Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerum við og hvað gerir NATO?

Saudi Arabar og bandalagsþjóð okkar í NATO, Tyrkir hafa umfram aðra fjármagnað, vopnað og stutt vígamenn í Sýrlandi, en það hefur kveikt og viðhaldið því ófriðarbáli sem þar hefur geisað allt of lengi. Síðan ákvað Tyrkland að ýta á aðra milljón flóttamönnum frá Sýrlandi yfir hafið til Evrópusambandsins og skammsýnn stjórnmálaleiðtogi Angela Merkel brást við með röngum hætti og reynir nú að bera fé á Tyrki til þess að þeir láti af hermdarverkum sínum gagnvart Evrópu.

Eftir að Rússar blönduðu sér í ófriðinn í Sýrlandi með afgerandi hætti hefur fjarað undan vinum Tyrkja og Saudi Araba þ.á.m. ISIS, sem Tyrkir hafa stutt aðallega leynt og sendu síðast í gær 500 vígamenn þeirra yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands til að þeir herjuðu á Kúrda.  Tyrkir hafa einnig verið með linnulausa stórskotahríð á borgir Sýrlandsmegin landamæranna.

Tyrkir hafa boðað að þeir munu hefja landhernað í Sýrlandi og þá gæti svo farið að þeim lenti saman við Rússa. Í framhaldi af því munu Tyrkir kalla á vini sína í NATO og krefjst þess að við og aðrar NATO þjóðir styðjum þá við að framkvæma hermdarverk sín gagnvart Kúrdum og hrjáðum borgurum í Sýrlandi.

Hvað ætlum við þá að gera. Standa með Tyrkjum eða mótmæla strax kröftuglega hernaðarbrölti þeirra og hremdarverkum. Mannsbragur væri að því að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mótmælti nú kröftuglega fyrir hönd íslensku þjóðarinnar framgöngu Tyrkja gagnvart Kúrdum sem berjast nú sem fyrr fyrir tilveru sinni gegn þessu mikla herveldi Tyrklandi, sem hefur kúgað Kúrda um aldir.

Er ekki rétt Gunnar Bragi að við stöndum með frelsinu gegn Tyrkjum og gerum kröfu til að þessari samstarfsþjóð ÍSIS samtakanna verði tímabundi vikið úr NATO.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

JÚ.

Jón Þórhallsson, 18.2.2016 kl. 21:30

2 identicon

Er ekki best að Ísland segi sig úr Nato?

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 19.2.2016 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband