Leita í fréttum mbl.is

Umburðarlyndi, friður og von

Helgisagan um fæðingu Jesú felur í sér boðskap friðar, vináttu og samhyggðar.

Í aldanna rás hefur kristin trú og kristin kirkja gengið í gegn um margvíslega þróun eins og raunar öll þau trúarbrögð sem veita rými fyrir sjálfstæða hugsun. Jesús segir sjálfur, að þú, hver sem þú ert, megir nálgast hann á þínum forsendum. Kirkjan hefur iðulega þrengt kostina, en þar er vikið af þeirri leið sem Jesús sjálfur boðaði.

Kristnir söfnuðir og kristið fólk er ofsótt um víða veröld. Engin trúarhópur þarf að þola jafn miklar ofsóknir og kristnir. 

Kristnir söfnuðir þurfa að gæta þess,sem Jesús boðar í 34 og 35 versi 13.kafla Jóhannesarguðspjalls þegar hann segir:

"Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. Á því munu allir þekkja að þið eruð mínir lærisveinar".

Þess vegna ber okkur að koma trúarsystkinum til virkrar hjálpar hvar svo sem er í heiminum þegar að þeim er sótt og leiðtogar kristinna safnaða og kirkjunnar verða að leggja sín lóð á þá vogarskál, að gætt sé hagsmuna og réttinda kristins fólks- með virkum hætti. Þannig að heimurinn sjái að kristið fólk elskar hvert annað og sættir sig ekki við ofsóknir eða harðræði gagnvart öðru kristnu fólki.

Kristin samfélög eru umburðarlyndustu samfélög í heiminum. Þar gilda mannréttindi, grunduð á virðingu fyrir einstaklingnum og réttindum hans. Á viðsjálverðum tímum eins og þeim sem við lifum nú er því mikilvægt að kristni heimurinn villist ekki af leið heldur hafi stöðugt í huga þau grunngildi sem þessi framþróun byggir á og samþykki engan afslátt á mannréttindum en sæki fram til að gera samfélagið betra.

Trú, von og kærleikur er inntak kristinnar boðunar. Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.

Gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góður pistill að vanda kæri Jón. Þú ferð samt all frjálslega með um Orð Drottins i upphafi þar sem þú víkur að boðun og reglum sem Herrann kenndi.

Gleðileg jól.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.12.2015 kl. 16:00

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hárbeitt réttlátt notað umburðarlyndi, friðsamlegur baráttufriður, og heilags andans von.

Ekta kærleikur er skipulagsillvirkjum stríðandi valdsýki alveg ósigrandi. Andans eilífi kærleikur er eina sanna yfirvaldið.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.12.2015 kl. 16:35

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er aumt og lítils vert verkefni lífsins, ef sumir geta ekki einu sinni birt velmeinandi athugsemdir utangarðsfólksins ósamþykkta af kerfispólitíkinni.

Guð blessi þig og þína, kæri Jón Magnússon.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.12.2015 kl. 01:28

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta stendur svona í mínu Nýja Testamennti Prédikari. Ertu að meina að ég leggi frjálslega út af því?

Jón Magnússon, 25.12.2015 kl. 11:21

5 Smámynd: Jón Magnússon

Skil ekki alveg þessar athugasemdir Anna Sigríður.

Jón Magnússon, 25.12.2015 kl. 11:21

6 identicon

Jón, þú talar hér um að kristnir eigi að hjálpa kristnum og segir að við eigum að "koma trúarsystkinum til virkrar hjálpar hvar svo sem er í heiminum þegar að þeim er sótt og leiðtogar kristinna safnaða og kirkjunnar verða að leggja sín lóð á þá vogarskál, að gætt sé hagsmuna og réttinda kristins fólks- með virkum hætti. Þannig að heimurinn sjái að kristið fólk elskar hvert annað og sættir sig ekki við ofsóknir eða harðræði gagnvart öðru kristnu fólki."

En hvað með aðra ofsótta eða sem sæta harðræði en teljast ekki kristnir? Eigum við ekki að hjálpa þeim af sama kærleika og þú segir að við eigum að sýna "trúarsystkinum"? Var Jesú ekki að meina að við eigum að hjálpa öllum? Eða heldur þú að hann hafi bara verið að meina kristnum?

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 25.12.2015 kl. 18:18

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sá sem vill koma til Jesú, kemur á forsendum Hans, ekki sínum eigin. Kíktu á Lúkas 14:25-35.

Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á. (33. versið)

Theódór Norðkvist, 26.12.2015 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 730
  • Sl. sólarhring: 732
  • Sl. viku: 4777
  • Frá upphafi: 2427621

Annað

  • Innlit í dag: 657
  • Innlit sl. viku: 4417
  • Gestir í dag: 620
  • IP-tölur í dag: 599

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband