Leita í fréttum mbl.is

Þegar sorgin ber að dyrum

Ákveðinn hópur berst gegn kirkju og kristni af miklum ákafa. Almennt er þetta ekki fólk sem tilheyrir öðrum trúarbrögðum. Þekking á trúarbrögðum eyðir fordómum á meðan vanþekkingin og bókstafstrúin sem henni er venjulega samfara eykur á þá. Aukin vanþekking fólks á kirkju og kristni hefur leitt til þess að engin íslensku stjórnmálaflokkanna myndar lengur varðstöðu um kristlegar lífsskoðanir og trúarleg gildi.

Ég spurði vin minn sem er í þjónustu kirkjunnar að því í gær af hverju hann hefði ekki mætt á ákveðna samkomu. Hann sagði að það væri vegna þess að hann hefði verið kallaður til vegna skyndilegs sorgaratburðar sem hefði átt sér stað í þann mund. Síðan hefði hver atburðurinn rekið annan og því hefði hann gegnt þeirri starfsskyldu sinni að vera til staðar þar sem válegir hlutir hefðu orðið til að veita styrk og von.

Þeir sem gagnrýna kristna kirkju og þjóna hennar átta sig ekki á eða vilja ekki vita hve mikilvægu samfélagshlutverki kirkjan gegnir og hvað hún er nauðsynleg fyrir stærstan hluta fólksins í landinu. Stöðugt nagg og nag út í kirkjuna og kirkjunar þjóna eru óverðskuldaðir og rangir. Kirkjan og kirkjunar þjónar gegna mikilvægu þjónustuhlutverki í þjóðfélaginu.

Við skulum minnast þess þegar jólahátíðin fer í hönd að það eru ekki allir jafn heppnir og þeir sem njóta samveru með sínum nánustu í góðu yfirlæti. Í kjölfar lesturs jólaguðspjallsins kann presturinn að vera kallaður til, þar sem válegur atburður hefur orðið og þarf að gegna þar erfiðu og vandasömu hlutverki fyrir fólk í neyð. 

Slík sáluhjálp er nauðsynleg og gerir miklar kröfur til þeirra sem hana veita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka góðan pistil. 

Halldór Egill Guðnason, 23.12.2015 kl. 01:08

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Svo ég svari nú bara fyrir mig. Ég á ekki í neinu stríði gegn kristni í landinu. En ég er andstæðingur þjóðkirkjunnar vegna peningamála hennar og reyndar vegna persónulegra samskipta við þjón hennar. Þessvegna stend ég utan hennar.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.12.2015 kl. 09:08

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Orð að sönnu.

Ragnhildur Kolka, 23.12.2015 kl. 09:41

4 identicon

Hvaða ákveðni hópur er það? Eru það ekki ungir Sjálfsstæðismenn sem hafa um áraraðir barist fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju?

Ertu þá að segja að andstaða þeirra byggist á vanþekkingu?

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 13:42

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hjartans þökk fyrir góðan og þarfan ppistil kæri Jón.

Þú skrifar jafnan af þekkingu og innsýn í mál.

Ég bið þér og fjölskyldu þinni Guðs blessunar sem og landsmönnum öllum og gleðilegrar hátíðar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.12.2015 kl. 15:43

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Halldór.

Jón Magnússon, 23.12.2015 kl. 22:17

7 Smámynd: Jón Magnússon

Jósef Smári ég er ekki sérstaklega að tala um þjóðkirkjuna. Ég er að tala um kirkju og kristni.

Jón Magnússon, 23.12.2015 kl. 22:17

8 Smámynd: Jón Magnússon

Vona það Ragnhildur.

Jón Magnússon, 23.12.2015 kl. 22:18

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þjónusta hins praktíska hjá kirkjunnar þjónum er þvingunarinnar opinberlega nauðsynlegt, og ríkisrekið rándýrt serímoníunnar framkvæmt athæfi. Með rándýrum krónum og löngu týndum aurum, sem fjölmargir hafa ekki ráð á.

Þess vegna vill maður eiginlega frekar láta grafa sig utangarðs, heldur en að manns nánustu verði hraktir í gjaldþrot vegna kirkjunnar rándýru krafna í "heilögum" reitum banka/lífeyrissjóðaræningjanna. Umboðsmaður skuldara huggar fyrir jólin, með því að gjaldþrot sé enn í boði fyrir þá bankarændu!!!

Dómkirkjan?

Hvers vegna Dómkirkjan, þegar kærleikurinn umburðalyndi er boðskapur án skilyrða né peninga?

Það er þetta ósamræmi sem ekki fellur í kærleikstrúaðra jarðveg.

Eða hvað?

Svari nú hver tjáningarfrjálsi þegn fyrir sig, en ekki fyrir hótandi baktjalda-valdníðsluflokkinn og baktjalda-valdatrúarbrögðin!

Það verður mörgum aftökufjötur um tungunnar tjáningarfrelsi!!!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.12.2015 kl. 22:20

10 Smámynd: Jón Magnússon

Það má aðskilja ríki og kirkju og hefur raunar verið gert. En í pistlinum er talað um kristni og kristileg gildi. Því miður þá hafa ungir Sjálfstæðismenn vikið frá áratuga langri stefnu Sjálfstæðisflokksins varðandi kristni.

Jón Magnússon, 23.12.2015 kl. 22:22

11 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Prédikari.

Jón Magnússon, 23.12.2015 kl. 22:23

12 identicon

Eins og annað illa gefið fólk , lýsir þú skoðun þinni en ekki staðreyndum . Kirkjan er rekin af ríkinu. Fyrir skattpeninga allrar þjóðarinnar . Prestar þiggja laun yfir landsmeðallagi fyrir nám sem er í besta lagi hægt að kalla lestur á skáldsögu . Auk þess hirða prestar öll nyt á jörðum sem þeir búa á , á landsbyggðinni . Sem getur talið í milljónum á ári . Og hirða auk þess aukagreiðslu fyrir þjónustu þá sem þeir veita .

Að telja kristni eða trúarbrögðun skynsemi eða góðmennsku er einfaldlega rangt . Ef eitthað held ég að aukin þekking fólks ýti undir hunsun á túarbrögðum .

 Og til sáluhjálpar á erfiðum stumdum er til mun betur menntað fólk en prestar . Má ég nefna Lækna , hjúkrunarfræðinga ,sálfræðinga , geðlækna og svo frv .

 Því miður er saga trúarbragða ekki falleg , hvorki á Íslandi eða heimsvísu . Og finnst mér vandræðalegt fyrir þig kjörinn fulltrúa sjálfstæðisflokks að vera jafn illa upplýstan og þú virðist vera . Hlakkar mér til að sjá þig og þín illa upplýstu sjónarmið hverfa .

Trausti (IP-tala skráð) 24.12.2015 kl. 03:45

13 Smámynd: Jón Magnússon

Anna Sigríður Guðmundsdóttir. Ég held að þú búir í öðru þjóðfélagi en ég. Kirkjan hrekur engan í gjaldþrot. Þjónusta hennar er ekki dýr og ég kannast ekki við annað úr mínum sveitum en að kirkjunnar þjónar hafi ekki talið eftir sér að gera þá hluti sem ætlast verður til af þeim án þess að áskilja sér himinháar greiðslur fyrir eða greiðslur yfirleitt ef þröngt hefur verið í búi.

Jón Magnússon, 24.12.2015 kl. 07:53

14 Smámynd: Jón Magnússon

Trausti fyrsta setningin í þessu innleggi þínu dæmir þig sem ómerking í umræðunni. Fólk eins og ég Trausti sem hefur ekki þá andlegu hæfileika sem þú telur þig hafa má líka lýsa skoðun sinni.

Jón Magnússon, 24.12.2015 kl. 07:55

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Magnússon. Takk fyrir þetta svar. Það búa tvær þjóðir í hverju landi. Það skýrir þetta með: (búir í öðru þjóðfélagi). Á íslandi er svo skelfileg stéttarskipting enn þann dag í dag, að það er óviðunandi. Sundrung þjóðarinnar eykur stéttarskiptinguna.

Þegar við höfum rætt kirkjumálin ofan í kjölinn þá getum við orðið sammála Jón. Það er ég viss um. Því ég hef ekki séð betur en að þú viljir virðingu og heiðarlegt frelsi fyrir alla jafnt. Svo flókið sem það er nú í raunheimanna framkvæmd.

Það er staðreynd að þrátt fyrir alla skattana sem almenningur er látin borga (beint og óbeint), þá er öll þjónusta við útfarir of dýr fyrir lágmarkskaupmátt þeirra sem verst standa. Það er sorgleg staðreynd.

Og það er siðlaust í sannkristnu landi, að mínu mati.

Ég er síður en svo á móti kristnum boðskap og óháðum kirkjum kærleiksboðskapar. En þegar kirkjunnar kveðjuguðsorðið/útförin er of kaupmáttardýr fyrir þá sem verst standa, Þá vantar einhverskonar skilyrðislausa og viðráðanlega virðingarverða útför. Sama hvort það eru frægir og ríkir, eða ófrægir og fátækir sem sitja eftir með útfarar-útgjöldin.

Ég veit ekki hvort ég er að útskýra þetta nógu skýrt til að það skiljist rétt, en ég vona það samt.

Góður Guð almáttugur óflokkaði og kærleiksríki gefi öllu fólki jarðar sem friðsælust kærleiksjól.

Góður Guð almáttugur hjálpi öllu því fólki sem er heimilislaust og á flótta víðsvegar um heiminn. Fólki sem hefur ekkert til saka unnið, annað en að vera heiðarlegt, vera til á jörðinni, og vera saklaust hrakið á grimmilegan hátt frá heimilum og heimalandi sínu. Hrakið á flótta af græðgisjúkum bankrænandi hrægömmum helsjúkrar heimsmafíunnar.

Góður Guð almáttugur algóði hjálpi heimsveldis-dómsstólum að skilja villu síns dómstólagrimma vegar, hvar sem er á jörðinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.12.2015 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 682
  • Sl. sólarhring: 928
  • Sl. viku: 6418
  • Frá upphafi: 2473088

Annað

  • Innlit í dag: 619
  • Innlit sl. viku: 5847
  • Gestir í dag: 594
  • IP-tölur í dag: 581

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband