er þessu haldið fram blygðunarlaust. Hvers vegna?

Rannsóknarteymi eru að störfum um allan heim á vegum opinberra aðila að mæla og meta loftslagsvandann. Hvað gerist ef niðurstöðurnar eru ekki ógnvænlegar? Jú, það væri náttúrulega bjánalegt af þessum aðilum að skrúfa ekki upp vandann.

Hvers vegna segja þeir aðilar sem mestan hag hafa af fjármagni frá skattgreiðendum, vísindamennirnir, að "engin maður með fullu viti efist um skelfilega stöðu í loftslagsmálum", þegar fjöldi hámenntaðra vísindamanna hafa komið fram með efasemdir um þessa hysteríu?

Myndu þessir aðilar tala með þessum hætti, ef þeir væru ekki hræddir við að efasemdaraddirnar fengju meira vægi í fjölmiðlum?

Og svo eru það fjölmiðlarnir. Þeir vilja segja hamfarafréttir. Þær selja.

Eitt er þó jákvætt við þessa hysteríu og það er að umræðan flýtir fyrir að fundnar verða lausnir á að finna orku sem ekki er úr jarðefnaeldsneyti. Þegar olíuþörf Vesturlandi minnkar og þau verða ekki lengur háð olíu frá Mið-Austurlöndum, þá hættir hinn vestræni heimur að hafa áhuga á þessari púðurtunnu fyrir botni Miðjarðarhafs. 

Olíuríkin þar hafa lítið sem ekkert undirbúið sig fyrir minnkandi olíuþörf heimsbyggðarinnar. Þeirra þjóðfélagsgerð gerir ráð fyrir að olíugróðinn verði eilífur.

Eigum við að hafa áhyggjur af andvaraleysi Sádi Arabíu í þessum efnum? Held varla. Þeir verða blankir um leið og þeir hætta að geta selt olíu. Enginn vill fjármagna eða lána aðilum sem ekki er hægt að græða á.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2015 kl. 02:24

4 identicon

Hræðsluáróður hefur alltaf verið aðferðin í þessu máli. En þar sem hinn afgamli prins hefur nú sett deadline á þetta, þá bara teljum við niður og sjáum hvað setur. Auðvitað verða engar fréttir að umræddum tíma liðnum, en það mun sennilega ekki skipta máli, enda rúmar minni fjölmiðlasamstæðunnar langt í frá 100 mánuði cool

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2015 kl. 10:03

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það eru alltaf sveiflur Bjarni og ég hef séð það á snjóalögum að þau eru mismunandi frá ári til árs. Fer eftir því hvað mikið snjóar og hvenær vetrarins. En þegar tekið er mið t.d. síðustu 20 ára, þá hefur ekki orðið nein marktæk breyting. Svo er annað Bjarni. Er það ljóst að það hitastig sem er á jörðinni núna sé það besta sem hægt er að hafa? Sahara eyðimörkin var aldingarður fyrir 11.000 árum. Klofajökull sem nú heitir Vatnajöklull var allt annar og mikið minni sem og aðrir jöklar á landinu þegar landnám norrænna manna hófst.

Jón Magnússon, 2.12.2015 kl. 10:26

6 Smámynd: Jón Magnússon

Alla vega verður að kanna heimildir vel Sumarliði.

Jón Magnússon, 2.12.2015 kl. 10:26

7 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála Gunnar takk fyrir innleggið. Eðlilega reyna Afríkuríkin og eyríki Eyjálfu og fleiri að gera sem mest úr hlutunum í þeirri von að fá fullt af peningum frá Evrópu og Ameríku úr loftslagssjóðnum.  Það hafa allir hag af þessu rugli nema helst ríki Evrópusambandsins, en þau eru með þessu að dæma sig til verri lífskjara en ella væri.

Jón Magnússon, 2.12.2015 kl. 10:29

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég væri alveg tilbúinn til að leggja mikið undir í veðmáli við prinsinn um að hann hafi rangt fyrir sér Þorgeir. Hann hefur raunar sagt svo margt vitlaust í þessu sambandi eins og hvítabirnir væru að vera útdauðir þegar þeir hafa aldrei verið fleiri og margt annað. Sjálfur ferðast hann síðan um í einkaþotum án takmarks eða tilgangs.

Jón Magnússon, 2.12.2015 kl. 10:30

9 identicon

Það er alveg rétt að mun heitara hefur verið á Íslandi áður og líklega einna heitast fyrir 7 til 8000 árum, a.m.k. ef marka má annan nágranna minn, þ.e. Hestvatn í Grímsnesi. (sjá bls. 30 í viðhengi).

Hvort hægt sé að lesa heildar hitastig jarðar úr því er aftur annað mál þar sem hafstraumar geta spilað þarna inni fremur en meðalhiti á hnattræna vísu.

Allavega efast ég um að Sahara yrði að aldingarði ykist þar hiti frá því sem nú er. ;-)   Eitthvað annað yrði að koma til. 

     Svo er nú það að þessari meintu hnattrænu hlýnun fylgir annar fjandi sem er súrnun heimshafanna og allt gerist þetta á ógnarhraða. 

Þó hljóta að fylgja hlýindum og auknu framboði af koldíoxíði gríðarlegir vaxtamöguleikar fyrir plöntur sérstaklega þær sem færa sig norður á bóginn. Slíkt yki bindinguna eitthvað aftur, eins má velta fyrir sér hvort mannkyn hafi með meintu inngripi í veðráttuna náð að stöðva ísöld í fæðingu upp ur 1900.

https://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/visindanefndloftslagsbreytingar.pdf

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.12.2015 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 305
  • Sl. sólarhring: 668
  • Sl. viku: 4126
  • Frá upphafi: 2427926

Annað

  • Innlit í dag: 281
  • Innlit sl. viku: 3817
  • Gestir í dag: 270
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband