Leita í fréttum mbl.is

Dauðadómur og vanvirða

Nokkru eftir að Bandaríkjastjórn samdi við Íran um að látið skyldi af refsiaðgerðum gagnvart landinu, tilkynnti æðsti Immaminn að dauðadómur yfir skáldinu Salman Rushdie væri enn í gildi og hver sá sem dræpi hann fengi 80 milljónir í sinn hlut frá Írönskum skattgreiðendum.

Á sínum tíma þegar Khomeini Erki-Immam dæmdi Rushdie til dauða og lagði fé til höfuðs honum taldi fólk á Vesturlöndum að Khomeini hlyti að vera orðinn elliær. Brugðist var hart við þessu og fjölmiðlar um allan heim fordæmdu þessa aðför að tjáningarfrelsinu. Nú þegar ekki er um villst að þarna er um glórulaust ofstæki að ræða og aðför að tjáningarfrelsinu hjá ráðamönnum milljónaþjóðar þá hefur engin neitt við þetta að athuga af forustufólki hins Vestræna heims.

Fjölmiðlar og fjölmiðlafólk rís ekki upp til varnar og forustufólk í lýðræðisríkjum lætur sem þeim komi þetta ekki við. Páfinn er upptekinn við að fordæma Trump og faðma Castro og má ekki vera að því að vandræðast með aðför að tjáningarfrelsinu.

Óvinir tjáningarfrelsins  finnast víða í fleti fyrir. Vestrænir fjölmiðlar hafa tekið að sér sjálfritskoðun og þöggun eins og stjórnmálastéttin og háskólaelítan. 

Fyrir nokkru rak Akureyrarbær Snorra Óskarsson frá störfum sem kennara vegna skoðana hans. Grímulausu atvinnubanni(berufsverbot) var beitt gagnvart honum. Hæstiréttur dæmdi uppsögnina ólögmæta, en bæjarstjórinn sættir sig illa við að Hæstiréttur skuli hafa tekið afstöðu með tjáningarfrelsinu. 

Bæjarstjórinn telur að Snorri hafi kallað yfir sig vanvirðu og álitshnekki vegna skrifa sinna og trúarskoðana og þess vegna geti bæjarstjórinn sest í dómarasæti yfir honum og fordæmt skoðanir hans og ekki nóg með það svipt hann störfum.

Hefði Snorri ekki verið kristinn heldur játað Múhameðstrú og verið Imam þar á bæ þá hefði gegnt öðru máli. Þá hefði verið sagt að skrif hans væru réttlætanleg út frá hugmyndum um fjölmenningu. Virða yrði ólíkar trúarskoðanir. Ógæfa Snorra er að vera kristinn og njóta ekki þeirrar undanþágu sem þöggunarlið Vesturlanda heimilar flestum þeim sem ekki játa kristna trú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég tel að það sé ekki sniðugt fyrir ríki eins og ísland sem að játar KRISTNA TRÚ  í sinni stjórnarskrá  að vera með samkynhneygðan ríkissaksóknara sem að mun væntanlega dæma kynvillunni í hag en treður á kristnum gildum.

Jón Þórhallsson, 24.2.2016 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 51
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 1528
  • Frá upphafi: 2488146

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1400
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband